Hreppur skuldar tugi milljóna fyrir mistök Sveinn Arnarsson skrifar 4. september 2018 06:00 Stapi vinnur nú að samkomulagi við Vopnafjarðarhrepp. þetta eru háar fjárhæðir fyrir svo lítið sveitarfélag. Fréttablaðið/Pjetur Vopnafjarðarhreppur gleymdi árið 2004 að uppfæra iðgjaldaprósentu sem vinnuveitandi til Stapa lífeyrissjóðs. Allt til ársins 2016 greiddi hreppurinn því of lágt iðgjald til sjóðsins fyrir þá starfsmenn sína sem eru í lífeyrissjóðnum. Oddviti Samfylkingarinnar segir að um mannleg mistök sé að ræða og að viðræður séu í gangi við sjóðinn um uppgjör á því sem upp á vantar. Málið var tekið fyrir á síðasta fundi hreppsnefndar Vopnafjarðarhrepps þar sem Þóri Steinarssyni sveitarstjóra var falið að vinna að málinu ásamt lögmanni hreppsins. „Skuldin nemur um 66 milljónum króna. Unnið er að því að ganga frá málinu í samráði við sjóðinn,“ segir Þór í samtali við Fréttablaðið. Í upphafi árs voru íbúar sveitarfélagsins um 650 og hefur þeim fækkað nokkuð á síðustu árum og áratugum. Til samanburðar voru á sama tíma um 126 þúsund íbúar í Reykjavík. Skuld Vopnafjarðarhrepps er í samanburði eins og að Reykjavík skuldaði lífeyrissjóði um 12,5 milljarða króna. „Það var auðvitað smá sjokk þegar þetta kom í ljós. Þetta eru fyrst og fremst mannleg mistök sem við þurfum að vinna úr og leysa,“ segir Bjartur Aðalbjörnsson, oddviti Samfylkingarinnar í meirihluta Vopnafjarðarhrepps Fjölmargir íbúar hreppsins eru í lífeyrissjóðnum og því er um stórar upphæðir að ræða fyrir lítið sveitarfélag. Bjartur segir að samtalið við Stapa gangi út á að endurgreiðsla hreppsins til lífeyrissjóðsins verði ekki íþyngjandi fyrir sveitarsjóð. „Hér er um nokkuð langt tímabil að ræða. Á þeim forsendum snúast samskipti okkar við Stapa um að greiða þetta niður með einhverjum hætti sem er hagfelldur fyrir báða aðila,“ segir Bjartur. Birtist í Fréttablaðinu Vopnafjörður Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Sjá meira
Vopnafjarðarhreppur gleymdi árið 2004 að uppfæra iðgjaldaprósentu sem vinnuveitandi til Stapa lífeyrissjóðs. Allt til ársins 2016 greiddi hreppurinn því of lágt iðgjald til sjóðsins fyrir þá starfsmenn sína sem eru í lífeyrissjóðnum. Oddviti Samfylkingarinnar segir að um mannleg mistök sé að ræða og að viðræður séu í gangi við sjóðinn um uppgjör á því sem upp á vantar. Málið var tekið fyrir á síðasta fundi hreppsnefndar Vopnafjarðarhrepps þar sem Þóri Steinarssyni sveitarstjóra var falið að vinna að málinu ásamt lögmanni hreppsins. „Skuldin nemur um 66 milljónum króna. Unnið er að því að ganga frá málinu í samráði við sjóðinn,“ segir Þór í samtali við Fréttablaðið. Í upphafi árs voru íbúar sveitarfélagsins um 650 og hefur þeim fækkað nokkuð á síðustu árum og áratugum. Til samanburðar voru á sama tíma um 126 þúsund íbúar í Reykjavík. Skuld Vopnafjarðarhrepps er í samanburði eins og að Reykjavík skuldaði lífeyrissjóði um 12,5 milljarða króna. „Það var auðvitað smá sjokk þegar þetta kom í ljós. Þetta eru fyrst og fremst mannleg mistök sem við þurfum að vinna úr og leysa,“ segir Bjartur Aðalbjörnsson, oddviti Samfylkingarinnar í meirihluta Vopnafjarðarhrepps Fjölmargir íbúar hreppsins eru í lífeyrissjóðnum og því er um stórar upphæðir að ræða fyrir lítið sveitarfélag. Bjartur segir að samtalið við Stapa gangi út á að endurgreiðsla hreppsins til lífeyrissjóðsins verði ekki íþyngjandi fyrir sveitarsjóð. „Hér er um nokkuð langt tímabil að ræða. Á þeim forsendum snúast samskipti okkar við Stapa um að greiða þetta niður með einhverjum hætti sem er hagfelldur fyrir báða aðila,“ segir Bjartur.
Birtist í Fréttablaðinu Vopnafjörður Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Sjá meira