Óttast að malbikaður stígur sé kominn til að vera á Austurvelli Garðar Örn Úlfarsson skrifar 8. september 2018 07:30 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og malbikaði vegurinn fyrir neðan sem teygir sig inn á Austurvöll. Fréttablaðið/Ernir „Maður vill trúa því að þetta eigi að vera tímabundið en hversu lengi á það tímabundna ástand að vara?“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, um malbikaða leið við Austurvöll meðfram Landssímahúsinu. Framkvæmdir standa nú yfir á Landssímareitnum þar sem meðal annars verður nýtt hótel. Veggur er risinn utan við lóðina og nýr vegur hefur verið malbikaður þar austan við og nær hann inn á Austurvöll. „Hvers vegna er verið leggja þarna veg og malbika hann?“ spyr Sigmundur. „Er það til marks um það að þetta verði svona í mörg ár? Svo er hættan líka sú að það sem kynnt er sem bráðabirgðaráðstöfun í upphafi reynist á endanum varanlegt.“ Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns sem stendur að uppbyggingunni á Landssímalóðinni, segir vegargerðina vera samkvæmt athafnaleyfi frá borginni og að kröfu slökkviliðsins og Alþingis. Slökkviliðið þurfi aðgengi að Vallarstræti og Alþingi að skrifstofum við Austurvöll. Þar sé Alþingi með skóla fyrir börn sem meðal annars fatlaðir nemendur sæki. „Það þurfti líka að vera almennileg gönguleið fyrir þingmenn,“ segir Jóhannes sem kveður allt verða sett í fyrra horf að framkvæmdum loknum. „Þetta verður ekkert þarna.“ Sigmundur segist sjá málið sem hluta af „ótrúlegum“ framkvæmdum sem séu í gangi í miðbænum í Reykjavík, kannski ekki síst þeim við Austurvöll, sem honum þyki algjörlega óskiljanlegt að hafi verið leyfðar. „Ef við byrjum á því jákvæða þá held ég að það sé alveg borðleggjandi að hafa opið og einhverja þjónustu í Landssímahúsinu og það er til bóta. En að fara að byggja annað stórhýsi við húsið þar sem ekki er pláss fyrir það og gera það með því að grafa burt hluta af gamla kirkjugarðinum og malbika svo yfir hluta af Austurvelli eru skýr merki um þær öfgar sem eru ríkjandi í skipulagsmálum og framkvæmdum í miðbænum í Reykjavík,“ segir hann. Að sögn Sigmundar tengjast margar þær skipulagsöfgar sem hann nefnir svo hótelbyggingum. „Þær eiga það sameiginlegt að ganga á umhverfið á ýmsan hátt og draga úr því sem gerir miðbæinn í Reykjavík aðlaðandi og sérstakan en setja í staðinn eitthvað sem ætti kannski heima í Borgartúni en er ekki til þess fallið að bæta miðbæinn.“ Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
„Maður vill trúa því að þetta eigi að vera tímabundið en hversu lengi á það tímabundna ástand að vara?“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, um malbikaða leið við Austurvöll meðfram Landssímahúsinu. Framkvæmdir standa nú yfir á Landssímareitnum þar sem meðal annars verður nýtt hótel. Veggur er risinn utan við lóðina og nýr vegur hefur verið malbikaður þar austan við og nær hann inn á Austurvöll. „Hvers vegna er verið leggja þarna veg og malbika hann?“ spyr Sigmundur. „Er það til marks um það að þetta verði svona í mörg ár? Svo er hættan líka sú að það sem kynnt er sem bráðabirgðaráðstöfun í upphafi reynist á endanum varanlegt.“ Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns sem stendur að uppbyggingunni á Landssímalóðinni, segir vegargerðina vera samkvæmt athafnaleyfi frá borginni og að kröfu slökkviliðsins og Alþingis. Slökkviliðið þurfi aðgengi að Vallarstræti og Alþingi að skrifstofum við Austurvöll. Þar sé Alþingi með skóla fyrir börn sem meðal annars fatlaðir nemendur sæki. „Það þurfti líka að vera almennileg gönguleið fyrir þingmenn,“ segir Jóhannes sem kveður allt verða sett í fyrra horf að framkvæmdum loknum. „Þetta verður ekkert þarna.“ Sigmundur segist sjá málið sem hluta af „ótrúlegum“ framkvæmdum sem séu í gangi í miðbænum í Reykjavík, kannski ekki síst þeim við Austurvöll, sem honum þyki algjörlega óskiljanlegt að hafi verið leyfðar. „Ef við byrjum á því jákvæða þá held ég að það sé alveg borðleggjandi að hafa opið og einhverja þjónustu í Landssímahúsinu og það er til bóta. En að fara að byggja annað stórhýsi við húsið þar sem ekki er pláss fyrir það og gera það með því að grafa burt hluta af gamla kirkjugarðinum og malbika svo yfir hluta af Austurvelli eru skýr merki um þær öfgar sem eru ríkjandi í skipulagsmálum og framkvæmdum í miðbænum í Reykjavík,“ segir hann. Að sögn Sigmundar tengjast margar þær skipulagsöfgar sem hann nefnir svo hótelbyggingum. „Þær eiga það sameiginlegt að ganga á umhverfið á ýmsan hátt og draga úr því sem gerir miðbæinn í Reykjavík aðlaðandi og sérstakan en setja í staðinn eitthvað sem ætti kannski heima í Borgartúni en er ekki til þess fallið að bæta miðbæinn.“
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira