Gefa lítið fyrir harða gagnrýni á umdeilda skopmynd af Serenu Williams Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. september 2018 21:06 Serena var mjög ósátt við dómara leiksins vísir/getty Ritstjórn ástralska dagblaðsins Herald Sun gefur lítið fyrir harða gagnrýni sem blaðið hefur fengið eftir að það birti umdeilda skopmynd af íþróttakonunni Serenu Williams. BBC greinir frá. Blaðið birti skopmyndina í gær en þar var gert grín að atviki sem átti sér stað á US Open tennismótinu í Bandaríkjunum um helgina. Þar varð Williams verulega ósátt við dómara úrslitaviðureign hennar og Naomi Osaka og lét hún dómarann heyra það. Orðaskipti hennar og dómarans hafa vakið mikla athygli en Williams hefur meðal annars sagt að ef hún væri karlmaður hefði dómarinn aldrei komið eins fram við hana og hann gerði í úrslitaviðureigninni.Well done on reducing one of the greatest sportswomen alive to racist and sexist tropes and turning a second great sportswoman into a faceless prop. https://t.co/YOxVMuTXEC — J.K. Rowling (@jk_rowling) September 10, 2018Í skopmyndinni má sjá Williams öskureiða, stappandi á tennisspaða hennar á meðan dómarinn spyr andstæðing hennar hvort hún sé ekki til í að leyfa Williams að vinna. Skopmyndin var meðal annars gagnrýnd af rithöfundinn J.K. Rowling sem sagði hana byggja á kynþáttafordómum og karlrembu.Skopmyndin umdeilda.Vísir/AFPÍ tísti varði Damon Johnston, ritstjóri blaðsins, ákvörðunina um að birta skopmyndina og sagði að eina markmið skopmyndarinnar væri að gagnrýna „slæma hegðun“ Williams á US Open.Þá birti Johnston mynd af forsíðu blaðsins sem kemur út á morgun. Þar má sjá aðra skopmynd eftir skopmyndahöfundinn Mark Knight undir fyrirsögninni „Velkomin í heim pólitískrar rétthugsunar.“ Í millifyrirsögn segir jafnframt: „Ef hinu sjálfsskipuðu gagnrýnendur Mark Knight fá sínu framgengt vegna skopmyndarinnar af Serenu Williams mun okkar nýja pólítískt rétthugsaða líf vera afar leiðinlegt.“Forsíðuna má sjá hér að neðan.Tomorrow's @theheraldsun front page tonight #auspol#springstpic.twitter.com/2nuLbKppku — damon johnston (@damonheraldsun) September 11, 2018 Tennis Tengdar fréttir Serena Williams kallaði dómarann þjóf og tapaði úrslitaeinvíginu Bandaríska tennisdrottningin Serena Williams tapaði nokkuð óvænt fyrir Japananum Naomi Osaka í úrslitum opna bandaríska meistaramótsins í tennis en mótið er eitt af risamótunum í tennis. 9. september 2018 10:00 Tennissamband kvenna styður ásakanir Serenu um kynjamismunun Tennissamband kvenna stendur við bakið á Serenu Williams í gagnrýni hennar á dómaranum Carlos Ramos og styður ásakanir hennar um kynjabundna mismunun. 10. september 2018 08:00 Serena sektuð um þúsundir dollara eftir að hafa kallað dómarann þjóf Serena Williams hefur verið sektuð um 17 þúsund bandaríkjadali fyrir hegðun sína í úrslitaleik Opna bandaríska risamótsins í tennis. 9. september 2018 17:30 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Ritstjórn ástralska dagblaðsins Herald Sun gefur lítið fyrir harða gagnrýni sem blaðið hefur fengið eftir að það birti umdeilda skopmynd af íþróttakonunni Serenu Williams. BBC greinir frá. Blaðið birti skopmyndina í gær en þar var gert grín að atviki sem átti sér stað á US Open tennismótinu í Bandaríkjunum um helgina. Þar varð Williams verulega ósátt við dómara úrslitaviðureign hennar og Naomi Osaka og lét hún dómarann heyra það. Orðaskipti hennar og dómarans hafa vakið mikla athygli en Williams hefur meðal annars sagt að ef hún væri karlmaður hefði dómarinn aldrei komið eins fram við hana og hann gerði í úrslitaviðureigninni.Well done on reducing one of the greatest sportswomen alive to racist and sexist tropes and turning a second great sportswoman into a faceless prop. https://t.co/YOxVMuTXEC — J.K. Rowling (@jk_rowling) September 10, 2018Í skopmyndinni má sjá Williams öskureiða, stappandi á tennisspaða hennar á meðan dómarinn spyr andstæðing hennar hvort hún sé ekki til í að leyfa Williams að vinna. Skopmyndin var meðal annars gagnrýnd af rithöfundinn J.K. Rowling sem sagði hana byggja á kynþáttafordómum og karlrembu.Skopmyndin umdeilda.Vísir/AFPÍ tísti varði Damon Johnston, ritstjóri blaðsins, ákvörðunina um að birta skopmyndina og sagði að eina markmið skopmyndarinnar væri að gagnrýna „slæma hegðun“ Williams á US Open.Þá birti Johnston mynd af forsíðu blaðsins sem kemur út á morgun. Þar má sjá aðra skopmynd eftir skopmyndahöfundinn Mark Knight undir fyrirsögninni „Velkomin í heim pólitískrar rétthugsunar.“ Í millifyrirsögn segir jafnframt: „Ef hinu sjálfsskipuðu gagnrýnendur Mark Knight fá sínu framgengt vegna skopmyndarinnar af Serenu Williams mun okkar nýja pólítískt rétthugsaða líf vera afar leiðinlegt.“Forsíðuna má sjá hér að neðan.Tomorrow's @theheraldsun front page tonight #auspol#springstpic.twitter.com/2nuLbKppku — damon johnston (@damonheraldsun) September 11, 2018
Tennis Tengdar fréttir Serena Williams kallaði dómarann þjóf og tapaði úrslitaeinvíginu Bandaríska tennisdrottningin Serena Williams tapaði nokkuð óvænt fyrir Japananum Naomi Osaka í úrslitum opna bandaríska meistaramótsins í tennis en mótið er eitt af risamótunum í tennis. 9. september 2018 10:00 Tennissamband kvenna styður ásakanir Serenu um kynjamismunun Tennissamband kvenna stendur við bakið á Serenu Williams í gagnrýni hennar á dómaranum Carlos Ramos og styður ásakanir hennar um kynjabundna mismunun. 10. september 2018 08:00 Serena sektuð um þúsundir dollara eftir að hafa kallað dómarann þjóf Serena Williams hefur verið sektuð um 17 þúsund bandaríkjadali fyrir hegðun sína í úrslitaleik Opna bandaríska risamótsins í tennis. 9. september 2018 17:30 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Serena Williams kallaði dómarann þjóf og tapaði úrslitaeinvíginu Bandaríska tennisdrottningin Serena Williams tapaði nokkuð óvænt fyrir Japananum Naomi Osaka í úrslitum opna bandaríska meistaramótsins í tennis en mótið er eitt af risamótunum í tennis. 9. september 2018 10:00
Tennissamband kvenna styður ásakanir Serenu um kynjamismunun Tennissamband kvenna stendur við bakið á Serenu Williams í gagnrýni hennar á dómaranum Carlos Ramos og styður ásakanir hennar um kynjabundna mismunun. 10. september 2018 08:00
Serena sektuð um þúsundir dollara eftir að hafa kallað dómarann þjóf Serena Williams hefur verið sektuð um 17 þúsund bandaríkjadali fyrir hegðun sína í úrslitaleik Opna bandaríska risamótsins í tennis. 9. september 2018 17:30