Upplýst einræði í farangursmálum Þórlindur Kjartansson skrifar 14. september 2018 07:00 Fyrir utan samsetningu á IKEA húsgögnum þá er fátt sem hefur valdið eins mikilli togstreitu í samskiptum mínum við eiginkonu mína í gegnum tíðina og ákvarðanir um hvað þurfi að pakkast með í utanlandsferðir. Það er óbrigðult að kvöldið fyrir ferðalag fer fram nákvæmlega sama fyrirsjáanlega umræðan um það hversu margar töskur þurfi að hafa með í ferðina og hvað eigi að vera í þeim. „Hversu margar dúnúlpur heldurðu í alvörunni að við þurfum á Tenerife?“ „Það getur verið kalt á kvöldin og í flugvélinni.“ „En er þá ekki nóg að taka með jakka?“ „En ef það verður brjálað veður þegar við komum út á völl í fyrramálið?“ „Þá skutla ég ykkur bara upp að stöðinni og legg bílnum.“ „En ef það verður stormur þegar við komum til baka, um miðja nótt. Viltu að börnin krókni úr kulda á stuttermabol í hagléli og sautján vindstigum á meðan við leitum að bílnum sem þú ert búinn að gleyma hvar þú lagðir?“ „Það er nú kominn júlí.“ Ökkli eða eyra Mín kenning er nefnilega sú að það sé hægt að fara í sumarfrí með ekkert annað en kreditkort og vegabréf upp á vasann. Allt annað muni einhvern veginn leysast. Ef ég fengi að ráða þá tæki fimm mínútur að henda ofan í plastpoka nokkrum flíkum og við gætum svo lagt af stað. Það er að minnsta kosti þetta sem ég reyni að halda fram. Ef eiginkona mín fengi að ráða þá þyrftum við líklega að gera það sama og sádiarabíska kóngafólkið sem sendir aukaflugvél með farangurinn þegar það ferðast til útlanda, og tvær til baka með afrakstur verslunarferðanna. Þessi togstreita milli okkar hefur á endanum oftast skilað þeirri niðurstöðu að farangurinn sem við tökum með okkur rúmast nokkurn veginn fullkomlega innan þeirra heimilda sem flugfélög gera almennt ráð fyrir með vísitölufjölskyldu. Tvær tiltölulega stórar ferðatöskur eru tékkaðar inn, ein flugfreyjutaska kemur með í vélina og allir hafa á sér bakpoka eða tösku með afþreyingarefni fyrir flugferðina. Engum verður kalt. Enginn verður blautur. Allir hafa feykinóg af afþreyingu. 50% af farangrinum reynast óþörf. Og þótt þessi niðurstaða hafi ætíð reynst mjög farsæl þá höfum samt sem áður átt erfitt með að venja okkur af því að karpa hressilega um málið áður við sættumst á sömu lausn og áður. Farangurseinvaldur En nýverið hefur orðið sú gleðilega breyting á að eiginkona mín virðist loksins hafa séð að sér. Áralangur ágangur virðist hafa skilað því að hún nennir ekki þessum rökræðum. Loksins fæ ég að vera nokkurn veginn einráður um það hversu mikill farangur var tekinn með. Ein stór taska og bakpoki á línuna. Eina vitið. Skiptir einhver um föt í sumarfríi? Þarf maður ekki einmitt bara stuttbuxur og svo einn eða tvo boli? Sigri hrósandi höfuð fjölskyldunnar, húsbóndinn á heimilinu, fékk því loksins framgengt að hlustað væri á hans óbrigðulu rökvísi og allir heimilismenn framkvæmdu flatan niðurskurð á þeim óþarfa sem við höfðum áður burðast með milli landa og heimsálfa. „Sjáið þið bara kolefnisfótsporið okkar, það bara minnkar og minnkar. Við erum ekki bara sparsöm og skynsöm heldur erum við hreinlega að bjarga umhverfinu og jörðinni. Namaste. Setjum þetta strax á Instasnappið.“ Og svona hefur fjölskyldan ferðast í nokkur skipti; dúnúlpu- og ullarsokkalaus með örfáar spjarir til skiptanna í neyðartilvikum. Kampakátur kippi ég einni léttri tösku af færibandinu á flugvellinum og valhoppa svo sönglandi út, en horfi með samúð til allra hinna heimilisfeðranna og mæðranna sem með útþandar hálsæðar stafla útbólgnum ferðatöskum upp á töskukerrurnar og ýta þeim svo—rymjandi og stynjandi eins og úrvinda jakuxar—út um hliðið þar sem ekkert bíður nema áframhaldandi puð og pína þangað til komið er á hótelið. Skammvinnur sigur Það verður þó að segjast að þessir sigrar mínir í ferðaskipulagi fjölskyldunnar hafa ekki endilega verið eins afgerandi og ég hélt. Það hefur komið í ljós að þótt gjarnan reynist drjúgur hluti farangursins óþarfur, þá er ómögulegt að vita fyrirfram nákvæmlega hvaða hluti af farangrinum það var sem mátti missa sín. Fyrir vikið hefur undanfarið þurft að gera umtalsverð innkaup á ýmiss konar staðalútbúnaði sem við áttum til heima. Þannig að nú eigum við tvö eða þrjú eintök af alls konar dóti sem við þurfum ekki að eiga nema eitt af. Og svo hefur það því miður reynst óbrigðul niðurstaða af illa upplýstu einræði mínu í farangursmálum að við höfum neyðst til þess að kaupa nýja tösku, eða nýjar töskur, á heimleiðinni undir allan varninginn sem við þurftum að kaupa á ferðalaginu. Þannig að hin upplýsta og umhverfisvæna farangursstefna mín hefur leitt til þess að inni á heimilinu eru smám saman að safnast upp birgðir af bæði ferðatöskum og ýmiss konar sumarfrísdrasli í fjölriti, sem gerir ekkert annað en að éta rúmmetra. Það má því segja að fullnaðarsigur minn hafi reynst skammgóður vermir. Þetta gekk allt miklu betur þegar niðurstaðan í farangursmálum var afrakstur smávægilegrar togstreitu. Togstreita til góðs Þeir sem rannsaka ákvarðanatöku myndu kannast ágætlega við farangurssöguna mína. Ákvarðanir sem byggjast á samtali og málamiðlunum reynast oftast betur en þær sem keyrðar eru í gegn af offorsi. Þetta þurfa þeir að hafa í huga sem falið er vald því það gerist nefnilega furðufljótt að valdhafar hætta að nenna að hlusta á kvabb, kvart og kvein; en velja frekar að hafa í kringum sig fólk sem er tilbúið að hlusta, hlýða og trúa. Þetta á ekki síst við í málum sem „allir“ virðast vera sammála um, eða enginn þorir að mótmæla. Það er ágætt að hafa þetta í huga í vikunni þegar Alþingi er sett því jafnvel þótt rifrildi geti virst leiðinleg, þá geta þau þjónað mikilvægum tilgangi því togstreitan sjálf hnikar gjarnan ákvörðunum í rétta átt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Þórlindur Kjartansson Mest lesið Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrir utan samsetningu á IKEA húsgögnum þá er fátt sem hefur valdið eins mikilli togstreitu í samskiptum mínum við eiginkonu mína í gegnum tíðina og ákvarðanir um hvað þurfi að pakkast með í utanlandsferðir. Það er óbrigðult að kvöldið fyrir ferðalag fer fram nákvæmlega sama fyrirsjáanlega umræðan um það hversu margar töskur þurfi að hafa með í ferðina og hvað eigi að vera í þeim. „Hversu margar dúnúlpur heldurðu í alvörunni að við þurfum á Tenerife?“ „Það getur verið kalt á kvöldin og í flugvélinni.“ „En er þá ekki nóg að taka með jakka?“ „En ef það verður brjálað veður þegar við komum út á völl í fyrramálið?“ „Þá skutla ég ykkur bara upp að stöðinni og legg bílnum.“ „En ef það verður stormur þegar við komum til baka, um miðja nótt. Viltu að börnin krókni úr kulda á stuttermabol í hagléli og sautján vindstigum á meðan við leitum að bílnum sem þú ert búinn að gleyma hvar þú lagðir?“ „Það er nú kominn júlí.“ Ökkli eða eyra Mín kenning er nefnilega sú að það sé hægt að fara í sumarfrí með ekkert annað en kreditkort og vegabréf upp á vasann. Allt annað muni einhvern veginn leysast. Ef ég fengi að ráða þá tæki fimm mínútur að henda ofan í plastpoka nokkrum flíkum og við gætum svo lagt af stað. Það er að minnsta kosti þetta sem ég reyni að halda fram. Ef eiginkona mín fengi að ráða þá þyrftum við líklega að gera það sama og sádiarabíska kóngafólkið sem sendir aukaflugvél með farangurinn þegar það ferðast til útlanda, og tvær til baka með afrakstur verslunarferðanna. Þessi togstreita milli okkar hefur á endanum oftast skilað þeirri niðurstöðu að farangurinn sem við tökum með okkur rúmast nokkurn veginn fullkomlega innan þeirra heimilda sem flugfélög gera almennt ráð fyrir með vísitölufjölskyldu. Tvær tiltölulega stórar ferðatöskur eru tékkaðar inn, ein flugfreyjutaska kemur með í vélina og allir hafa á sér bakpoka eða tösku með afþreyingarefni fyrir flugferðina. Engum verður kalt. Enginn verður blautur. Allir hafa feykinóg af afþreyingu. 50% af farangrinum reynast óþörf. Og þótt þessi niðurstaða hafi ætíð reynst mjög farsæl þá höfum samt sem áður átt erfitt með að venja okkur af því að karpa hressilega um málið áður við sættumst á sömu lausn og áður. Farangurseinvaldur En nýverið hefur orðið sú gleðilega breyting á að eiginkona mín virðist loksins hafa séð að sér. Áralangur ágangur virðist hafa skilað því að hún nennir ekki þessum rökræðum. Loksins fæ ég að vera nokkurn veginn einráður um það hversu mikill farangur var tekinn með. Ein stór taska og bakpoki á línuna. Eina vitið. Skiptir einhver um föt í sumarfríi? Þarf maður ekki einmitt bara stuttbuxur og svo einn eða tvo boli? Sigri hrósandi höfuð fjölskyldunnar, húsbóndinn á heimilinu, fékk því loksins framgengt að hlustað væri á hans óbrigðulu rökvísi og allir heimilismenn framkvæmdu flatan niðurskurð á þeim óþarfa sem við höfðum áður burðast með milli landa og heimsálfa. „Sjáið þið bara kolefnisfótsporið okkar, það bara minnkar og minnkar. Við erum ekki bara sparsöm og skynsöm heldur erum við hreinlega að bjarga umhverfinu og jörðinni. Namaste. Setjum þetta strax á Instasnappið.“ Og svona hefur fjölskyldan ferðast í nokkur skipti; dúnúlpu- og ullarsokkalaus með örfáar spjarir til skiptanna í neyðartilvikum. Kampakátur kippi ég einni léttri tösku af færibandinu á flugvellinum og valhoppa svo sönglandi út, en horfi með samúð til allra hinna heimilisfeðranna og mæðranna sem með útþandar hálsæðar stafla útbólgnum ferðatöskum upp á töskukerrurnar og ýta þeim svo—rymjandi og stynjandi eins og úrvinda jakuxar—út um hliðið þar sem ekkert bíður nema áframhaldandi puð og pína þangað til komið er á hótelið. Skammvinnur sigur Það verður þó að segjast að þessir sigrar mínir í ferðaskipulagi fjölskyldunnar hafa ekki endilega verið eins afgerandi og ég hélt. Það hefur komið í ljós að þótt gjarnan reynist drjúgur hluti farangursins óþarfur, þá er ómögulegt að vita fyrirfram nákvæmlega hvaða hluti af farangrinum það var sem mátti missa sín. Fyrir vikið hefur undanfarið þurft að gera umtalsverð innkaup á ýmiss konar staðalútbúnaði sem við áttum til heima. Þannig að nú eigum við tvö eða þrjú eintök af alls konar dóti sem við þurfum ekki að eiga nema eitt af. Og svo hefur það því miður reynst óbrigðul niðurstaða af illa upplýstu einræði mínu í farangursmálum að við höfum neyðst til þess að kaupa nýja tösku, eða nýjar töskur, á heimleiðinni undir allan varninginn sem við þurftum að kaupa á ferðalaginu. Þannig að hin upplýsta og umhverfisvæna farangursstefna mín hefur leitt til þess að inni á heimilinu eru smám saman að safnast upp birgðir af bæði ferðatöskum og ýmiss konar sumarfrísdrasli í fjölriti, sem gerir ekkert annað en að éta rúmmetra. Það má því segja að fullnaðarsigur minn hafi reynst skammgóður vermir. Þetta gekk allt miklu betur þegar niðurstaðan í farangursmálum var afrakstur smávægilegrar togstreitu. Togstreita til góðs Þeir sem rannsaka ákvarðanatöku myndu kannast ágætlega við farangurssöguna mína. Ákvarðanir sem byggjast á samtali og málamiðlunum reynast oftast betur en þær sem keyrðar eru í gegn af offorsi. Þetta þurfa þeir að hafa í huga sem falið er vald því það gerist nefnilega furðufljótt að valdhafar hætta að nenna að hlusta á kvabb, kvart og kvein; en velja frekar að hafa í kringum sig fólk sem er tilbúið að hlusta, hlýða og trúa. Þetta á ekki síst við í málum sem „allir“ virðast vera sammála um, eða enginn þorir að mótmæla. Það er ágætt að hafa þetta í huga í vikunni þegar Alþingi er sett því jafnvel þótt rifrildi geti virst leiðinleg, þá geta þau þjónað mikilvægum tilgangi því togstreitan sjálf hnikar gjarnan ákvörðunum í rétta átt.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun