Serbneskur þjóðernissinni vinnur leiðtogasæti í Bosníu Kjartan Kjartansson skrifar 8. október 2018 08:09 Dodik var glaður í bragði þegar hann greiddi atkvæði um helgina. Vísir/EPA Milorad Dodik, serbneskur þjóðernissinni, vann sigur í kosningum um sæti í þriggja manna forsetaráði Bosníu og Hersegóvínu. Dodik er sagður hafa náin tengsl við stjórnvöld í Rússlandi og hefur hvatt Bosníu-Serba til að stofna sitt eigið ríki. Aðdragandi kosninganna um helgina er sagður hafa einkennst af kynþáttaníði og ógnunum af hálfu leiðtoga einstakra þjóðarbrota sem eftirlitsmenn hafa sagt að minni á tíma Bosníustríðsins. Dodik hefur meðal annars sagt að Bosnía-Hersegóvína hafi brugðist sem ríki. Þrjú þjóðarbrot skipta með sér völdum í Bosníu-Hersegóvínu. Bosníumúslimar, Króatar og Serbar kjósa hver sinn fulltrúann í þriggja manna forsetaráð sem komið var á fót eftir Bosníustríðið á 10. áratug síðustu aldar. Ríkið er svo klofið í Serbneska lýðveldið og Sambandsríki múslima og Króata. „Mitt fyrsta forgangsmál verður staða serbnesku þjóðarinnar og Serbneska lýðveldisins,“ sagði Dodik sem lýsti kjöri sínu sem „tandurhreinu“. Bandarísk stjórnvöld beittu Dodik refsiaðgerðum árið 2015 fyrir að hafa reynt að hindra framkvæmd Dayton-samninganna sem bundu enda á Bosníustríðið. Íbúar Bosníu-Hersegóvínu hafa átt erfitt uppdráttar undanfarin ár. Að sögn breska ríkisútvarpsins BBC er einn af hverjum fimm atvinnulaus, þar á meðal nærri helmingur ungs fólks. Um 5% þjóðarinnar, um 200.000 manns, hafa yfirgefið landið til að vinna erlendis. Bosnía og Hersegóvína Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Milorad Dodik, serbneskur þjóðernissinni, vann sigur í kosningum um sæti í þriggja manna forsetaráði Bosníu og Hersegóvínu. Dodik er sagður hafa náin tengsl við stjórnvöld í Rússlandi og hefur hvatt Bosníu-Serba til að stofna sitt eigið ríki. Aðdragandi kosninganna um helgina er sagður hafa einkennst af kynþáttaníði og ógnunum af hálfu leiðtoga einstakra þjóðarbrota sem eftirlitsmenn hafa sagt að minni á tíma Bosníustríðsins. Dodik hefur meðal annars sagt að Bosnía-Hersegóvína hafi brugðist sem ríki. Þrjú þjóðarbrot skipta með sér völdum í Bosníu-Hersegóvínu. Bosníumúslimar, Króatar og Serbar kjósa hver sinn fulltrúann í þriggja manna forsetaráð sem komið var á fót eftir Bosníustríðið á 10. áratug síðustu aldar. Ríkið er svo klofið í Serbneska lýðveldið og Sambandsríki múslima og Króata. „Mitt fyrsta forgangsmál verður staða serbnesku þjóðarinnar og Serbneska lýðveldisins,“ sagði Dodik sem lýsti kjöri sínu sem „tandurhreinu“. Bandarísk stjórnvöld beittu Dodik refsiaðgerðum árið 2015 fyrir að hafa reynt að hindra framkvæmd Dayton-samninganna sem bundu enda á Bosníustríðið. Íbúar Bosníu-Hersegóvínu hafa átt erfitt uppdráttar undanfarin ár. Að sögn breska ríkisútvarpsins BBC er einn af hverjum fimm atvinnulaus, þar á meðal nærri helmingur ungs fólks. Um 5% þjóðarinnar, um 200.000 manns, hafa yfirgefið landið til að vinna erlendis.
Bosnía og Hersegóvína Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira