Erlendum hjálparstarfsmönnum enn ekki hleypt á hamfarasvæði Jóhann K. Jóhannsson skrifar 8. október 2018 12:14 Yfirvöld í Indónesíu hafa verið gagnrýnd fyrir að hafa óskað seint eftir neyðaraðstoð frá alþjóðasamfélaginu, en það gerðist ekki fyrr en þremur dögum eftir hamfarirnar. AP/Dita Alangkara Erlendum hjálparstarfsmönnum hefur enn ekki verið hleypt inn á hamfarasvæðið á eyjunni Sulawesi í Indónesíu eftir jarðskjálftann og flóðbylgjuna sem riðu yfir eyjuna í lok september. Staðfest er að tvö þúsund eru látnir og allt að fimm þúsund saknað. Vonir manna um að finna fleiri á lífi á hamfarasvæðinu á Sulawesi í Indónesíu dvína með hverjum deginum en tæpar tvær vikur eru síðan hörmungarnar gengu yfir með jarðskjálfta af stærðinni 7,5, í um sjötíu kílómetra fjarlægð frá borginni Palu, en í kjölfar skjálftans fylgdi flóðbylgja sem var allt að sex metra há þegar hún skall á strönd eyjunnar. Yfirvöld hafa gefið það út að leit að eftirlifendum verði hætt ellefta október næstkomandi og verða þeir sem eru ófundnir, taldir af en hverfisfulltrúar í bæjunum Balaroa og Petobo segir að fimm þúsund manns séu ófundnir. Yfirvöld í Indónesíu hafa verið gagnrýnd fyrir að hafa óskað seint eftir neyðaraðstoð frá alþjóðasamfélaginu, en það gerðist ekki fyrr en þremur dögum eftir hamfarirnar. Tveir Íslendingar voru sendir út í síðustu viku á vegum NetHope, sem eru regnhlífarsamtök 58 stærstu hjálparsamtaka í heimi, en þeirra hlutverk er að tryggja fjarskiptasamband á milli björgunaraðila svo hægt að sé skipuleggja björgunarstarf. Þeir eru hins vega ekki komnir inn á eyjuna þar sem erlendum hjálparstarfsmönnum hefur ekki enn verið hleypt inn á hamfarasvæðið. Dagbjartur Brynjarsson er samhæfingarstjóri NetHope hér á landi.Dagbjartur Brynjarsson, samhæfingarstjóri Nethope á Íslandi.Nethope„Það er engum erlendum ríkisborgurum hleypt inn á hamfarasvæðið. Ríkisstjórn Indónesíu er í raun og vera að beina mönnum í gegnum hjálparstofnanir sem starfa á svæðinu og við fylgjum því og höfum verið að þjálfa upp fólk á þann búnað sem við komum með,“ segir Dagbjartur. Því hafa samtökin verið að þjálfa upp innfædda til þess að sinna því hjálparstarfi sem þeir hefur annars verið að gera á hamfara svæðinu. Er einhver ástæða fyrir því að erlendum hjálparstarfsmönnum hefur ekki verið hleypt inn á hamfarasvæðið? „Það eru eflaust margar ástæður fyrir því og ég ætla ekki að fara geta í neina eyður varðandi það. það sem skiptir mestu máli er bara það að fylgja því skipulagi sem sett er upp og það leggjum við gríðarlega mikið upp úr, að tengja okkur við þá samhæfingu sem á sér stað á hverju stað fyrir sig og fylgjum því uppleggi sem þar er lagt upp,“ segir Dagbjartur. Dagbjartur segir hjálparstarf á svæðinu vera komið í gang og að árangur sé farinn að sjást. „Það er alveg ljóst að er mikið uppbyggingarstarf fyrir höndum og það er líka alveg ljóst að hluti björgunarstarfs er að skríða í rétta átt. Fjarskipti eru að einhverju leiti komin upp aftur, þó þau séu kannski ekki alveg 100%. Rafmagn gengur pínu hægt en í Palu, sem dæmi, eru tvær af fimm aðal spennustöðvum komnar upp fyrir svæðið, þannig að þetta er allt að skríða í rétta átt,“ segir Dagbjartur. Asía Hjálparstarf Indónesía Tengdar fréttir Heilu hverfin sukku í for Talið er að um 5.000 manns hafi farist þegar tvö hverfi í borginni Palu í Indónesíu sukku í forarsvað þegar öflugur jarðskjálfti reið yfir landið í síðasta mánuði. 8. október 2018 07:00 Rauði krossinn í viðbragðsstöðu vegna hamfaranna í Indónesíu Að minnsta kosti 1200 eru látnir í Indónesíu eftir jarðskjálfta og tsunami flóðbylgju í kjölfarið, a.m.k. 800 eru slasaðir og meira en 160.000 hafa misst heimili sín. Rauði krossinn á svæðinu er í kapphlaupi við tímann. 5. október 2018 16:00 Eldgos á hælunum á jarðskjálftum og flóðbylgju Gosið hefur í eldfjallinu Soputan í Indónesíu á eyjunni Norður-Sulawesi sem varð einnig fyrir barðinu á öflugum jarðskjálfta og flóðbylgju í síðustu viku. 3. október 2018 09:27 Tveir Íslendingar munu meta ástandið á hamfarasvæðinu í Indónesíu Ástandið á eyjunni Sulawesi versnar dag frá degi eftir náttúruhamfarirnar á föstudag 2. október 2018 19:00 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Erlendum hjálparstarfsmönnum hefur enn ekki verið hleypt inn á hamfarasvæðið á eyjunni Sulawesi í Indónesíu eftir jarðskjálftann og flóðbylgjuna sem riðu yfir eyjuna í lok september. Staðfest er að tvö þúsund eru látnir og allt að fimm þúsund saknað. Vonir manna um að finna fleiri á lífi á hamfarasvæðinu á Sulawesi í Indónesíu dvína með hverjum deginum en tæpar tvær vikur eru síðan hörmungarnar gengu yfir með jarðskjálfta af stærðinni 7,5, í um sjötíu kílómetra fjarlægð frá borginni Palu, en í kjölfar skjálftans fylgdi flóðbylgja sem var allt að sex metra há þegar hún skall á strönd eyjunnar. Yfirvöld hafa gefið það út að leit að eftirlifendum verði hætt ellefta október næstkomandi og verða þeir sem eru ófundnir, taldir af en hverfisfulltrúar í bæjunum Balaroa og Petobo segir að fimm þúsund manns séu ófundnir. Yfirvöld í Indónesíu hafa verið gagnrýnd fyrir að hafa óskað seint eftir neyðaraðstoð frá alþjóðasamfélaginu, en það gerðist ekki fyrr en þremur dögum eftir hamfarirnar. Tveir Íslendingar voru sendir út í síðustu viku á vegum NetHope, sem eru regnhlífarsamtök 58 stærstu hjálparsamtaka í heimi, en þeirra hlutverk er að tryggja fjarskiptasamband á milli björgunaraðila svo hægt að sé skipuleggja björgunarstarf. Þeir eru hins vega ekki komnir inn á eyjuna þar sem erlendum hjálparstarfsmönnum hefur ekki enn verið hleypt inn á hamfarasvæðið. Dagbjartur Brynjarsson er samhæfingarstjóri NetHope hér á landi.Dagbjartur Brynjarsson, samhæfingarstjóri Nethope á Íslandi.Nethope„Það er engum erlendum ríkisborgurum hleypt inn á hamfarasvæðið. Ríkisstjórn Indónesíu er í raun og vera að beina mönnum í gegnum hjálparstofnanir sem starfa á svæðinu og við fylgjum því og höfum verið að þjálfa upp fólk á þann búnað sem við komum með,“ segir Dagbjartur. Því hafa samtökin verið að þjálfa upp innfædda til þess að sinna því hjálparstarfi sem þeir hefur annars verið að gera á hamfara svæðinu. Er einhver ástæða fyrir því að erlendum hjálparstarfsmönnum hefur ekki verið hleypt inn á hamfarasvæðið? „Það eru eflaust margar ástæður fyrir því og ég ætla ekki að fara geta í neina eyður varðandi það. það sem skiptir mestu máli er bara það að fylgja því skipulagi sem sett er upp og það leggjum við gríðarlega mikið upp úr, að tengja okkur við þá samhæfingu sem á sér stað á hverju stað fyrir sig og fylgjum því uppleggi sem þar er lagt upp,“ segir Dagbjartur. Dagbjartur segir hjálparstarf á svæðinu vera komið í gang og að árangur sé farinn að sjást. „Það er alveg ljóst að er mikið uppbyggingarstarf fyrir höndum og það er líka alveg ljóst að hluti björgunarstarfs er að skríða í rétta átt. Fjarskipti eru að einhverju leiti komin upp aftur, þó þau séu kannski ekki alveg 100%. Rafmagn gengur pínu hægt en í Palu, sem dæmi, eru tvær af fimm aðal spennustöðvum komnar upp fyrir svæðið, þannig að þetta er allt að skríða í rétta átt,“ segir Dagbjartur.
Asía Hjálparstarf Indónesía Tengdar fréttir Heilu hverfin sukku í for Talið er að um 5.000 manns hafi farist þegar tvö hverfi í borginni Palu í Indónesíu sukku í forarsvað þegar öflugur jarðskjálfti reið yfir landið í síðasta mánuði. 8. október 2018 07:00 Rauði krossinn í viðbragðsstöðu vegna hamfaranna í Indónesíu Að minnsta kosti 1200 eru látnir í Indónesíu eftir jarðskjálfta og tsunami flóðbylgju í kjölfarið, a.m.k. 800 eru slasaðir og meira en 160.000 hafa misst heimili sín. Rauði krossinn á svæðinu er í kapphlaupi við tímann. 5. október 2018 16:00 Eldgos á hælunum á jarðskjálftum og flóðbylgju Gosið hefur í eldfjallinu Soputan í Indónesíu á eyjunni Norður-Sulawesi sem varð einnig fyrir barðinu á öflugum jarðskjálfta og flóðbylgju í síðustu viku. 3. október 2018 09:27 Tveir Íslendingar munu meta ástandið á hamfarasvæðinu í Indónesíu Ástandið á eyjunni Sulawesi versnar dag frá degi eftir náttúruhamfarirnar á föstudag 2. október 2018 19:00 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Heilu hverfin sukku í for Talið er að um 5.000 manns hafi farist þegar tvö hverfi í borginni Palu í Indónesíu sukku í forarsvað þegar öflugur jarðskjálfti reið yfir landið í síðasta mánuði. 8. október 2018 07:00
Rauði krossinn í viðbragðsstöðu vegna hamfaranna í Indónesíu Að minnsta kosti 1200 eru látnir í Indónesíu eftir jarðskjálfta og tsunami flóðbylgju í kjölfarið, a.m.k. 800 eru slasaðir og meira en 160.000 hafa misst heimili sín. Rauði krossinn á svæðinu er í kapphlaupi við tímann. 5. október 2018 16:00
Eldgos á hælunum á jarðskjálftum og flóðbylgju Gosið hefur í eldfjallinu Soputan í Indónesíu á eyjunni Norður-Sulawesi sem varð einnig fyrir barðinu á öflugum jarðskjálfta og flóðbylgju í síðustu viku. 3. október 2018 09:27
Tveir Íslendingar munu meta ástandið á hamfarasvæðinu í Indónesíu Ástandið á eyjunni Sulawesi versnar dag frá degi eftir náttúruhamfarirnar á föstudag 2. október 2018 19:00