Freyr um dómarann: „Ekkert sem kemur mér á óvart hjá UEFA lengur“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir á Laugardalsvelli skrifar 4. september 2018 17:19 Freyr kallar skipanir til leikmannanna á vellinum á laugardaginn vísir/vilhelm Freyr Alexandersson hefur stýrt íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta í síðasta skipti. Draumurinn um HM er úr sögunni eftir jafntefli við Tékka á Laugardalsvelli í dag. Fyrir leikinn var ljóst að Ísland þurfti helst sigur til þess að komast í umspilið, jafntefli þýddi að við þyrftum að treysta á önnur úrslit. Ísland fékk næg tækifæri til þess að skora í dag en 1- 1 jafntefli niðurstaðan. „Ótrúleg vonbrigði,“ sagði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, eftir leikinn. Aðspurður hvað hafi farið úrskeiðs var svarið einfalt. „Við skoruðum ekki úr færunum okkar.“ Ísland átti að fá vítaspyrnu í fyrri hálfleik þegar markvörður Tékka felldi Elínu Mettu Jensen í vítateignum en ekkert var dæmt. Það var ekki eina atvikið þar sem setja mátti spurningamerki við dómara leiksins, hina makedónísku Ivana Projkovska. „Það er ekkert sem kemur mér lengur á óvart hjá UEFA. Leikur þar sem er allt undir og þeir setja dómara frá Makedóníu. Hefur þú séð makedóníska landsliðið spila? Nei, það kemur mér ekki á óvart.“ „Stórir dómar, en við fáum annað víti til þess að klára þetta, svona er þetta.“ Freyr gerði sóknarsinnaða skiptingu, tók Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur út af og setti Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur inn, á 74. mínútu. Hefði sú skipting mátt koma fyrr? „Nei, við fengum alveg nógu mörg færi sama hvaða leikmenn voru inni hverju sinni og hvar þær voru staðsettar á vellinum. Við fengum það mörg færi að við hefðum átt að loka þessum leik. Það er það sem fer með þetta.“ Freyr er tekinn við sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins, var þetta kveðjustund hans með kvennaliðið? „Já, þetta var minn seinasti leikur,“ sagði Freyr Alexandersson. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Sjá meira
Freyr Alexandersson hefur stýrt íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta í síðasta skipti. Draumurinn um HM er úr sögunni eftir jafntefli við Tékka á Laugardalsvelli í dag. Fyrir leikinn var ljóst að Ísland þurfti helst sigur til þess að komast í umspilið, jafntefli þýddi að við þyrftum að treysta á önnur úrslit. Ísland fékk næg tækifæri til þess að skora í dag en 1- 1 jafntefli niðurstaðan. „Ótrúleg vonbrigði,“ sagði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, eftir leikinn. Aðspurður hvað hafi farið úrskeiðs var svarið einfalt. „Við skoruðum ekki úr færunum okkar.“ Ísland átti að fá vítaspyrnu í fyrri hálfleik þegar markvörður Tékka felldi Elínu Mettu Jensen í vítateignum en ekkert var dæmt. Það var ekki eina atvikið þar sem setja mátti spurningamerki við dómara leiksins, hina makedónísku Ivana Projkovska. „Það er ekkert sem kemur mér lengur á óvart hjá UEFA. Leikur þar sem er allt undir og þeir setja dómara frá Makedóníu. Hefur þú séð makedóníska landsliðið spila? Nei, það kemur mér ekki á óvart.“ „Stórir dómar, en við fáum annað víti til þess að klára þetta, svona er þetta.“ Freyr gerði sóknarsinnaða skiptingu, tók Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur út af og setti Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur inn, á 74. mínútu. Hefði sú skipting mátt koma fyrr? „Nei, við fengum alveg nógu mörg færi sama hvaða leikmenn voru inni hverju sinni og hvar þær voru staðsettar á vellinum. Við fengum það mörg færi að við hefðum átt að loka þessum leik. Það er það sem fer með þetta.“ Freyr er tekinn við sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins, var þetta kveðjustund hans með kvennaliðið? „Já, þetta var minn seinasti leikur,“ sagði Freyr Alexandersson.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Sjá meira