Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar 2. október 2018 20:31 Ástæða er til að vekja athygli á því að í dag, 2.október, er alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa. Þroskaþjálfar starfa á öllum sviðum mannlífsins með það að leiðarljósi að styðja og efla samfélagslega þátttöku fatlaðs fólks og gæta hagsmuna þess. Mannréttindi og mannréttindabarátta er kjölfestan í störfum þeirra sem og fjölbreytilegar leiðir við að aðstoða og efla sjálfstætt líf fólks í samfélagi fyrir alla. Íslendingar eiga því láni að fagna að hér á landi hefur vaxið og dafnað öflug fagstétt þroskaþjálfa sem hefur stuðlað að mikilvægri þróun í málefnum fatlaðs fólks á Íslandi. Menntun þroskaþjálfa hefur tekið miklum breytingum í áranna rás. Þroskaþjálfaskóli Íslands varð til árið 1971 þegar að starfsheitið þroskaþjálfi varð til, en áður höfðu þær konur sem störfuðu með fötluðu fólki verið kallaðar „gæslusystur“. Þroskaþjálfaskóli Íslands sameinaðist Kennaraháskóla Íslands árið 1998 og færðist námið þar með á háskólastig. Rétt er að taka fram að þroskaþjálfun er lögverndað starf og tekur nám þroskaþjálfa mið af lögum um heilbrigðisstarfsmenn (nr. 34/2012) og reglugerð um menntun, réttindi og skyldur þroskaþjálfa (nr. 1120/2012). Í dag er þroskaþjálfafræði ein af mörgum námsleiðum sem boðið er upp á við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Um er að ræða fjögurra ára nám sem miðar að því að nemendur öðlist sérfræðiþekkingu og hæfni til þess að veita fjölbreytilega þjónustu og ráðgjöf. Meðal kennslugreina í náminu eru þroskaþjálfafræði, fötlunarfræði, félagsfræði, þroskasálfræði og siðfræði. Starfsvettvangur þroskaþjálfa er mjög fjölbreyttur og má þar nefna skólastofnanir og félags- og tómstundastarf ásamt þjónustu og ráðgjöf á öllum sviðum samfélagsins. Auknar kröfur um sérfræðiþekkingu, þjálfun og sjálfstæði þroskaþjálfa í starfi urðu til þess að árið 2017 var ákveðið að lengja námið úr þremur árum í fjögur. Samhliða því var lögð áhersla á að efla tengingu við fagvettvang með auknu starfsnámi, styrkja umfjöllun um mannréttindi og horfa til þess að starfsvettvangur þroskaþjálfa hefur orðið víðtækari. Á síðustu árum hefur aðsókn í námið vaxið jafnt og þétt. Þroskaþjálfafélag Íslands var stofnað árið 1965 og hefur gegnt lykilhlutverki við að standa vörð um þekkingu, reynslu og fagmennsku þroskaþjálfa. Þroskaþjálfar voru á meðal fyrstu starfsstétta til að rita sínar eigin siðareglur sem birtar voru fyrst árið 1991. Í þeim kemur fram grundvallarhugsjón starfsins sem er virðing fyrir mannhelgi og trú á getu einstaklings til að nýta hæfileika sína til fullnustu. Í dag er lögð áhersla á að þjónusta sé veitt í samvinnu við fatlað fólk, að fólk sem býr við fötlun skipuleggi og stýri sjálft þeirri þjónustu sem það telur sig hafa þörf fyrir. Ein mikilvægasta hindrunin sem fatlað fólk býr við er oft ekki efnisleg heldur fremur félagslegar hindranir sem tengjast viðhorfi annarra. Fötlunarfræði, sem varð til sem fræðigrein á síðari hluta 20. aldar, hefur stuðlað að nýrri sýn á fötlun þar sem áhersla er lögð á að ryðja úr vegi félagslegum hindrunum fremur en að einblína á skerðingar fólks. Þó að mikið vatn hafi runnið til sjávar frá því að það þótti sjálfsagt að vista fatlaða einstaklinga á stofnunum og skerða sjálfræði þeirra og lífsgæði, þá megum við ekki sofna á verðinum. Ný lög um félagsþjónustu sveitarfélaga og Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir tóku gildi 1. október sl. og marka mikilvæg tímamót þar sem byggt er á hugmyndum um sjálfstætt líf, jafnrétti og mannréttindi fyrir alla. Með löggjöfinni er undirstrikað að íslensk stjórnvöld skuldbinda sig til að framfylgja alþjóðlegum sáttmálum, einkum samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Á Íslandi hefur sú stefna ríkt að byggja upp menntakerfi fyrir alla og að skóla- og frístundastarf sé án aðgreiningar. Á síðustu árum hefur þróunin orðið sú að þroskaþjálfar starfa í auknum mæli í skóla – og frístundastarfi og veita kennurum, frístundaráðgjöfum og öðru starfsfólki þýðingarmikla ráðgjöf og leiðsögn. Reynslan sýnir að þverfagleg samvinna er lykillinn að árangri í menntun og þroska og opnar nýjar dyr og möguleika fyrir öll börn óháð fötlun og félagslegri stöðu. Ég hvet alla til að gefa störfum þroskaþjálfa gaum, hrósa því sem vel er gert og leggja sitt af mörkum til að styðja við samfélag þar sem öllum er tryggð virk þátttaka og jafn aðgangur að lífsgæðum. Ég óska öllum þroskaþjálfum innilega til hamingju með daginn! Á heimasíðu Þroskaþjálfafélags Íslands má finna umfjöllun um alþjóðlegan dag þroskaþjálfa. Höfundur er forseti MenntavísindasviðsHáskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Þ. Pálsdóttir Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Ástæða er til að vekja athygli á því að í dag, 2.október, er alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa. Þroskaþjálfar starfa á öllum sviðum mannlífsins með það að leiðarljósi að styðja og efla samfélagslega þátttöku fatlaðs fólks og gæta hagsmuna þess. Mannréttindi og mannréttindabarátta er kjölfestan í störfum þeirra sem og fjölbreytilegar leiðir við að aðstoða og efla sjálfstætt líf fólks í samfélagi fyrir alla. Íslendingar eiga því láni að fagna að hér á landi hefur vaxið og dafnað öflug fagstétt þroskaþjálfa sem hefur stuðlað að mikilvægri þróun í málefnum fatlaðs fólks á Íslandi. Menntun þroskaþjálfa hefur tekið miklum breytingum í áranna rás. Þroskaþjálfaskóli Íslands varð til árið 1971 þegar að starfsheitið þroskaþjálfi varð til, en áður höfðu þær konur sem störfuðu með fötluðu fólki verið kallaðar „gæslusystur“. Þroskaþjálfaskóli Íslands sameinaðist Kennaraháskóla Íslands árið 1998 og færðist námið þar með á háskólastig. Rétt er að taka fram að þroskaþjálfun er lögverndað starf og tekur nám þroskaþjálfa mið af lögum um heilbrigðisstarfsmenn (nr. 34/2012) og reglugerð um menntun, réttindi og skyldur þroskaþjálfa (nr. 1120/2012). Í dag er þroskaþjálfafræði ein af mörgum námsleiðum sem boðið er upp á við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Um er að ræða fjögurra ára nám sem miðar að því að nemendur öðlist sérfræðiþekkingu og hæfni til þess að veita fjölbreytilega þjónustu og ráðgjöf. Meðal kennslugreina í náminu eru þroskaþjálfafræði, fötlunarfræði, félagsfræði, þroskasálfræði og siðfræði. Starfsvettvangur þroskaþjálfa er mjög fjölbreyttur og má þar nefna skólastofnanir og félags- og tómstundastarf ásamt þjónustu og ráðgjöf á öllum sviðum samfélagsins. Auknar kröfur um sérfræðiþekkingu, þjálfun og sjálfstæði þroskaþjálfa í starfi urðu til þess að árið 2017 var ákveðið að lengja námið úr þremur árum í fjögur. Samhliða því var lögð áhersla á að efla tengingu við fagvettvang með auknu starfsnámi, styrkja umfjöllun um mannréttindi og horfa til þess að starfsvettvangur þroskaþjálfa hefur orðið víðtækari. Á síðustu árum hefur aðsókn í námið vaxið jafnt og þétt. Þroskaþjálfafélag Íslands var stofnað árið 1965 og hefur gegnt lykilhlutverki við að standa vörð um þekkingu, reynslu og fagmennsku þroskaþjálfa. Þroskaþjálfar voru á meðal fyrstu starfsstétta til að rita sínar eigin siðareglur sem birtar voru fyrst árið 1991. Í þeim kemur fram grundvallarhugsjón starfsins sem er virðing fyrir mannhelgi og trú á getu einstaklings til að nýta hæfileika sína til fullnustu. Í dag er lögð áhersla á að þjónusta sé veitt í samvinnu við fatlað fólk, að fólk sem býr við fötlun skipuleggi og stýri sjálft þeirri þjónustu sem það telur sig hafa þörf fyrir. Ein mikilvægasta hindrunin sem fatlað fólk býr við er oft ekki efnisleg heldur fremur félagslegar hindranir sem tengjast viðhorfi annarra. Fötlunarfræði, sem varð til sem fræðigrein á síðari hluta 20. aldar, hefur stuðlað að nýrri sýn á fötlun þar sem áhersla er lögð á að ryðja úr vegi félagslegum hindrunum fremur en að einblína á skerðingar fólks. Þó að mikið vatn hafi runnið til sjávar frá því að það þótti sjálfsagt að vista fatlaða einstaklinga á stofnunum og skerða sjálfræði þeirra og lífsgæði, þá megum við ekki sofna á verðinum. Ný lög um félagsþjónustu sveitarfélaga og Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir tóku gildi 1. október sl. og marka mikilvæg tímamót þar sem byggt er á hugmyndum um sjálfstætt líf, jafnrétti og mannréttindi fyrir alla. Með löggjöfinni er undirstrikað að íslensk stjórnvöld skuldbinda sig til að framfylgja alþjóðlegum sáttmálum, einkum samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Á Íslandi hefur sú stefna ríkt að byggja upp menntakerfi fyrir alla og að skóla- og frístundastarf sé án aðgreiningar. Á síðustu árum hefur þróunin orðið sú að þroskaþjálfar starfa í auknum mæli í skóla – og frístundastarfi og veita kennurum, frístundaráðgjöfum og öðru starfsfólki þýðingarmikla ráðgjöf og leiðsögn. Reynslan sýnir að þverfagleg samvinna er lykillinn að árangri í menntun og þroska og opnar nýjar dyr og möguleika fyrir öll börn óháð fötlun og félagslegri stöðu. Ég hvet alla til að gefa störfum þroskaþjálfa gaum, hrósa því sem vel er gert og leggja sitt af mörkum til að styðja við samfélag þar sem öllum er tryggð virk þátttaka og jafn aðgangur að lífsgæðum. Ég óska öllum þroskaþjálfum innilega til hamingju með daginn! Á heimasíðu Þroskaþjálfafélags Íslands má finna umfjöllun um alþjóðlegan dag þroskaþjálfa. Höfundur er forseti MenntavísindasviðsHáskóla Íslands.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar