Óttast að Flórens valdi umhverfisslysi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. september 2018 23:15 Flórens, séð úr geimnum. Mynd/ESA Yfirvöld í Norður-Karólínu Bandaríkjanna óttast að gríðarleg úrkoma og flóð af völdum fellibylsins Flórensar geti valdið umhverfisslysi í ríkinu. Óttast er að flæði yfir staði þar sem mengaður úrgangur frá iðnaðarsvæðum er geymdur geti mengungin borist í drykkjarvatn. The Guardian greinir frá.Búist er við að Flórens skelli af miklum krafti á Norður- og Suður-Karólínu á morgun eða föstudag en bæði alríkisyfirvöld sem og yfirvöld í ríkjunum hafa varað við því að fellibylurinn geti orðið einn sá öflugasti sem skollið hafi á austurströnd Bandaríkjanna.Kjarnorkuver á slóð FlórensarYfir milljón manns hefur verið skipað að yfirgefa heimili sín og miklar umferðartafir hafa myndast á umferðaræðum frá strandbæjum og öðrum svæðum þar sem talið er að fellibylurinn gangi á land.Þá eru minnst sex kjarnorkuver einnig staðsett á þeirri slóð sem búist er við að fellibylurinn fari eftir en búist er við að úrkoma nái allt að 914 millimetrum þegar mest lætur. Þá er einnig búist við að vindhraði geti náð allt að 60 metrum á sekúndu. Í kjarnorkuverunum sex eru sextán kjarnorkuofnar og segja yfirvöld að slökkt verði á þeim tveimur tímum áður en vindhraðinn eykst. Þá eru tveir kjarnorkuofnar í Brunswick í Norður-Karólínu sömu gerðar og voru í kjarnorkuverkinu í Fukushima í Japan sem sprakk árið 2011 eftir jarðskjálfta og mikla flóðbylgju sem honum fylgdi. Eftir slysið í Japan fyrirskipuðu eftirlitsaðilar í Bandaríkjunum kjarnorkuverum að undirbúa ofna sína betur undir jarðskjálfta og flóð og segja talsmenn Duke Energy, sem reka kjarnorkuver í Norður-Karólínu, að sökum þess séu menn vel undirbúnir undir Flórens.Kolaaskan verður til þegar kol er brennt en í kolasöskunni má finna skaðleg efni á borð við kvikasilfur, blý og arsenik.Vísir/GettyÓttast að milljónir lítra af úrgangi frá svínabúum mengi drykkjarvatn Mesta hættun á mengun er samt sem áður talin vera frá úrgangi frá svínarækt og kolaverum. Menguð kolaaska er grafin í holum víða um ríkin og í Norður-Karólínu eru ríflega tvö þúsund svínabú þar sem ræktuð eru um níu milljón svín. Úrgangur frá svínunum flæðir frá svínabúunum í holur í grennd við búin og talið er að milljónir lítra af menguðum úrgangi megi finna í slíkum holum. Umhverfisstofnun Bandaríkjanna segir að fylgst verði grannt með gangi mála en samtök svínabúa í Norður-Karólínu segja að markvisst hafi verið unnið að því að minnka magnið af úrgangi sem geymt er í holunum í aðdraganda fellibylsins svo að meiri líkur séu á mengunin berist ekki í drykkjarvatn. Bandaríkin Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Trump segir yfirvöld „algjörlega, fullkomlega“ undirbúin undir "skrímslið“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að yfirvöld þar í landi séu „algjörlega, fullkomlega“ undirbúin undir fellibylinn Flórens sem búist er við að skelli á austurströnd Bandaríkjanna. Ríkisstjóri Norður-Karólína segir fellibylinn vera "skrímsli“. 11. september 2018 23:15 Neyðarástand og rýmingar vegna Florence sem nálgast ört Neyðarástandi hefur verið lýst yfir og nokkur svæði hafa verið rýmd á austurströnd Bandaríkjanna vegna fellibylsins Florence sem mun ganga á land í lok vikunnar. 10. september 2018 22:43 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Yfirvöld í Norður-Karólínu Bandaríkjanna óttast að gríðarleg úrkoma og flóð af völdum fellibylsins Flórensar geti valdið umhverfisslysi í ríkinu. Óttast er að flæði yfir staði þar sem mengaður úrgangur frá iðnaðarsvæðum er geymdur geti mengungin borist í drykkjarvatn. The Guardian greinir frá.Búist er við að Flórens skelli af miklum krafti á Norður- og Suður-Karólínu á morgun eða föstudag en bæði alríkisyfirvöld sem og yfirvöld í ríkjunum hafa varað við því að fellibylurinn geti orðið einn sá öflugasti sem skollið hafi á austurströnd Bandaríkjanna.Kjarnorkuver á slóð FlórensarYfir milljón manns hefur verið skipað að yfirgefa heimili sín og miklar umferðartafir hafa myndast á umferðaræðum frá strandbæjum og öðrum svæðum þar sem talið er að fellibylurinn gangi á land.Þá eru minnst sex kjarnorkuver einnig staðsett á þeirri slóð sem búist er við að fellibylurinn fari eftir en búist er við að úrkoma nái allt að 914 millimetrum þegar mest lætur. Þá er einnig búist við að vindhraði geti náð allt að 60 metrum á sekúndu. Í kjarnorkuverunum sex eru sextán kjarnorkuofnar og segja yfirvöld að slökkt verði á þeim tveimur tímum áður en vindhraðinn eykst. Þá eru tveir kjarnorkuofnar í Brunswick í Norður-Karólínu sömu gerðar og voru í kjarnorkuverkinu í Fukushima í Japan sem sprakk árið 2011 eftir jarðskjálfta og mikla flóðbylgju sem honum fylgdi. Eftir slysið í Japan fyrirskipuðu eftirlitsaðilar í Bandaríkjunum kjarnorkuverum að undirbúa ofna sína betur undir jarðskjálfta og flóð og segja talsmenn Duke Energy, sem reka kjarnorkuver í Norður-Karólínu, að sökum þess séu menn vel undirbúnir undir Flórens.Kolaaskan verður til þegar kol er brennt en í kolasöskunni má finna skaðleg efni á borð við kvikasilfur, blý og arsenik.Vísir/GettyÓttast að milljónir lítra af úrgangi frá svínabúum mengi drykkjarvatn Mesta hættun á mengun er samt sem áður talin vera frá úrgangi frá svínarækt og kolaverum. Menguð kolaaska er grafin í holum víða um ríkin og í Norður-Karólínu eru ríflega tvö þúsund svínabú þar sem ræktuð eru um níu milljón svín. Úrgangur frá svínunum flæðir frá svínabúunum í holur í grennd við búin og talið er að milljónir lítra af menguðum úrgangi megi finna í slíkum holum. Umhverfisstofnun Bandaríkjanna segir að fylgst verði grannt með gangi mála en samtök svínabúa í Norður-Karólínu segja að markvisst hafi verið unnið að því að minnka magnið af úrgangi sem geymt er í holunum í aðdraganda fellibylsins svo að meiri líkur séu á mengunin berist ekki í drykkjarvatn.
Bandaríkin Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Trump segir yfirvöld „algjörlega, fullkomlega“ undirbúin undir "skrímslið“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að yfirvöld þar í landi séu „algjörlega, fullkomlega“ undirbúin undir fellibylinn Flórens sem búist er við að skelli á austurströnd Bandaríkjanna. Ríkisstjóri Norður-Karólína segir fellibylinn vera "skrímsli“. 11. september 2018 23:15 Neyðarástand og rýmingar vegna Florence sem nálgast ört Neyðarástandi hefur verið lýst yfir og nokkur svæði hafa verið rýmd á austurströnd Bandaríkjanna vegna fellibylsins Florence sem mun ganga á land í lok vikunnar. 10. september 2018 22:43 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Trump segir yfirvöld „algjörlega, fullkomlega“ undirbúin undir "skrímslið“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að yfirvöld þar í landi séu „algjörlega, fullkomlega“ undirbúin undir fellibylinn Flórens sem búist er við að skelli á austurströnd Bandaríkjanna. Ríkisstjóri Norður-Karólína segir fellibylinn vera "skrímsli“. 11. september 2018 23:15
Neyðarástand og rýmingar vegna Florence sem nálgast ört Neyðarástandi hefur verið lýst yfir og nokkur svæði hafa verið rýmd á austurströnd Bandaríkjanna vegna fellibylsins Florence sem mun ganga á land í lok vikunnar. 10. september 2018 22:43