Svikalogn Hörður Ægisson skrifar 21. september 2018 07:00 Þetta stóð tæpt. Með farsælli lendingu í skuldabréfaútboði WOW air, þar sem flugfélaginu tókst að tryggja sér fjármögnun upp á um 7,7 milljarða króna, hefur meiriháttar efnahagslegu slysi verið afstýrt. Það er samt engin ástæða til að fara í kringum hlutina. Sú staða var uppi í byrjun liðinnar viku, þegar útlitið var orðið verulega dökkt varðandi hvort útboðið myndi klárast, að raunhæfar líkur voru á því að félagið þyrfti að óska eftir gjaldþrotaskiptum. Sú niðurstaða varð sem betur fer ekki að veruleika. Óþarfi er að fjölyrða um afleiðingarnar. Höggið fyrir íslenskt efnahagslíf, að minnsta kosti til skemmri tíma litið, hefði verið umtalsvert þar sem gengið hefði veikst, eignamarkaðir lækkað og spár um hóflegan hagvöxt snúist upp í samdrátt. Flugfélagið er núna komið fyrir vind – að minnsta kosti í bili – en það stendur hins vegar eftir sem áður, rétt eins og mörg önnur evrópsk flugfélög, frammi fyrir erfiðum áskorunum á komandi vetri og stjórnendur hafa lítið svigrúm til að taka rangar ákvarðanir. Engar olíuverðslækkanir eru í spákortunum og gríðarhörð samkeppni í flugi yfir hafið þýðir að meðalfargjöld munu áfram haldast mjög lág. Áætlanir WOW air gera ráð fyrir rúmlega þriggja milljarða tapi á þessu ári en að verulegur viðsnúningur verði í afkomu félagsins á næsta ári. Erfitt er að sjá hvernig þær spár, sem eru sagðar grundvallast á auknum hliðartekjum, eigi að geta gengið eftir miðað við óbreyttar ytri aðstæður. Nauðsynlegt er því að treysta fjárhagsstöðu WOW air, en eigið fé þess var hverfandi um mitt þetta ár, með aðkomu nýrra fjárfesta í hluthafahópinn. Það þarf að gerast fyrr frekar en síðar. Skúli Mogensen, forstjóri og eini hluthafi félagsins, hefur sagst ætla að sækja sér um 22 til 33 milljarða í nýtt hlutafé með því að selja allt að helmingshlut í fyrirtækinu og skrá það á markað á næstu 12 til 18 mánuðum. Það má ekki seinna vera. Þótt fjárhagsstaða íslensku flugfélaganna sé um margt ólík – hún er augljóslega sterkari í tilfelli Icelandair – þá er ljóst að fjárfestar hafa takmarkaða trú á því að stjórnendum Icelandair takist að rétta við gengi félagsins. Nú þegar WOW air hefur tekist að klára fjármögnun félagsins kann sú staða að vera komin upp að það er Icelandair sem situr uppi með heitu kartöfluna enda eru minni líkur núna á því að meðalfargjöld hækki á komandi ári. Flugfélagið hefur orðið undir í samkeppninni og þarf að leita allra leiða til hagræðingar eigi það að vera samkeppnisfært. Ákvörðun um að setja flugfreyjum afarkosti – að velja milli þess að vera í fullu starfi ellegar vera sagt upp störfum – í því skyni að ná niður launakostnaði er líklega aðeins fyrirheit um það sem koma skal. Miklu stærri og erfiðari ákvarðanir bíða stjórnenda félagsins. Að öðrum kosti er hætt við því að illa muni fara. Staðan í hagkerfinu er þess vegna viðkvæm. Það er erfiður vetur í vændum, ekki aðeins sökum óvissu um rekstrarhorfur flugfélaganna, heldur ekki síður vegna kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Niðurstaða þeirra viðræðna, verði hún á þá leið sem róttækustu verkalýðsleiðtogar landsins hafa kallað eftir, mun tryggja að væntingar um sjaldséða mjúka lendingu verða að engu. Á sama tíma og þessi efnahagsveruleiki blasir við hefur ríkisstjórnin ákveðið að blása til útgjaldaveislu og reka ríkissjóð með minnsta mögulega afgangi. Þær áætlanir ganga út frá því að ekkert geti mögulega farið úrskeiðis. Flestir vita hins vegar betur. Leyfi menn sér að vera bjartsýnir, þá er líklega í besta falli hægt að segja það eitt að það er alls ekkert víst að þetta klikki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Icelandair Skoðun WOW Air Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Þetta stóð tæpt. Með farsælli lendingu í skuldabréfaútboði WOW air, þar sem flugfélaginu tókst að tryggja sér fjármögnun upp á um 7,7 milljarða króna, hefur meiriháttar efnahagslegu slysi verið afstýrt. Það er samt engin ástæða til að fara í kringum hlutina. Sú staða var uppi í byrjun liðinnar viku, þegar útlitið var orðið verulega dökkt varðandi hvort útboðið myndi klárast, að raunhæfar líkur voru á því að félagið þyrfti að óska eftir gjaldþrotaskiptum. Sú niðurstaða varð sem betur fer ekki að veruleika. Óþarfi er að fjölyrða um afleiðingarnar. Höggið fyrir íslenskt efnahagslíf, að minnsta kosti til skemmri tíma litið, hefði verið umtalsvert þar sem gengið hefði veikst, eignamarkaðir lækkað og spár um hóflegan hagvöxt snúist upp í samdrátt. Flugfélagið er núna komið fyrir vind – að minnsta kosti í bili – en það stendur hins vegar eftir sem áður, rétt eins og mörg önnur evrópsk flugfélög, frammi fyrir erfiðum áskorunum á komandi vetri og stjórnendur hafa lítið svigrúm til að taka rangar ákvarðanir. Engar olíuverðslækkanir eru í spákortunum og gríðarhörð samkeppni í flugi yfir hafið þýðir að meðalfargjöld munu áfram haldast mjög lág. Áætlanir WOW air gera ráð fyrir rúmlega þriggja milljarða tapi á þessu ári en að verulegur viðsnúningur verði í afkomu félagsins á næsta ári. Erfitt er að sjá hvernig þær spár, sem eru sagðar grundvallast á auknum hliðartekjum, eigi að geta gengið eftir miðað við óbreyttar ytri aðstæður. Nauðsynlegt er því að treysta fjárhagsstöðu WOW air, en eigið fé þess var hverfandi um mitt þetta ár, með aðkomu nýrra fjárfesta í hluthafahópinn. Það þarf að gerast fyrr frekar en síðar. Skúli Mogensen, forstjóri og eini hluthafi félagsins, hefur sagst ætla að sækja sér um 22 til 33 milljarða í nýtt hlutafé með því að selja allt að helmingshlut í fyrirtækinu og skrá það á markað á næstu 12 til 18 mánuðum. Það má ekki seinna vera. Þótt fjárhagsstaða íslensku flugfélaganna sé um margt ólík – hún er augljóslega sterkari í tilfelli Icelandair – þá er ljóst að fjárfestar hafa takmarkaða trú á því að stjórnendum Icelandair takist að rétta við gengi félagsins. Nú þegar WOW air hefur tekist að klára fjármögnun félagsins kann sú staða að vera komin upp að það er Icelandair sem situr uppi með heitu kartöfluna enda eru minni líkur núna á því að meðalfargjöld hækki á komandi ári. Flugfélagið hefur orðið undir í samkeppninni og þarf að leita allra leiða til hagræðingar eigi það að vera samkeppnisfært. Ákvörðun um að setja flugfreyjum afarkosti – að velja milli þess að vera í fullu starfi ellegar vera sagt upp störfum – í því skyni að ná niður launakostnaði er líklega aðeins fyrirheit um það sem koma skal. Miklu stærri og erfiðari ákvarðanir bíða stjórnenda félagsins. Að öðrum kosti er hætt við því að illa muni fara. Staðan í hagkerfinu er þess vegna viðkvæm. Það er erfiður vetur í vændum, ekki aðeins sökum óvissu um rekstrarhorfur flugfélaganna, heldur ekki síður vegna kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Niðurstaða þeirra viðræðna, verði hún á þá leið sem róttækustu verkalýðsleiðtogar landsins hafa kallað eftir, mun tryggja að væntingar um sjaldséða mjúka lendingu verða að engu. Á sama tíma og þessi efnahagsveruleiki blasir við hefur ríkisstjórnin ákveðið að blása til útgjaldaveislu og reka ríkissjóð með minnsta mögulega afgangi. Þær áætlanir ganga út frá því að ekkert geti mögulega farið úrskeiðis. Flestir vita hins vegar betur. Leyfi menn sér að vera bjartsýnir, þá er líklega í besta falli hægt að segja það eitt að það er alls ekkert víst að þetta klikki.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun