Ákæra sjö rússneska njósnara vegna tölvuárása Samúel Karl Ólason skrifar 4. október 2018 14:23 Frá blaðamannafundinum í dag, þar sem ákærurnar voru opinberaðar. AP/Jacquelyn Martin Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur ákært sjö rússneska njósnara, sem sagðir eru vera útsendarar leyniþjónustu rússneska hersins, GRU. Mennirnir eru ákærðir fyrir fjölda brota eins og fjársvik, fjárþvott og að villa á sér heimildir en sérstaklega vegna tölvuárása varðandi leka upplýsinga um lyfjaprófanir íþróttamanna en markmiðið var að grafa undan trúverðugleika Alþjóða lyfjaeftirlitsstofnunarinnar sem hafði á þeim tíma opinberað skipulagða lyfjanotkun rússneskra íþróttamanna. „Þeir svindluðu, þeir voru gómaðir, þeir voru bannaðir frá ólympíuleikunum, þeir voru reiðir, þeir hefndu sín, þeir brutu lögin, þeir eru glæpamenn,“ sagði Scott Brady, ríkissaksóknari í Pennsylvania, á blaðamannafundi í Bandaríkjunum í dag. Mennirnir eru sagðir hafa ráðist á minnst 250 íþróttamenn frá rúmlega 30 löndum og fjölmargar íþróttastofnanir og íþróttasamtök. Fjórir mannanna sem um ræðir voru opinberaðir af yfirvöldum Hollands í morgun og þrír þeirra höfðu áður verið ákærðir vegna afskipta Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016.The Russian hackers victimized 250 athletes from 30 countries in addition to targeting dozens of anti-doping agencies — including FIFA and the International Association of Athletics Federations https://t.co/5PBpCMPDxdpic.twitter.com/HX0NnLWKxm — POLITICO (@politico) October 4, 2018Bretar, Hollendingar og Bandaríkjamenn hafa samhæft yfirlýsingar sínar um tölvuárásir Rússa í dag þar sem ákærurnar voru opinberaðar.Sjá einnig: Opinbera rússneska njósnaraAðgerðir mannanna sjö eru sagðar hafa staðið yfir frá desember 2014 og til maí á þessu ári, hið minnsta. Þeir eru allir rússneskir ríkisborgarar og heita; Aleksei Sergeyevich Morenets, Evgenii Mikhaylovich, Serebriakov, Ivan Sergeyevich Yermakov, Artem Andreyevich Malyshev, Dmitriy Sergeyevich Badin, Oleg Mikhaylovich Sotnikov, og Alexey Valerevich Minin. Þeim er gert að hafa meðal annars beitt svokölluðum „spearphishing“ árásum og vírusum til að ráðast á fólk og stofnanir. Það mistókst oft á tíðum og í þeim tilfellum ferðuðust einhverjir þeirra víða um heim og beindu öðrum leiðum. Eins og þeir fjórir beittu þegar þeir voru gómaðir í Hollandi í apríl. Þar földu njósnararnir tækjabúnað í bílaleigubíl og notuðu hann til að hlera þráðlaust net OPCW og koma höndum yfir lykilorð og aðrar upplýsingar. Sú aðgerð misheppnaðist þó og þeim var vísað úr landi. Tölva sem fannst á njósnurunum í Hollandi hafði til dæmis verið notuð til árása í Sviss og Malasíu. Njósnararnir eru allir ákærðir fyrir tvö brot sem samanlagt fela í sér hámarksdóm upp á 25 ára fangelsisvist. Nokkrir eru þar að auki ákærðir fyrir aðra glæpi.Ákærurnar má finna hér. Bandaríkin Holland Rússland Taugaeitursárás í Bretlandi Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur ákært sjö rússneska njósnara, sem sagðir eru vera útsendarar leyniþjónustu rússneska hersins, GRU. Mennirnir eru ákærðir fyrir fjölda brota eins og fjársvik, fjárþvott og að villa á sér heimildir en sérstaklega vegna tölvuárása varðandi leka upplýsinga um lyfjaprófanir íþróttamanna en markmiðið var að grafa undan trúverðugleika Alþjóða lyfjaeftirlitsstofnunarinnar sem hafði á þeim tíma opinberað skipulagða lyfjanotkun rússneskra íþróttamanna. „Þeir svindluðu, þeir voru gómaðir, þeir voru bannaðir frá ólympíuleikunum, þeir voru reiðir, þeir hefndu sín, þeir brutu lögin, þeir eru glæpamenn,“ sagði Scott Brady, ríkissaksóknari í Pennsylvania, á blaðamannafundi í Bandaríkjunum í dag. Mennirnir eru sagðir hafa ráðist á minnst 250 íþróttamenn frá rúmlega 30 löndum og fjölmargar íþróttastofnanir og íþróttasamtök. Fjórir mannanna sem um ræðir voru opinberaðir af yfirvöldum Hollands í morgun og þrír þeirra höfðu áður verið ákærðir vegna afskipta Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016.The Russian hackers victimized 250 athletes from 30 countries in addition to targeting dozens of anti-doping agencies — including FIFA and the International Association of Athletics Federations https://t.co/5PBpCMPDxdpic.twitter.com/HX0NnLWKxm — POLITICO (@politico) October 4, 2018Bretar, Hollendingar og Bandaríkjamenn hafa samhæft yfirlýsingar sínar um tölvuárásir Rússa í dag þar sem ákærurnar voru opinberaðar.Sjá einnig: Opinbera rússneska njósnaraAðgerðir mannanna sjö eru sagðar hafa staðið yfir frá desember 2014 og til maí á þessu ári, hið minnsta. Þeir eru allir rússneskir ríkisborgarar og heita; Aleksei Sergeyevich Morenets, Evgenii Mikhaylovich, Serebriakov, Ivan Sergeyevich Yermakov, Artem Andreyevich Malyshev, Dmitriy Sergeyevich Badin, Oleg Mikhaylovich Sotnikov, og Alexey Valerevich Minin. Þeim er gert að hafa meðal annars beitt svokölluðum „spearphishing“ árásum og vírusum til að ráðast á fólk og stofnanir. Það mistókst oft á tíðum og í þeim tilfellum ferðuðust einhverjir þeirra víða um heim og beindu öðrum leiðum. Eins og þeir fjórir beittu þegar þeir voru gómaðir í Hollandi í apríl. Þar földu njósnararnir tækjabúnað í bílaleigubíl og notuðu hann til að hlera þráðlaust net OPCW og koma höndum yfir lykilorð og aðrar upplýsingar. Sú aðgerð misheppnaðist þó og þeim var vísað úr landi. Tölva sem fannst á njósnurunum í Hollandi hafði til dæmis verið notuð til árása í Sviss og Malasíu. Njósnararnir eru allir ákærðir fyrir tvö brot sem samanlagt fela í sér hámarksdóm upp á 25 ára fangelsisvist. Nokkrir eru þar að auki ákærðir fyrir aðra glæpi.Ákærurnar má finna hér.
Bandaríkin Holland Rússland Taugaeitursárás í Bretlandi Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira