Breiðholtsbraut verður lokað tímabundið laugardaginn 15. september vegna framkvæmda við nýja göngubrú milli Seljahverfis og Fellahverfis.
Í tilkynningu frá Eflu verkfræðistofu segir að lokunin hefjist klukkan sex að morgni og er áætlað að opna vegkaflann aftur klukkan 12 sama dag.
„Á meðan framkvæmdir standa yfir verður Breiðholtsbraut lokuð milli gatnamóta Seljaskóga og Jaðarsels ásamt því að aðgangur frá Norðurfelli verður lokaður. Vegfarendum er bent á hjáleið um Seljabraut og að fylgjast með vegmerkingum,“ segir í tilkynningunni.
Breiðholtsbraut lokuð á laugardaginn
Atli Ísleifsson skrifar
