Segja fall Primera ekki raska ferðum íslenskra ferðaskrifstofa Kjartan Kjartansson og Stefán Ó. Jónsson skrifa 1. október 2018 17:05 Primera Air ætlar að sækja um greiðslustöðvun á morgun. Vísir/Getty Íslenskar ferðaskrifstofur sem hafa nýtt þjónustu Primera Air hafa flutt flugferðir sínar til annarra flugfélaga og engin röskun á því að verða á ferðum á vegum þeirra þrátt fyrir að félagið stefni nú í gjaldþrot. Stjórn Primera Air fullyrðir þetta í yfirlýsingu.Primera Air ætlar að sækja um greiðslustöðvun á morgun. Vélar á vegum samstæðunnar hafa flogið frá Íslandi undir flugrekstrarleyfi sem er skráð í Lettlandi. Félagið hefur meðal annars flogið fyrir íslenskar ferðaskrifstofur. Heimsferðir eru hluti af Primera Travel Group sem Primera Air tilheyrir. Í yfirlýsingu frá stjórn Primera Air sem birtist á vef ferðaskrifstofunnar kemur fram að unnið verði með flugmálastjórnum Danmerkur og Lettlands til þess að þess að leysa úr málum farþega sem áttu bókað flug með félaginu. Upplýsingar um það verði birtar á vef félagsins. Öll flug fyrir íslenskar ferðaskrifstofur hafi verið flutt til annarra flugfélaga. Ferðaskrifstofur muni upplýsa farþega sína um það. Heimsferðir fullyrða að engin röskun verði á flugi ferðaskrifstofa frá Íslandi. „Heimsferðir hafa flutt alla samninga sína til Travel Service, og munu aðstoða farþega Primera Air til tryggja að allir komist á áfangastað og til landsins,“ segir í fréttinni. Travel Service er tékkneskt leiguflugfélag. Á vefsíðu félagsins kemur fram að það sé stærsta flugfélag Tékklands en það flýgur undir vörumerkinu Smartwings.Hætta núna til að lágmarka óþægindi viðskiptavina Um greiðslustöðvunin segir að hún sé mikil vonbrigði fyrir starfsfólk og viðskiptavini félagsins. Ástæðuna megi rekja til vandamála með flugvélaflota félagsins. „Í kjölfar þungbærra áfalla á síðsta ári, þegar félagið misst vél úr flota sínum vegna tæringar, sem hafði í för með sér viðbótarkostnað að upphæð 1,5 miljarðs króna. Og á þessu ári, í kjölfar mikilla seinkana á afhendingu véla frá Airbus til félagsins, sem kostaði félagið yfir 2 milljarða króna á árinu, þá var ljóst að félagið gat ekki haldið áfram nema með verulegri hlutafjáraukningu, til að mæta tapi, sem og fyrir framtíðaruppbyggingu félagsins,“ segir í yfirlýsingunni. Á næsta ári átti félagið að taka á móti tíu nýjum flugvélum frá Boeing. „Í ljósi erfiðra rekstraraðstæðna í flugrekstri í dag, hás olíuverðs, mjög lágs farmiðaverðs á öllum mörkuðum, og sem mun lækka enn frekar, þá tók stjórn félagins þá ákvörðun að hætta rekstri núna, á tímapunkti sem hægt er að lágmarka óþægindi til viðskiptavina. Einnig á sama tíma, er það ábyrgðarhluti að fara í svo stóra fjárfestingu í nýjum vélum eins og til stóð, ef ekki er hægt að fulltryggja það verkefni til enda, og til að koma í veg fyrir tjón birgja og leigusala,“ segir í yfirlýsingu stjórnarinnar.Fréttin hefur verið uppfærð. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Primera Air stefnir í gjaldþrot Primera Air Nordic og Primera Air Scandinavia munu sækja um greiðslustöðvun á morgun. 1. október 2018 16:06 Mest lesið Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Fleiri fréttir Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Sjá meira
Íslenskar ferðaskrifstofur sem hafa nýtt þjónustu Primera Air hafa flutt flugferðir sínar til annarra flugfélaga og engin röskun á því að verða á ferðum á vegum þeirra þrátt fyrir að félagið stefni nú í gjaldþrot. Stjórn Primera Air fullyrðir þetta í yfirlýsingu.Primera Air ætlar að sækja um greiðslustöðvun á morgun. Vélar á vegum samstæðunnar hafa flogið frá Íslandi undir flugrekstrarleyfi sem er skráð í Lettlandi. Félagið hefur meðal annars flogið fyrir íslenskar ferðaskrifstofur. Heimsferðir eru hluti af Primera Travel Group sem Primera Air tilheyrir. Í yfirlýsingu frá stjórn Primera Air sem birtist á vef ferðaskrifstofunnar kemur fram að unnið verði með flugmálastjórnum Danmerkur og Lettlands til þess að þess að leysa úr málum farþega sem áttu bókað flug með félaginu. Upplýsingar um það verði birtar á vef félagsins. Öll flug fyrir íslenskar ferðaskrifstofur hafi verið flutt til annarra flugfélaga. Ferðaskrifstofur muni upplýsa farþega sína um það. Heimsferðir fullyrða að engin röskun verði á flugi ferðaskrifstofa frá Íslandi. „Heimsferðir hafa flutt alla samninga sína til Travel Service, og munu aðstoða farþega Primera Air til tryggja að allir komist á áfangastað og til landsins,“ segir í fréttinni. Travel Service er tékkneskt leiguflugfélag. Á vefsíðu félagsins kemur fram að það sé stærsta flugfélag Tékklands en það flýgur undir vörumerkinu Smartwings.Hætta núna til að lágmarka óþægindi viðskiptavina Um greiðslustöðvunin segir að hún sé mikil vonbrigði fyrir starfsfólk og viðskiptavini félagsins. Ástæðuna megi rekja til vandamála með flugvélaflota félagsins. „Í kjölfar þungbærra áfalla á síðsta ári, þegar félagið misst vél úr flota sínum vegna tæringar, sem hafði í för með sér viðbótarkostnað að upphæð 1,5 miljarðs króna. Og á þessu ári, í kjölfar mikilla seinkana á afhendingu véla frá Airbus til félagsins, sem kostaði félagið yfir 2 milljarða króna á árinu, þá var ljóst að félagið gat ekki haldið áfram nema með verulegri hlutafjáraukningu, til að mæta tapi, sem og fyrir framtíðaruppbyggingu félagsins,“ segir í yfirlýsingunni. Á næsta ári átti félagið að taka á móti tíu nýjum flugvélum frá Boeing. „Í ljósi erfiðra rekstraraðstæðna í flugrekstri í dag, hás olíuverðs, mjög lágs farmiðaverðs á öllum mörkuðum, og sem mun lækka enn frekar, þá tók stjórn félagins þá ákvörðun að hætta rekstri núna, á tímapunkti sem hægt er að lágmarka óþægindi til viðskiptavina. Einnig á sama tíma, er það ábyrgðarhluti að fara í svo stóra fjárfestingu í nýjum vélum eins og til stóð, ef ekki er hægt að fulltryggja það verkefni til enda, og til að koma í veg fyrir tjón birgja og leigusala,“ segir í yfirlýsingu stjórnarinnar.Fréttin hefur verið uppfærð.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Primera Air stefnir í gjaldþrot Primera Air Nordic og Primera Air Scandinavia munu sækja um greiðslustöðvun á morgun. 1. október 2018 16:06 Mest lesið Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Fleiri fréttir Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Sjá meira
Primera Air stefnir í gjaldþrot Primera Air Nordic og Primera Air Scandinavia munu sækja um greiðslustöðvun á morgun. 1. október 2018 16:06