Serbneskur þjóðernissinni vinnur leiðtogasæti í Bosníu Kjartan Kjartansson skrifar 8. október 2018 08:09 Dodik var glaður í bragði þegar hann greiddi atkvæði um helgina. Vísir/EPA Milorad Dodik, serbneskur þjóðernissinni, vann sigur í kosningum um sæti í þriggja manna forsetaráði Bosníu og Hersegóvínu. Dodik er sagður hafa náin tengsl við stjórnvöld í Rússlandi og hefur hvatt Bosníu-Serba til að stofna sitt eigið ríki. Aðdragandi kosninganna um helgina er sagður hafa einkennst af kynþáttaníði og ógnunum af hálfu leiðtoga einstakra þjóðarbrota sem eftirlitsmenn hafa sagt að minni á tíma Bosníustríðsins. Dodik hefur meðal annars sagt að Bosnía-Hersegóvína hafi brugðist sem ríki. Þrjú þjóðarbrot skipta með sér völdum í Bosníu-Hersegóvínu. Bosníumúslimar, Króatar og Serbar kjósa hver sinn fulltrúann í þriggja manna forsetaráð sem komið var á fót eftir Bosníustríðið á 10. áratug síðustu aldar. Ríkið er svo klofið í Serbneska lýðveldið og Sambandsríki múslima og Króata. „Mitt fyrsta forgangsmál verður staða serbnesku þjóðarinnar og Serbneska lýðveldisins,“ sagði Dodik sem lýsti kjöri sínu sem „tandurhreinu“. Bandarísk stjórnvöld beittu Dodik refsiaðgerðum árið 2015 fyrir að hafa reynt að hindra framkvæmd Dayton-samninganna sem bundu enda á Bosníustríðið. Íbúar Bosníu-Hersegóvínu hafa átt erfitt uppdráttar undanfarin ár. Að sögn breska ríkisútvarpsins BBC er einn af hverjum fimm atvinnulaus, þar á meðal nærri helmingur ungs fólks. Um 5% þjóðarinnar, um 200.000 manns, hafa yfirgefið landið til að vinna erlendis. Bosnía og Hersegóvína Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Milorad Dodik, serbneskur þjóðernissinni, vann sigur í kosningum um sæti í þriggja manna forsetaráði Bosníu og Hersegóvínu. Dodik er sagður hafa náin tengsl við stjórnvöld í Rússlandi og hefur hvatt Bosníu-Serba til að stofna sitt eigið ríki. Aðdragandi kosninganna um helgina er sagður hafa einkennst af kynþáttaníði og ógnunum af hálfu leiðtoga einstakra þjóðarbrota sem eftirlitsmenn hafa sagt að minni á tíma Bosníustríðsins. Dodik hefur meðal annars sagt að Bosnía-Hersegóvína hafi brugðist sem ríki. Þrjú þjóðarbrot skipta með sér völdum í Bosníu-Hersegóvínu. Bosníumúslimar, Króatar og Serbar kjósa hver sinn fulltrúann í þriggja manna forsetaráð sem komið var á fót eftir Bosníustríðið á 10. áratug síðustu aldar. Ríkið er svo klofið í Serbneska lýðveldið og Sambandsríki múslima og Króata. „Mitt fyrsta forgangsmál verður staða serbnesku þjóðarinnar og Serbneska lýðveldisins,“ sagði Dodik sem lýsti kjöri sínu sem „tandurhreinu“. Bandarísk stjórnvöld beittu Dodik refsiaðgerðum árið 2015 fyrir að hafa reynt að hindra framkvæmd Dayton-samninganna sem bundu enda á Bosníustríðið. Íbúar Bosníu-Hersegóvínu hafa átt erfitt uppdráttar undanfarin ár. Að sögn breska ríkisútvarpsins BBC er einn af hverjum fimm atvinnulaus, þar á meðal nærri helmingur ungs fólks. Um 5% þjóðarinnar, um 200.000 manns, hafa yfirgefið landið til að vinna erlendis.
Bosnía og Hersegóvína Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira