Sex árum eftir ákæru svarar Jón Ásgeir fyrir sig enn einu sinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. september 2018 08:00 Jón Ásgeir Jóhannesson mætir í dómsal í morgun. Vísir/Vilhelm Aðalmeðferð fer fram í Aurum Holding málinu í Landsrétti í dag. Segja má að um dómsmálið endalausa sé að ræða en það er nú til meðferðar fyrir Landsrétti eftir að hafa flakkað á milli dómstiga undanfarin ár. Ákæra í málinu var gefin út í desember 2012 en óhætt er að segja að það hafi farið óvenjulega leið í kerfinu. Málið fór í rannsókn fljótlega eftir hrun með tilheyrandi húsleit og vakti það mikla athygli í fjölmiðlum. Fjórir voru upphaflega ákærðir í málinu. Þeir Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis, Magnús Arnar Arngrímsson sem var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans, Jón Ásgeir Jóhannesson einn stærsti eigandi Glitnis og Bjarni Jóhannesson sem var viðskiptastjóri hjá Glitni. Lárus Welding og Óttar Pálsson, verjandi hans.Fréttablaðið/gvaSex milljarða lánveiting Lárus og Magnús voru ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna lánveitingar Glitnis til félagsins FS38 ehf. sem var í eigu Pálma Haraldssonar. Jón Ásgeir og Bjarni voru ákærðir fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum Lárusar og Magnúsar. Þeir Lárus og Magnús voru sakfelldir í héraði í nóvember 2016 en Jón Ásgeir Jóhannesson og Bjarni Jóhannesson voru sýknaðir. Lárus, sem dæmdur var í eins árs fangelsi, og Magnús, sem hlaut tveggja ára dóm, áfrýjuðu dómnum til Landsréttar. Það gerði héraðssaksóknari sömuleiðis í tilfelli Jóns Ásgeirs en ekki Bjarna. Mál þessara þriggja verða því tekin fyrir í Landsrétti í dag. Jón Ásgeir mun einn ákærðu gefa skýrslu í Landsrétti í dag. Héraðssaksóknari fór fram á að Jón Ásgeir gæfi skýrslu auk Pálma Haraldssonar sem fékk sex milljarða króna lánið. Verjendur Lárusar og Magnúsar töldu ekki ástæðu til að skjólstæðingar þeirra gæfu skýrslu. Í tilfelli Lárusar var fallið frá þeirri kröfu í gær. Reiknað er með því að skýrslutökum ljúki fyrir hádegi í dag og saksóknari flytji málið eftir hádegi. Á morgun verði svo ræður verjenda.Sverrir Ólafsson var metinn vanhæfur til að dæma í Aurum-málinu.Ólafssynir í dómsal Fyrsta aðalmeðferð í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur vorið 2014. Fjórmenningarnir voru sýknaðir í héraði en Hæstiréttur ómerkti þann dóm í apríl 2015 þar sem hann taldi að sérfróður meðdómandi í málinu í héraði, Sverrir Ólafsson, hefði verið vanhæfur til að dæma í því. Sverrir er bróðir Ólafs Ólafssonar sem var meðal annars dæmdur í fangelsi fyrir aðild sína að Al Thani-málinu. Þegar málið hafði verið sent aftur heim í hérað tóku við deilur um hæfi dómsformannsins í málinu, Guðjóns St. Marteinssonar. Ólafur Þór Hauksson saksóknari í málinu taldi dómarann hliðhollan sakborningum, meðal annars vegna þess sem fram kom í blaðagrein sem Guðjón ætlaði að birta í Fréttablaðinu en var aldrei birt.Sérstakur saksóknari í dómsal.Vísir/GVATaldi sig hæfan en Hæstiréttur ósammála Ólafur Þór fór fram á að Guðjón myndi víkja sæti í dómnum vegna vanhæfis en dómarar meta sjálfir hæfi sitt. Guðjón taldi sig hæfan til að dæma áfram í málinu en Ólafur kærði þá niðurstöðu til Hæstaréttar sem dæmdi Guðjón vanhæfan til að sitja áfram í dómnum. Því þurfti að skipa nýjan dómsformann í málinu en auk dómarana var einnig deilt um það hvort að saksóknari fengi að leiða ákveðin vitni fyrir dóm. Tæplega fimmtíu vitni gáfu skýrslu fyrir dómi í héraði í október 2016. Eins og fyrr segir voru Lárus og Magnús sakfelldir en Jón Ásgeir sýknaður. Málið hefur nú verið tekið fyrir á öllum íslenskum dómstigum, þ.e. í héraði, Landsrétti og Hæstarétti.Uppfært klukkan 08:20Fyrirsögn var breytt og fréttinni sömuleiðis eftir að fréttastofa fékk upplýsingar um að Jón Ásgeir, einn ákærðu, myndi gefa skýrslu í dómsal. Aurum Holding málið Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Sjá meira
Aðalmeðferð fer fram í Aurum Holding málinu í Landsrétti í dag. Segja má að um dómsmálið endalausa sé að ræða en það er nú til meðferðar fyrir Landsrétti eftir að hafa flakkað á milli dómstiga undanfarin ár. Ákæra í málinu var gefin út í desember 2012 en óhætt er að segja að það hafi farið óvenjulega leið í kerfinu. Málið fór í rannsókn fljótlega eftir hrun með tilheyrandi húsleit og vakti það mikla athygli í fjölmiðlum. Fjórir voru upphaflega ákærðir í málinu. Þeir Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis, Magnús Arnar Arngrímsson sem var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans, Jón Ásgeir Jóhannesson einn stærsti eigandi Glitnis og Bjarni Jóhannesson sem var viðskiptastjóri hjá Glitni. Lárus Welding og Óttar Pálsson, verjandi hans.Fréttablaðið/gvaSex milljarða lánveiting Lárus og Magnús voru ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna lánveitingar Glitnis til félagsins FS38 ehf. sem var í eigu Pálma Haraldssonar. Jón Ásgeir og Bjarni voru ákærðir fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum Lárusar og Magnúsar. Þeir Lárus og Magnús voru sakfelldir í héraði í nóvember 2016 en Jón Ásgeir Jóhannesson og Bjarni Jóhannesson voru sýknaðir. Lárus, sem dæmdur var í eins árs fangelsi, og Magnús, sem hlaut tveggja ára dóm, áfrýjuðu dómnum til Landsréttar. Það gerði héraðssaksóknari sömuleiðis í tilfelli Jóns Ásgeirs en ekki Bjarna. Mál þessara þriggja verða því tekin fyrir í Landsrétti í dag. Jón Ásgeir mun einn ákærðu gefa skýrslu í Landsrétti í dag. Héraðssaksóknari fór fram á að Jón Ásgeir gæfi skýrslu auk Pálma Haraldssonar sem fékk sex milljarða króna lánið. Verjendur Lárusar og Magnúsar töldu ekki ástæðu til að skjólstæðingar þeirra gæfu skýrslu. Í tilfelli Lárusar var fallið frá þeirri kröfu í gær. Reiknað er með því að skýrslutökum ljúki fyrir hádegi í dag og saksóknari flytji málið eftir hádegi. Á morgun verði svo ræður verjenda.Sverrir Ólafsson var metinn vanhæfur til að dæma í Aurum-málinu.Ólafssynir í dómsal Fyrsta aðalmeðferð í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur vorið 2014. Fjórmenningarnir voru sýknaðir í héraði en Hæstiréttur ómerkti þann dóm í apríl 2015 þar sem hann taldi að sérfróður meðdómandi í málinu í héraði, Sverrir Ólafsson, hefði verið vanhæfur til að dæma í því. Sverrir er bróðir Ólafs Ólafssonar sem var meðal annars dæmdur í fangelsi fyrir aðild sína að Al Thani-málinu. Þegar málið hafði verið sent aftur heim í hérað tóku við deilur um hæfi dómsformannsins í málinu, Guðjóns St. Marteinssonar. Ólafur Þór Hauksson saksóknari í málinu taldi dómarann hliðhollan sakborningum, meðal annars vegna þess sem fram kom í blaðagrein sem Guðjón ætlaði að birta í Fréttablaðinu en var aldrei birt.Sérstakur saksóknari í dómsal.Vísir/GVATaldi sig hæfan en Hæstiréttur ósammála Ólafur Þór fór fram á að Guðjón myndi víkja sæti í dómnum vegna vanhæfis en dómarar meta sjálfir hæfi sitt. Guðjón taldi sig hæfan til að dæma áfram í málinu en Ólafur kærði þá niðurstöðu til Hæstaréttar sem dæmdi Guðjón vanhæfan til að sitja áfram í dómnum. Því þurfti að skipa nýjan dómsformann í málinu en auk dómarana var einnig deilt um það hvort að saksóknari fengi að leiða ákveðin vitni fyrir dóm. Tæplega fimmtíu vitni gáfu skýrslu fyrir dómi í héraði í október 2016. Eins og fyrr segir voru Lárus og Magnús sakfelldir en Jón Ásgeir sýknaður. Málið hefur nú verið tekið fyrir á öllum íslenskum dómstigum, þ.e. í héraði, Landsrétti og Hæstarétti.Uppfært klukkan 08:20Fyrirsögn var breytt og fréttinni sömuleiðis eftir að fréttastofa fékk upplýsingar um að Jón Ásgeir, einn ákærðu, myndi gefa skýrslu í dómsal.
Aurum Holding málið Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Sjá meira