Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningar um tvö innbrot í gærkvöldi. Í annað skiptið var brotist inn í bílskúr og var reiðhjóli og öðrum munum stolið. Í hitt skiptið var brotist inn í bíl nærri Smáralind. þar var skólatösku sem innihélt fartölvu stolið. Þá voru nokkri ökumenn stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna.
Í eitt slíkt skipti hafði ökumaður bíls ekið yfir á rauðu ljósi en í ljós kom að sá hafði þegar verið sviptur ökuréttindum. Nokkrir ökumenn sem stöðvaðir voru í gærkvöldi í nótt reyndust hafa verið sviptir áður og þar af einn sem stöðvaður var á Reykjanesbraut. Hann er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og að „aka ítrekað sviptur ökuréttindum,“ eins og það er orðað í dagbók lögreglu. Þar að auki reyndist bíllinn sem hann var á vera ótryggður.
