Böl þjóðar Sævar Þór Jónsson skrifar 23. september 2018 16:27 Eitt af því sem er sérstakt við íslenskt samfélag nú á dögum er hvað þjóðin er fljót að aðlagast og taka upp ný viðmið í hinum ýmsu málum. Ekki verður þar með sagt að þetta sé alltaf af hinu góða. Staðreyndin er jú sú að það er margt sem hefur farið úrskeiðis á undanförnum árum í sálarlífi þjóðar okkar og var það sérstaklega áberandi eftir stóra efnahagshrunið fyrir 10 árum síðan. Heiftin og reiðin, sem þá spratt upp, er enn við lýði. Margir ganga í gegnum daglegt líf með því viðmiði að láta engan valta yfir sig og endurspeglast það í hinum ýmsu deilum nú orðið í t.d. réttarkerfi okkar þar sem menn deila fyrir dómstólum um hvaða eina smáatriði, rafmagnstengingar fyrir rafmagnsbíla í fjölbýlishúsum eða samskipti milli fólks almennt á hinum ýmsu sviðum. Heiftin er meira áberandi en áður. Sundrung þjóðar er staðreynd enda fóru mjög margir illa út úr hruninu. Umræðan um hin ýmsu málefni og einstaklinga hefur líkað harnað og eru hlutir oftar en ekki persónugerðir og þeir sem þora að hafa skoðanir fá það óþvegið af dómstóli götunnar. Það er sem sagt ekkert umburðarlyndi fyrir ólíkum skoðunum og áherslum í samfélaginu. Mér þykir t.d. afar mikilvægt að þeir sem hafa aðrar skoðanir en ég fái að ræða þær opinberlega því þá er einmitt hægt að taka upp gagnrýna og málefnalega umræðu um það sem skiptir máli í samfélaginu. Það verður hins vegar ekki gert ef dómstóll götunnar á sífellt að stýra umræðunni með ofsóknum á hendur þeim sem falla ekki í mótið. Sem samkynhneigður einstaklingur þykir mér t.d. miður hvað er sótt vitlaust að þeim sem tala gegn samkynhneigð, það að ráðast á persónur slíkra aðila er ekki rétt aðferðafræði við að uppræta fordóma né þróa umræðuna með því móti að hægt sé að vinna á fordómum og fáfræði. Fordæming persóna er ekki aðferð sem gengur til lengdar í upprætingu fordóma og haturs. En þetta á ekki aðeins við um almenning heldur virðist heiftin hafa tekið sér bólfestu í lykilstofnunum samfélagsins. Til dæmis ef horft er til kirkjunnar þá virðist allt vera þar í uppnámi, innbyrgðis deilur og ásakanir eru nánast daglegt brauð. Prestar deila á kirkjuna fyrir það að bjóða upp á lélega húsakosti, óuppgerð mál varðandi kynferðisbrot eru sífellt að koma upp og Biskup ásakaður um að taka ekki á málum af staðfestu og dug. Þá eru sumir prestar kirkjunnar sem ala á hatri og fordæmingu og ganga erinda dómsstóls götunnar. Kannski ekkert skrítið þegar horft er til þess hversu sundruð þjóðin er í reynd. Þá er pólitíkin ekkert betri. Það er eitthvað sem vantar í þetta allt og margt sem við í reynd höfum misst sem þjóð þegar kemur að samkennd og samvinnu. Það vitum við sem fylgjumst með þjóðfélagsumræðunni að komandi vetur verður erfiður þegar kemur að sátt á vinnumarkaði en hvernig ætli það sé að fara inn í kjaraviðræður þegar bæði alþingismenn og stjórnendur stórfyrirtækja og ýmsir embættismenn hafa gert verulega vel við sig. Það að segja almenningi að gæta sín í kröfum sínum varðandi launahækkanir en um leið að skaffa sér sjálfum meira er ekki rétta aðferðafærðin þegar kemur að sátt á vinnumarkaði. Hér er talað um að allt sé í uppgangi en staðreyndin er sú að þjóðin er sundruð og það að búa til sættir krefst fórna allra ekki bara almennings. Það er alveg ljóst þegar horft er yfir aðstæður í samfélaginu að við sem þjóð verðum að ná nýrri þjóðarsátt í ýmsu málum. Við verðum að stilla okkur af og ganga hreint til verka. Við verðum að taka til í samfélaginu, taka til í óreiðunni í stjórnmálunum og fara að ná sátt milli þjóðarinnar í heild, milli stjórnmálamanna og almennings og milli stétta almennt. Þar verðum við sem þjóð að hafa stjórnmálamenn sem kunna til verka og sýna af sér gott fordæmi og taka á málum af festu. Höfundur er lögmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Sævar Þór Jónsson Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt af því sem er sérstakt við íslenskt samfélag nú á dögum er hvað þjóðin er fljót að aðlagast og taka upp ný viðmið í hinum ýmsu málum. Ekki verður þar með sagt að þetta sé alltaf af hinu góða. Staðreyndin er jú sú að það er margt sem hefur farið úrskeiðis á undanförnum árum í sálarlífi þjóðar okkar og var það sérstaklega áberandi eftir stóra efnahagshrunið fyrir 10 árum síðan. Heiftin og reiðin, sem þá spratt upp, er enn við lýði. Margir ganga í gegnum daglegt líf með því viðmiði að láta engan valta yfir sig og endurspeglast það í hinum ýmsu deilum nú orðið í t.d. réttarkerfi okkar þar sem menn deila fyrir dómstólum um hvaða eina smáatriði, rafmagnstengingar fyrir rafmagnsbíla í fjölbýlishúsum eða samskipti milli fólks almennt á hinum ýmsu sviðum. Heiftin er meira áberandi en áður. Sundrung þjóðar er staðreynd enda fóru mjög margir illa út úr hruninu. Umræðan um hin ýmsu málefni og einstaklinga hefur líkað harnað og eru hlutir oftar en ekki persónugerðir og þeir sem þora að hafa skoðanir fá það óþvegið af dómstóli götunnar. Það er sem sagt ekkert umburðarlyndi fyrir ólíkum skoðunum og áherslum í samfélaginu. Mér þykir t.d. afar mikilvægt að þeir sem hafa aðrar skoðanir en ég fái að ræða þær opinberlega því þá er einmitt hægt að taka upp gagnrýna og málefnalega umræðu um það sem skiptir máli í samfélaginu. Það verður hins vegar ekki gert ef dómstóll götunnar á sífellt að stýra umræðunni með ofsóknum á hendur þeim sem falla ekki í mótið. Sem samkynhneigður einstaklingur þykir mér t.d. miður hvað er sótt vitlaust að þeim sem tala gegn samkynhneigð, það að ráðast á persónur slíkra aðila er ekki rétt aðferðafræði við að uppræta fordóma né þróa umræðuna með því móti að hægt sé að vinna á fordómum og fáfræði. Fordæming persóna er ekki aðferð sem gengur til lengdar í upprætingu fordóma og haturs. En þetta á ekki aðeins við um almenning heldur virðist heiftin hafa tekið sér bólfestu í lykilstofnunum samfélagsins. Til dæmis ef horft er til kirkjunnar þá virðist allt vera þar í uppnámi, innbyrgðis deilur og ásakanir eru nánast daglegt brauð. Prestar deila á kirkjuna fyrir það að bjóða upp á lélega húsakosti, óuppgerð mál varðandi kynferðisbrot eru sífellt að koma upp og Biskup ásakaður um að taka ekki á málum af staðfestu og dug. Þá eru sumir prestar kirkjunnar sem ala á hatri og fordæmingu og ganga erinda dómsstóls götunnar. Kannski ekkert skrítið þegar horft er til þess hversu sundruð þjóðin er í reynd. Þá er pólitíkin ekkert betri. Það er eitthvað sem vantar í þetta allt og margt sem við í reynd höfum misst sem þjóð þegar kemur að samkennd og samvinnu. Það vitum við sem fylgjumst með þjóðfélagsumræðunni að komandi vetur verður erfiður þegar kemur að sátt á vinnumarkaði en hvernig ætli það sé að fara inn í kjaraviðræður þegar bæði alþingismenn og stjórnendur stórfyrirtækja og ýmsir embættismenn hafa gert verulega vel við sig. Það að segja almenningi að gæta sín í kröfum sínum varðandi launahækkanir en um leið að skaffa sér sjálfum meira er ekki rétta aðferðafærðin þegar kemur að sátt á vinnumarkaði. Hér er talað um að allt sé í uppgangi en staðreyndin er sú að þjóðin er sundruð og það að búa til sættir krefst fórna allra ekki bara almennings. Það er alveg ljóst þegar horft er yfir aðstæður í samfélaginu að við sem þjóð verðum að ná nýrri þjóðarsátt í ýmsu málum. Við verðum að stilla okkur af og ganga hreint til verka. Við verðum að taka til í samfélaginu, taka til í óreiðunni í stjórnmálunum og fara að ná sátt milli þjóðarinnar í heild, milli stjórnmálamanna og almennings og milli stétta almennt. Þar verðum við sem þjóð að hafa stjórnmálamenn sem kunna til verka og sýna af sér gott fordæmi og taka á málum af festu. Höfundur er lögmaður
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun