„Friðarverðlaunin sigur fyrir allar konur sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi“ Heimsljós kynnir 9. október 2018 17:00 Friðarverðlaunahafar Nóbels 2018: Nadia Murad og Denis Mukwege. „Friðarverðlaun Nóbels í ár eru mikilvægur sigur fyrir allar konur sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Áratuga barátta gegn kynferðisafbrotum í stríði, þar sem líkamar kvenna og stúlkna eru oft á tíðum hluti af vígvellinum, er loksins að komast í kastljós alþjóðasamfélagsins. Vonandi verður barátta friðarverðlaunahafa Nóbels til þess að opna augu heimsins enn frekar fyrir þeim mannréttindabrotum sem eiga sér ennþá stað um allan heim og að alþjóðasamfélagið leiti leiða til að koma í veg fyrir að slíkt ofbeldi viðgangist,“ segir Stella Samúelsdóttir framkvæmdastýra Landsnefndar UN Women í samtali við Heimsljós. Tilkynnt var á dögunum að Denis Mukwege læknir frá Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó og Nadia Murad úr minnihlutahópi Jasída í Írak að hefðu hlotið friðarverðlaun Nóbels í ár. Þau eru bæði þekkt fyrir baráttu gegn kynferðisofbeldi í stríði. „Kynferðislegt ofbeldi í hernaði er ógnun við frið og blettur á mannkyninu. Engu að síður er það útbreidd plága. Við óskum samstarfsfólki okkar @DenisMukwege og @NadiaMuradBasee til hamingju með Nóbelsverðlaunin. Við munum halda áfram að styðja kjarkmikla viðleitni þeirra,” sagði António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á Twitter eftir athöfnina þegar tilkynnt var um handahafa friðarverðlaunanna. Þar kom fram að Mukwege og Murad hefðu orðið fyrir valinu til að vekja athygli á því að konur þarfnist verndar í stríði, sérstaklega konur sem tilheyra minnihlutahópum, og ennfremur að draga verði brotamenn til ábyrgðar. Alessandra Vellucci framkvæmdastýra upplýsingamiðlunar hjá Sameinuðu þjóðunum í Genf telur að ákvörðun Nóbelsnefndarinnar að veita Mukwege og Murad í sameiningu friðarverðlaunin í ár sé þungt lóð á vogarskálarnar í baráttunni við að binda enda á kynferðislegt ofbeldi. Sjálf hefur Murad reynslu af slíku harðræði eftir að hún var handtekin af hálfu liðsmanna Íslamska ríkisins síðsumars 2014 og hneppt í kynlífsánauð í Mosul. Denis Mukwege er kvensjúkdómalæknir sem hefur vakið athygli á og barist gegn kynferðislegu ofbeldi í heimalandi sínu Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó. „Það er erfitt að ímynda sér verðugri friðarverðlaunahafa Nóbels en Nadia Murad og Denis Mukwege,” sagði Michelle Bachelet, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna í yfirlýsingu. „Þetta er verðskulduð viðurkenning á starfi þessara tveggja hugrökku, þrautseigu og skilvirku baráttumanna gegn kynferðislegu ofbeldi og beitingu þess sem vopns í hernaði,“ er haft eftir henni í frétt á vef Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC). Íslensk stjórnvöld hafa í gegnum alþjóðalega þróunarsamvinnu stutt ötullega við bakið á UN Women í baráttunni fyrir kynjajafnrétti og gegn kynferðislegu ofbeldi, meðal annars í Afganistan og Palestínu, auk mannúðarverkefnis í flóttamannabúðum í Jórdaníu. Þessir málaflokkar hafa einnig verið rauður þráður í starfi Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu skólanna (UNU-GEST) sem er hluti af þróunarsamvinnu Íslands. Ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325 um konur, frið og öryggi verið hefur verið framfylgt með sérstakri áætlun af Íslands hálfu og kappkostað að kynjasjónarmið séu samþætt í allar aðgerðir sem stuðla eiga að friði og öryggi á alþjóðavettvangi. Þá fær Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) í Sýrlandi sérstakan stuðning frá Íslandi en framlög Íslendinga til sjóðsins voru þrefölduð á síðasta ári.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim.Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent
„Friðarverðlaun Nóbels í ár eru mikilvægur sigur fyrir allar konur sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Áratuga barátta gegn kynferðisafbrotum í stríði, þar sem líkamar kvenna og stúlkna eru oft á tíðum hluti af vígvellinum, er loksins að komast í kastljós alþjóðasamfélagsins. Vonandi verður barátta friðarverðlaunahafa Nóbels til þess að opna augu heimsins enn frekar fyrir þeim mannréttindabrotum sem eiga sér ennþá stað um allan heim og að alþjóðasamfélagið leiti leiða til að koma í veg fyrir að slíkt ofbeldi viðgangist,“ segir Stella Samúelsdóttir framkvæmdastýra Landsnefndar UN Women í samtali við Heimsljós. Tilkynnt var á dögunum að Denis Mukwege læknir frá Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó og Nadia Murad úr minnihlutahópi Jasída í Írak að hefðu hlotið friðarverðlaun Nóbels í ár. Þau eru bæði þekkt fyrir baráttu gegn kynferðisofbeldi í stríði. „Kynferðislegt ofbeldi í hernaði er ógnun við frið og blettur á mannkyninu. Engu að síður er það útbreidd plága. Við óskum samstarfsfólki okkar @DenisMukwege og @NadiaMuradBasee til hamingju með Nóbelsverðlaunin. Við munum halda áfram að styðja kjarkmikla viðleitni þeirra,” sagði António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á Twitter eftir athöfnina þegar tilkynnt var um handahafa friðarverðlaunanna. Þar kom fram að Mukwege og Murad hefðu orðið fyrir valinu til að vekja athygli á því að konur þarfnist verndar í stríði, sérstaklega konur sem tilheyra minnihlutahópum, og ennfremur að draga verði brotamenn til ábyrgðar. Alessandra Vellucci framkvæmdastýra upplýsingamiðlunar hjá Sameinuðu þjóðunum í Genf telur að ákvörðun Nóbelsnefndarinnar að veita Mukwege og Murad í sameiningu friðarverðlaunin í ár sé þungt lóð á vogarskálarnar í baráttunni við að binda enda á kynferðislegt ofbeldi. Sjálf hefur Murad reynslu af slíku harðræði eftir að hún var handtekin af hálfu liðsmanna Íslamska ríkisins síðsumars 2014 og hneppt í kynlífsánauð í Mosul. Denis Mukwege er kvensjúkdómalæknir sem hefur vakið athygli á og barist gegn kynferðislegu ofbeldi í heimalandi sínu Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó. „Það er erfitt að ímynda sér verðugri friðarverðlaunahafa Nóbels en Nadia Murad og Denis Mukwege,” sagði Michelle Bachelet, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna í yfirlýsingu. „Þetta er verðskulduð viðurkenning á starfi þessara tveggja hugrökku, þrautseigu og skilvirku baráttumanna gegn kynferðislegu ofbeldi og beitingu þess sem vopns í hernaði,“ er haft eftir henni í frétt á vef Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC). Íslensk stjórnvöld hafa í gegnum alþjóðalega þróunarsamvinnu stutt ötullega við bakið á UN Women í baráttunni fyrir kynjajafnrétti og gegn kynferðislegu ofbeldi, meðal annars í Afganistan og Palestínu, auk mannúðarverkefnis í flóttamannabúðum í Jórdaníu. Þessir málaflokkar hafa einnig verið rauður þráður í starfi Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu skólanna (UNU-GEST) sem er hluti af þróunarsamvinnu Íslands. Ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325 um konur, frið og öryggi verið hefur verið framfylgt með sérstakri áætlun af Íslands hálfu og kappkostað að kynjasjónarmið séu samþætt í allar aðgerðir sem stuðla eiga að friði og öryggi á alþjóðavettvangi. Þá fær Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) í Sýrlandi sérstakan stuðning frá Íslandi en framlög Íslendinga til sjóðsins voru þrefölduð á síðasta ári.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim.Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent