Óvarlegar yfirlýsingar geti aukið óstöðugleika Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. september 2018 20:00 Þrjár lánastofnanir hafa á síðustu dögum hækkað faxta vexti sína á óverðtryggðum lánum. Prófessor í hagfræði telur að hækkanirnir kunni að vera til marks um ótta markaðarins við hörð átök á vinnumarkaði á komandi mánuðum. Um miðjan september hækkaði Íslandsbanki fasta vexti sína á óverðtryggðum húsnæðislánum um 0,4 prósentustig. Nokkrum dögum síðar hækkaði lífeyrissjóðurinn Brú sína eigin vexti um 24 punkta og í gær var röðin komin að Frjálsa Lífeyrissjóðnum. Fyrir helgi voru fastir vextir á óverðtryggðum húsnæðislánum hjá Frjálsa 5,6 prósent en voru hækkaðir upp í 6 prósent, hækkun sem nemur 0,4 prósentustigum. Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að þessar hækkanir hafi þær augljósu afleiðingar að afborganir af lánunum hækki. Hann telur líklegt að vaxtahækkanirnar beri með sér ótta við aukna verðbólgu vegna komandi kjaraviðræðna. „Það voru komnar fram vísbendingar um hækkun á verðbólguvæntingum á skuldabréfamarkaði áður og þetta er sú hætta sem er fyrir hendi þegar fólk er að tala upp átök og það þurfi að hækka laun mikið í vetur. Þá myndast þessar væntingar sem hafa strax áhrif á vexti,“ segir Gylfi. Hann hvetur aðila vinnumarkaðarins til að vanda yfirlýsingar sínar í aðdraganda kjaraviðræðnanna. Gylfi vill sjá sértækar aðgerðir, til að mynda á húsnæðismarkaði, fyrir þá sem verst standa í þjóðfélaginu í stað mikilla almennra launhækkana á vinnumarkaði. „Það þarf að fara varlega þegar það á að gera kjarasamninga og setja sér raunhæf markmið. Tala á ábyrgan hátt og átta sig á því að það er engin forsenda fyrir því að hækka öll laun í landinu um margar prósentur,“ segir Gylfi. Laun hafi ekki verið hærri hér á landi, í samanburði við viðskiptalönd Íslendinga, í um 30 ár og kaupmáttur launa hafi hækkað mikið á undanförnum árum. „Samkeppnisstaða útflutningsgreina; iðnaðar og ferðaþjónustu, er orðin mjög slæm. Það væri fullkomið ábyrgðarleysi að hækka laun allra yfir línuna núna í vetur.“ Efnahagsmál Kjaramál Mest lesið Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Sjá meira
Þrjár lánastofnanir hafa á síðustu dögum hækkað faxta vexti sína á óverðtryggðum lánum. Prófessor í hagfræði telur að hækkanirnir kunni að vera til marks um ótta markaðarins við hörð átök á vinnumarkaði á komandi mánuðum. Um miðjan september hækkaði Íslandsbanki fasta vexti sína á óverðtryggðum húsnæðislánum um 0,4 prósentustig. Nokkrum dögum síðar hækkaði lífeyrissjóðurinn Brú sína eigin vexti um 24 punkta og í gær var röðin komin að Frjálsa Lífeyrissjóðnum. Fyrir helgi voru fastir vextir á óverðtryggðum húsnæðislánum hjá Frjálsa 5,6 prósent en voru hækkaðir upp í 6 prósent, hækkun sem nemur 0,4 prósentustigum. Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að þessar hækkanir hafi þær augljósu afleiðingar að afborganir af lánunum hækki. Hann telur líklegt að vaxtahækkanirnar beri með sér ótta við aukna verðbólgu vegna komandi kjaraviðræðna. „Það voru komnar fram vísbendingar um hækkun á verðbólguvæntingum á skuldabréfamarkaði áður og þetta er sú hætta sem er fyrir hendi þegar fólk er að tala upp átök og það þurfi að hækka laun mikið í vetur. Þá myndast þessar væntingar sem hafa strax áhrif á vexti,“ segir Gylfi. Hann hvetur aðila vinnumarkaðarins til að vanda yfirlýsingar sínar í aðdraganda kjaraviðræðnanna. Gylfi vill sjá sértækar aðgerðir, til að mynda á húsnæðismarkaði, fyrir þá sem verst standa í þjóðfélaginu í stað mikilla almennra launhækkana á vinnumarkaði. „Það þarf að fara varlega þegar það á að gera kjarasamninga og setja sér raunhæf markmið. Tala á ábyrgan hátt og átta sig á því að það er engin forsenda fyrir því að hækka öll laun í landinu um margar prósentur,“ segir Gylfi. Laun hafi ekki verið hærri hér á landi, í samanburði við viðskiptalönd Íslendinga, í um 30 ár og kaupmáttur launa hafi hækkað mikið á undanförnum árum. „Samkeppnisstaða útflutningsgreina; iðnaðar og ferðaþjónustu, er orðin mjög slæm. Það væri fullkomið ábyrgðarleysi að hækka laun allra yfir línuna núna í vetur.“
Efnahagsmál Kjaramál Mest lesið Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Sjá meira