Dagsetningin virðist benda til þess að um sé að ræða mál knattspyrnumannsins Cristiano Ronaldo
Íþróttafréttamaðurinn Grant Wahl hjá Sports Illustrated og Fox Sports vakti athygli á því á Twitter síðu sinni.
Las Vegas police department says it has reopened case in alleged sexual assault on June 13, 2009—the same date as the allegations in the new Der Spiegel against Cristiano Ronaldo by Kathryn Mayorga of Las Vegas. pic.twitter.com/tUYjgdxUua
— Grant Wahl (@GrantWahl) October 1, 2018
Þýski miðillinn Der Spiegel hefur frá því í fyrra fjallað um meint kynferðisbrot Ronaldo sem á að hafa verið framið í Las Vegas sumarið 2009. Sú umfjöllun var byggð á skjölum sem lekið var til blaðsins, á þeim tíma vildi Mayorga ekki tjá sig um málið.
Í kjölfar #MeToo byltingarinnar segist Mayorga hafa fyllst kjarki og hefur ákveðið að stíga fram í samstarfi við Der Spiegel og birtist viðtal við hana um málið í vikunni. Fjallað var um ásakanir Mayorga á Vísi í dag og má sjá umfjöllunina hér.
Hér má finna umfjöllun Spiegel um málið og að neðan má sjá röð tísta sem greinahöfundur Spiegel hefur birt um málið.