Framhaldið er óljóst í Svíþjóð Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 11. september 2018 05:30 Forsíður sænsku blaðanna segja allt sem segja þarf um óljóst framhald eftir kosningarnar. Vísir/EPA Enginn skýr meirihluti er á sænska þinginu eftir kosningar sunnudagsins. Vinstriblokkin, undir forystu Stefans Löfven forsætisráðherra og Jafnaðarmannaflokks hans, fékk 144 þingsæti. Þar af fékk Jafnaðarmannaflokkurinn 101 en hafði 113. Bandalagið, undir forystu hægriflokksins Moderaterna og formanns hans, Ulf Kristersson, fékk 143 sæti. Þar af fengu Moderaterna 70 en höfðu 84. Hvorug þessara tveggja stóru blokka sænskra stjórnmála getur því myndað meirihluta á 349 sæta þingi. Ástæðan fyrir þessari pattstöðu er stórsókn þjóðernishyggjuflokks Svíþjóðardemókrata sem bætti við sig þrettán þingsætum og fékk 62 sæti og 17,6 prósent atkvæða. Sigur Svíþjóðardemókrata var þó minni en stefndi í um mánaðamót þegar þeir mældust mest með 24,8 prósenta fylgi. Hvorug blokkanna vill vinna með Svíþjóðardemókrötum, sem eiga rætur sínar í sænskum hreyfingum fasista, nýnasista og hvítra þjóðernissinna. Allir flokkar vilja koma að myndun ríkisstjórnar. Áhrifamenn innan Jafnaðarmannaflokksins sögðu í gær að stærsti flokkurinn, Jafnaðarmannaflokkurinn, ætti að fá forsætisráðuneytið. Bandalagsmenn hafa farið fram á að Löfven segi af sér enda tapaði flokkurinn fylgi. Gunnar Strömmer ritari Moderaterna var einn þeirra sem fóru fram á slíkt í viðtali við sænska ríkissjónvarpið, SVT, í gær. Jafnaðarmannaflokkurinn hefur verið með forsætisráðuneytið frá kosningum 2014 í minnihlutastjórn með Græningjum. Flokkarnir hafa notið stuðnings Vinstriflokksins. Leiðtogar flokka Bandalagsins funduðu í gær. Jan Björklund, leiðtogi Frjálslynda flokksins, sagði á Twitter að markmiðið væri að skipta um ríkisstjórn. Upplýsingafulltrúar vinstriblokkarinnar vildu ekki upplýsa SVT um hvort leiðtogar þeirra flokka væru að funda en sögðu „eitthvað í gangi“. Svíþjóðardemókratar buðu Moderaterna og Kristilegum demókrötum, íhaldssamari flokkum Bandalagsins, til viðræðna í gær. Fyrrnefndur Strömmer sagði hins vegar að flokkurinn ætlaði sér ekki að vera í sambandi við Svíþjóðardemókrata. Undir það tóku Kristilegir demókratar. Framhaldið er óljóst. Ef blokkirnar tvær standa við gefin loforð um að vinna ekki með Svíþjóðardemókrötum mun annaðhvort þurfa minnihlutastjórn eða brúa bilið á milli hægri og vinstri. Löfven virtist gefa hið síðarnefnda í skyn á kosninganótt. Hann sagði niðurstöðurnar marka endalok blokkapólitíkur. Birtist í Fréttablaðinu Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Enginn skýr meirihluti er á sænska þinginu eftir kosningar sunnudagsins. Vinstriblokkin, undir forystu Stefans Löfven forsætisráðherra og Jafnaðarmannaflokks hans, fékk 144 þingsæti. Þar af fékk Jafnaðarmannaflokkurinn 101 en hafði 113. Bandalagið, undir forystu hægriflokksins Moderaterna og formanns hans, Ulf Kristersson, fékk 143 sæti. Þar af fengu Moderaterna 70 en höfðu 84. Hvorug þessara tveggja stóru blokka sænskra stjórnmála getur því myndað meirihluta á 349 sæta þingi. Ástæðan fyrir þessari pattstöðu er stórsókn þjóðernishyggjuflokks Svíþjóðardemókrata sem bætti við sig þrettán þingsætum og fékk 62 sæti og 17,6 prósent atkvæða. Sigur Svíþjóðardemókrata var þó minni en stefndi í um mánaðamót þegar þeir mældust mest með 24,8 prósenta fylgi. Hvorug blokkanna vill vinna með Svíþjóðardemókrötum, sem eiga rætur sínar í sænskum hreyfingum fasista, nýnasista og hvítra þjóðernissinna. Allir flokkar vilja koma að myndun ríkisstjórnar. Áhrifamenn innan Jafnaðarmannaflokksins sögðu í gær að stærsti flokkurinn, Jafnaðarmannaflokkurinn, ætti að fá forsætisráðuneytið. Bandalagsmenn hafa farið fram á að Löfven segi af sér enda tapaði flokkurinn fylgi. Gunnar Strömmer ritari Moderaterna var einn þeirra sem fóru fram á slíkt í viðtali við sænska ríkissjónvarpið, SVT, í gær. Jafnaðarmannaflokkurinn hefur verið með forsætisráðuneytið frá kosningum 2014 í minnihlutastjórn með Græningjum. Flokkarnir hafa notið stuðnings Vinstriflokksins. Leiðtogar flokka Bandalagsins funduðu í gær. Jan Björklund, leiðtogi Frjálslynda flokksins, sagði á Twitter að markmiðið væri að skipta um ríkisstjórn. Upplýsingafulltrúar vinstriblokkarinnar vildu ekki upplýsa SVT um hvort leiðtogar þeirra flokka væru að funda en sögðu „eitthvað í gangi“. Svíþjóðardemókratar buðu Moderaterna og Kristilegum demókrötum, íhaldssamari flokkum Bandalagsins, til viðræðna í gær. Fyrrnefndur Strömmer sagði hins vegar að flokkurinn ætlaði sér ekki að vera í sambandi við Svíþjóðardemókrata. Undir það tóku Kristilegir demókratar. Framhaldið er óljóst. Ef blokkirnar tvær standa við gefin loforð um að vinna ekki með Svíþjóðardemókrötum mun annaðhvort þurfa minnihlutastjórn eða brúa bilið á milli hægri og vinstri. Löfven virtist gefa hið síðarnefnda í skyn á kosninganótt. Hann sagði niðurstöðurnar marka endalok blokkapólitíkur.
Birtist í Fréttablaðinu Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira