Þeir feðgar, Sverrir Þór Sverrisson og Jón Arnór Sverrisson voru í furðulegri stöðu í gærkvöldi þegar erkifjendurnir Njarðvík og Keflavík mættust í stórleik fyrstu umferðar í Dominos deild karla.
Sverrir Þór er þjálfari Keflavíkur en Jón Arnór er leikmaður Njarðvíkur og átti fína innkomu af bekknum í gær.
„Það er skrýtið. Það var skrýtið andrúmsloft á heimilinu alla vikuna.“
Jón Arnór klikkaði á þriggja stiga skoti í gær og sást þá til Sverris klappa fyrir því. Sverrir segir það skrýtið að klappa fyrir óförum sonar síns.
„Já eflaust. Fyrir mér var hann bara einn af 12 andstæðingum okkar í gær. Ég óskaði honum ekki alls hins besta í leiknum en ég vona að honum gangi vel í öllum öðrum leikjum.“
Sverrir Þór segir skrýtið að klappa fyrir óförum sonar síns

Tengdar fréttir

Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Keflavík 97-90 | Þristar Loga tryggðu Njarðvík sigur á erkifjendunum
Stórveldin, erkifjendurnir og nágrannarnir, Njarðvík og Keflavík mættust í kvöld í stórleik fyrstu umferðar Dominos deild karla í körfubolta og úr varð æsispennandi leikur þar sem Njarðvík stálu sigrinum undir lokin