Ríkið keypt sumarhús fyrir 173 milljónir Sigurður Mikael Jónsson skrifar 21. september 2018 06:00 Þessi ónýti bústaður við Þingvallavatn var keyptur af ríkinu árið 2014. Alls hafa tólf verið keyptir síðustu fimm árin fyrir 173 milljónir. Fréttablaðið/Pjetur Íslenska ríkið hefur á síðastliðnum fimm árum keypt tólf sumarbústaði á Þingvöllum fyrir alls rúmlega 173 milljónir króna. Ríkið á forkaupsrétt þegar bústaðir í þjóðgarðinum bjóðast til sölu og hefur fjármála- og efnahagsráðuneytið undanfarin ár haft heimild í fjárlögum til að kaupa bústaði þar eða jarðir í næsta nágrenni. Samkvæmt upplýsingum frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu hefur framkvæmd þess verið með þeim hætti að ráðuneytinu berst beiðni að frumkvæði Þingvallanefndar þar sem óskað er eftir því að neyta forkaupsréttarins. Ávallt er óskað eftir því að ríkið gangi inn í kaupin með það að markmiði að opna aðgengi almennings að þjóðgarðinum og jafnframt framfylgja stefnu þjóðgarðsins um fækkun sumarhúsa og að varðveita náttúrulega upprunalega ásýnd þjóðgarðsins. „Þar sem þjóðgarðurinn er á heimsminjaskrá er þessi stefna m.a. í samræmi við tilmæli Menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Meginforsendan fyrir því að beita forkaupsréttinum af hálfu fjármála- og efnahagsráðuneytisins hefur verið sú að fjarlægja eigi umrædd sumarhús til að opna aðgengi almennings að þjóðgarðinum í samræmi við fyrirliggjandi stefnu Þingvallanefndar,“ segir í svari Evu Bjarkar Sverrisdóttur, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins, við fyrirspurn Fréttablaðsins. Sem fyrr segir hafa tólf bústaðir verið keyptir síðastliðin fimm ár en fyrir þann tíma verður að sögn ráðuneytisins ekki séð að sumarhús í þjóðgarðinum hafi verið keypt fyrir milligöngu ráðuneytisins í þó nokkurn tíma. „Tveir bústaðir við Gjábakkaland voru seldir til brottflutnings árið 2013, fyrir tæpar 2 m.kr. Reynsla af því að selja bústaði við Þingvelli til brottflutnings hefur hins vegar ekki verið góð, einkum vegna þeirra spjalla sem orðið hafa á viðkvæmum gróðri og landslagi á svæðinu við slíkar framkvæmdir.“ Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður og formaður Þingvallanefndar, segir að haldið verði áfram með þessi uppkaup þegar tækifæri gefst. „Við höfum ekki verið að fara inn til að kaupa fólk út fyrir stórfé eða þegar um er að ræða erfðamál. Þetta eru fyrst og fremst bústaðir sem eru til sölu, orðnir gamlir og lélegir. En þessu verður haldið áfram, þetta eru um 80 bústaðir þarna en margir þeirra gríðarlega dýrir svo þetta mun gerast hægt.“ Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Þjóðgarðar Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira
Íslenska ríkið hefur á síðastliðnum fimm árum keypt tólf sumarbústaði á Þingvöllum fyrir alls rúmlega 173 milljónir króna. Ríkið á forkaupsrétt þegar bústaðir í þjóðgarðinum bjóðast til sölu og hefur fjármála- og efnahagsráðuneytið undanfarin ár haft heimild í fjárlögum til að kaupa bústaði þar eða jarðir í næsta nágrenni. Samkvæmt upplýsingum frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu hefur framkvæmd þess verið með þeim hætti að ráðuneytinu berst beiðni að frumkvæði Þingvallanefndar þar sem óskað er eftir því að neyta forkaupsréttarins. Ávallt er óskað eftir því að ríkið gangi inn í kaupin með það að markmiði að opna aðgengi almennings að þjóðgarðinum og jafnframt framfylgja stefnu þjóðgarðsins um fækkun sumarhúsa og að varðveita náttúrulega upprunalega ásýnd þjóðgarðsins. „Þar sem þjóðgarðurinn er á heimsminjaskrá er þessi stefna m.a. í samræmi við tilmæli Menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Meginforsendan fyrir því að beita forkaupsréttinum af hálfu fjármála- og efnahagsráðuneytisins hefur verið sú að fjarlægja eigi umrædd sumarhús til að opna aðgengi almennings að þjóðgarðinum í samræmi við fyrirliggjandi stefnu Þingvallanefndar,“ segir í svari Evu Bjarkar Sverrisdóttur, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins, við fyrirspurn Fréttablaðsins. Sem fyrr segir hafa tólf bústaðir verið keyptir síðastliðin fimm ár en fyrir þann tíma verður að sögn ráðuneytisins ekki séð að sumarhús í þjóðgarðinum hafi verið keypt fyrir milligöngu ráðuneytisins í þó nokkurn tíma. „Tveir bústaðir við Gjábakkaland voru seldir til brottflutnings árið 2013, fyrir tæpar 2 m.kr. Reynsla af því að selja bústaði við Þingvelli til brottflutnings hefur hins vegar ekki verið góð, einkum vegna þeirra spjalla sem orðið hafa á viðkvæmum gróðri og landslagi á svæðinu við slíkar framkvæmdir.“ Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður og formaður Þingvallanefndar, segir að haldið verði áfram með þessi uppkaup þegar tækifæri gefst. „Við höfum ekki verið að fara inn til að kaupa fólk út fyrir stórfé eða þegar um er að ræða erfðamál. Þetta eru fyrst og fremst bústaðir sem eru til sölu, orðnir gamlir og lélegir. En þessu verður haldið áfram, þetta eru um 80 bústaðir þarna en margir þeirra gríðarlega dýrir svo þetta mun gerast hægt.“
Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Þjóðgarðar Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira