Svíþjóðardemókratar gætu gegnt lykilhlutverki eftir kosningar Atli Ísleifsson skrifar 4. september 2018 20:45 Svíþjóðardemókratar gætu ráðið úrslitum þegar kemur að því að samþykkja fjárlög á sænska þinginu eftir kosningarnar þar í landi, burtséð frá því hvort fylking borgaralegu flokkanna eða rauðgrænu flokkarnir verða stærstir. Þetta segir stjórnmálafræðingur við Lundarháskóla. Kosningar fara fram í Svíþjóð á sunnudaginn næsta og eru um 7,3 milljónir manna á kjörskrá. Kosið er til þings, svæðis- og sveitarstjórna og heilbrigðis-, mennta-, loftslags- og innflytjendamál verið einna mest áberandi í kosningabaráttunni. Sænsk stjórnmál hafa lengi einkennst af blokkapólitík þar sem borgaralegu flokkarnir Moderaterna, Miðflokkurinn, Frjálslyndir og Kristilegir demókratar hafa starfað saman, en Jafnaðarmenn hafa á móti starfað með flokki Græningja og Vinstriflokknum. Svo eru það Svíþjóðardemókratar sem hinir flokkarnir hafa neitað að starfa með, fyrst og fremst vegna harðar stefnu flokksins í innflytjendamálum.Kristilegir demókratar á siglingu Aðspurð um sigurvegara kosningabaráttunnar nefnir Malena Rosén Sundström, lektor í stjórnmálafræði við Lundarháskóla, smáflokkana Kristilega demókrata og Græningja. Hafi þeir verið að bæta við sig fylgi síðustu vikurnar eftir að hafa lengi mælst með fylgi í könnunum sem myndi þýða að þeir dyttu af þingi. Hún segir að kosningabaráttan hafi hins vegar að mörgu leyti reynst Jafnaðarmönnum erfið. „Það liggur fyrir að Jafnaðarmannaflokkurinn er vanalega með um og yfir 30 prósent en eru nú en mælast nú með 25 prósent. Maður tekur eftir því hvað það er lágt,“ segir Rosén Sundström. Ljóst þykir að eftir kosningar muni annað hvort Stefan Löfven, formaður Jafnaðarmanna, áfram gegna embætti forsætisráðherra, eða þá Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Moderaterna. Rauðgræna fylkingin hefur í könnunum verið að mælast með örlítið forskot á bandalag borgaralegu flokkanna, og þá hafa Svíþjóðardemókratar verið að mælst með í kringum 20 prósent.Minnihlutastjórn í kortunum Rosén Sundström segir allt vera í járnum og að ljóst sé að minnihlutastjórn verði áfram við völd eftir kosningar. „Eins og staðan er nú í sænskum stjórnmálum þá er það vandkvæðum háð að vera með minnihlutastjórn. Í gegnum tíðina höfum við oft verið með mininhlutastjórn og það hefur gengið mjög vel. Núna erum við hins vegar með þrjár blokkið í sænskum stjórnmálum með Svíþjóðardemókrata sem þriðju blokkina. Það sem getur gerst er að Svíþjóðardemókratar komi til með að gegna lykilhlutverki þegar kemur að því að ná fjárlagafrumvarpi í gegnum þingið, sama hvor hinna blokkanna fær flest atkvæði í kosningunum.“ Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Ekkert til í því að lögreglan í Malmö hætti sér ekki inn á sum svæði Lögreglumaður í Malmö í Svíþjóð segir að öll umræða um að til séu sérstaklega skilgreind svæði, þar sem innflytjendur séu í meirihluta og lögreglan hættir sér ekki inn, sé stórlega ýkt. 3. september 2018 20:30 Hafnar því að Svíþjóðardemókratar sé rasískur flokkur Frambjóðandi Svíþjóðardemókrata segir innflytjendur ekki þurfa að óttast fylgisaukningu flokksins. Þó vilji flokkurinn vísa ólöglegum innflytjendum og þeim sem fremji gróf brot úr landi. 2. september 2018 20:00 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Svíþjóðardemókratar gætu ráðið úrslitum þegar kemur að því að samþykkja fjárlög á sænska þinginu eftir kosningarnar þar í landi, burtséð frá því hvort fylking borgaralegu flokkanna eða rauðgrænu flokkarnir verða stærstir. Þetta segir stjórnmálafræðingur við Lundarháskóla. Kosningar fara fram í Svíþjóð á sunnudaginn næsta og eru um 7,3 milljónir manna á kjörskrá. Kosið er til þings, svæðis- og sveitarstjórna og heilbrigðis-, mennta-, loftslags- og innflytjendamál verið einna mest áberandi í kosningabaráttunni. Sænsk stjórnmál hafa lengi einkennst af blokkapólitík þar sem borgaralegu flokkarnir Moderaterna, Miðflokkurinn, Frjálslyndir og Kristilegir demókratar hafa starfað saman, en Jafnaðarmenn hafa á móti starfað með flokki Græningja og Vinstriflokknum. Svo eru það Svíþjóðardemókratar sem hinir flokkarnir hafa neitað að starfa með, fyrst og fremst vegna harðar stefnu flokksins í innflytjendamálum.Kristilegir demókratar á siglingu Aðspurð um sigurvegara kosningabaráttunnar nefnir Malena Rosén Sundström, lektor í stjórnmálafræði við Lundarháskóla, smáflokkana Kristilega demókrata og Græningja. Hafi þeir verið að bæta við sig fylgi síðustu vikurnar eftir að hafa lengi mælst með fylgi í könnunum sem myndi þýða að þeir dyttu af þingi. Hún segir að kosningabaráttan hafi hins vegar að mörgu leyti reynst Jafnaðarmönnum erfið. „Það liggur fyrir að Jafnaðarmannaflokkurinn er vanalega með um og yfir 30 prósent en eru nú en mælast nú með 25 prósent. Maður tekur eftir því hvað það er lágt,“ segir Rosén Sundström. Ljóst þykir að eftir kosningar muni annað hvort Stefan Löfven, formaður Jafnaðarmanna, áfram gegna embætti forsætisráðherra, eða þá Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Moderaterna. Rauðgræna fylkingin hefur í könnunum verið að mælast með örlítið forskot á bandalag borgaralegu flokkanna, og þá hafa Svíþjóðardemókratar verið að mælst með í kringum 20 prósent.Minnihlutastjórn í kortunum Rosén Sundström segir allt vera í járnum og að ljóst sé að minnihlutastjórn verði áfram við völd eftir kosningar. „Eins og staðan er nú í sænskum stjórnmálum þá er það vandkvæðum háð að vera með minnihlutastjórn. Í gegnum tíðina höfum við oft verið með mininhlutastjórn og það hefur gengið mjög vel. Núna erum við hins vegar með þrjár blokkið í sænskum stjórnmálum með Svíþjóðardemókrata sem þriðju blokkina. Það sem getur gerst er að Svíþjóðardemókratar komi til með að gegna lykilhlutverki þegar kemur að því að ná fjárlagafrumvarpi í gegnum þingið, sama hvor hinna blokkanna fær flest atkvæði í kosningunum.“
Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Ekkert til í því að lögreglan í Malmö hætti sér ekki inn á sum svæði Lögreglumaður í Malmö í Svíþjóð segir að öll umræða um að til séu sérstaklega skilgreind svæði, þar sem innflytjendur séu í meirihluta og lögreglan hættir sér ekki inn, sé stórlega ýkt. 3. september 2018 20:30 Hafnar því að Svíþjóðardemókratar sé rasískur flokkur Frambjóðandi Svíþjóðardemókrata segir innflytjendur ekki þurfa að óttast fylgisaukningu flokksins. Þó vilji flokkurinn vísa ólöglegum innflytjendum og þeim sem fremji gróf brot úr landi. 2. september 2018 20:00 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Ekkert til í því að lögreglan í Malmö hætti sér ekki inn á sum svæði Lögreglumaður í Malmö í Svíþjóð segir að öll umræða um að til séu sérstaklega skilgreind svæði, þar sem innflytjendur séu í meirihluta og lögreglan hættir sér ekki inn, sé stórlega ýkt. 3. september 2018 20:30
Hafnar því að Svíþjóðardemókratar sé rasískur flokkur Frambjóðandi Svíþjóðardemókrata segir innflytjendur ekki þurfa að óttast fylgisaukningu flokksins. Þó vilji flokkurinn vísa ólöglegum innflytjendum og þeim sem fremji gróf brot úr landi. 2. september 2018 20:00
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent