Undirskriftir til stuðnings mun hærri lífeyri aldraðra Björgvin Guðmundsson skrifar 13. september 2018 07:00 Eftir að síðasta grein mín um kjör aldraðra birtist í Fréttablaðinu hringdu margir til mín. Meðal þeirra sem hringdu var eldri borgari, Erla Magna Alexandersdóttir. Hún þakkaði mér fyrir greinina og allar fyrri baráttugreinar fyrir eldri borgara. En hún sagði að það væri kominn tími til aðgerða. Það þyrfti að efna til undirskriftasöfnunar og jafnvel að fara í mál við ríkið til þess að ná fram réttlæti og sanngjörnum lífeyri. Það væri ekki unnt að lifa af lífeyri almannatrygginga í dag. Það kom fram að stundum liði hún skort vegna þess hve lífeyrir TR væri naumt skammtaður. Allir hljóta að sjá að við svo búið verður ekki unað lengur. Undirskriftasöfnun afráðin Ég féllst á að aðstoða hana við að koma á fót undirskriftasöfnun. Hún hófst 27. ágúst og er rafræn á netinu á vegum þjóðskrár til þess að tryggja öryggi hennar. Í undirskriftasöfnuninni er lögð áhersla á að elli- og örorkulífeyrir sé alltof lágur, dugi ekki til framfærslu og þurfi að hækka. Ég tel lágmark að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja í 318 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Í dag er ástandið þannig, að eldri borgarar, sem eru á lægstum lífeyri þurfa iðulega að neita sér um að fara til læknis og geta ekki leyst út lyf sín. Það er hreint mannréttindabrot. Ég tel það líka brot á 76. grein stjórnarskrárinnar, þar eð þar segir að ríkið eigi að veita öldruðum og öryrkjum aðstoð, ef þurfi. Ljóst er að það þarf aðstoð, þegar eldri borgarar líða iðulega skort og geta ekki farið til læknis eða leyst út lyfin sín. Slíkt getur ekki gengið í ríki, sem vill kalla sig velferðarþjóðfélag. Þurfa eðlilega aðild að samfélaginu Vera kann að stjórnvöldum þyki það mikil hækkun, að lífeyrir fari í 318 þúsund kr. eftir skatt. Þessi lífeyrir er 243 þúsund í dag hjá einstaklingum. En ef lægst launuðu eldri borgarar og öryrkjar eiga að geta átt eðlilegan aðgang að samfélaginu, er þetta síst of hátt. Þetta þarf að duga fyrir brýnustu útgjöldum en auk þess fyrir tölvu, fyrir bíl og rekstrarkostnaði hans, fyrir gjöfum handa börnum og barnabörnum og fyrir afþreyingu. Þessir liðir, sem ég tel upp eru sjálfsagðir í nútímasamfélagi og aldraðir og öryrkjar eiga rétt á að taka fullan þátt í samfélaginu. Í dag fer allur lífeyrir í brýnustu útgjöldin, mat, fatnað, húsnæðiskostnað, rafmagn og hita og dugar ekki til. Sýna þarf samstöðu Nú ríður á að eldri borgarar og öryrkjar sýni samstöðu og taki þátt í undirskriftasöfnuninni. Með því geta þeir knúið fram eðlilega leiðréttingu á lífeyri aldraðra og öryrkja. Það er löngu tímabært að sú leiðrétting nái fram að ganga. Aldraðir þurfa að eiga áhyggjulaust ævikvöld og öryrkjar eiga einnig rétt á það góðum kjörum að þeir þurfi ekki stöðugt að kvíða morgundeginum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Sjá meira
Eftir að síðasta grein mín um kjör aldraðra birtist í Fréttablaðinu hringdu margir til mín. Meðal þeirra sem hringdu var eldri borgari, Erla Magna Alexandersdóttir. Hún þakkaði mér fyrir greinina og allar fyrri baráttugreinar fyrir eldri borgara. En hún sagði að það væri kominn tími til aðgerða. Það þyrfti að efna til undirskriftasöfnunar og jafnvel að fara í mál við ríkið til þess að ná fram réttlæti og sanngjörnum lífeyri. Það væri ekki unnt að lifa af lífeyri almannatrygginga í dag. Það kom fram að stundum liði hún skort vegna þess hve lífeyrir TR væri naumt skammtaður. Allir hljóta að sjá að við svo búið verður ekki unað lengur. Undirskriftasöfnun afráðin Ég féllst á að aðstoða hana við að koma á fót undirskriftasöfnun. Hún hófst 27. ágúst og er rafræn á netinu á vegum þjóðskrár til þess að tryggja öryggi hennar. Í undirskriftasöfnuninni er lögð áhersla á að elli- og örorkulífeyrir sé alltof lágur, dugi ekki til framfærslu og þurfi að hækka. Ég tel lágmark að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja í 318 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Í dag er ástandið þannig, að eldri borgarar, sem eru á lægstum lífeyri þurfa iðulega að neita sér um að fara til læknis og geta ekki leyst út lyf sín. Það er hreint mannréttindabrot. Ég tel það líka brot á 76. grein stjórnarskrárinnar, þar eð þar segir að ríkið eigi að veita öldruðum og öryrkjum aðstoð, ef þurfi. Ljóst er að það þarf aðstoð, þegar eldri borgarar líða iðulega skort og geta ekki farið til læknis eða leyst út lyfin sín. Slíkt getur ekki gengið í ríki, sem vill kalla sig velferðarþjóðfélag. Þurfa eðlilega aðild að samfélaginu Vera kann að stjórnvöldum þyki það mikil hækkun, að lífeyrir fari í 318 þúsund kr. eftir skatt. Þessi lífeyrir er 243 þúsund í dag hjá einstaklingum. En ef lægst launuðu eldri borgarar og öryrkjar eiga að geta átt eðlilegan aðgang að samfélaginu, er þetta síst of hátt. Þetta þarf að duga fyrir brýnustu útgjöldum en auk þess fyrir tölvu, fyrir bíl og rekstrarkostnaði hans, fyrir gjöfum handa börnum og barnabörnum og fyrir afþreyingu. Þessir liðir, sem ég tel upp eru sjálfsagðir í nútímasamfélagi og aldraðir og öryrkjar eiga rétt á að taka fullan þátt í samfélaginu. Í dag fer allur lífeyrir í brýnustu útgjöldin, mat, fatnað, húsnæðiskostnað, rafmagn og hita og dugar ekki til. Sýna þarf samstöðu Nú ríður á að eldri borgarar og öryrkjar sýni samstöðu og taki þátt í undirskriftasöfnuninni. Með því geta þeir knúið fram eðlilega leiðréttingu á lífeyri aldraðra og öryrkja. Það er löngu tímabært að sú leiðrétting nái fram að ganga. Aldraðir þurfa að eiga áhyggjulaust ævikvöld og öryrkjar eiga einnig rétt á það góðum kjörum að þeir þurfi ekki stöðugt að kvíða morgundeginum.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun