Börn sett í ólíðandi aðstæður í boði borgarinnar Kolbrún Baldursdóttir skrifar 1. október 2018 12:05 Inntökuskilyrði í Klettaskóla eru of ströng. Í skólanum eru 130 nemendur en upphaflega var gert ráð fyrir að þar stunduðu innan við hundrað nemendur nám. Foreldrar sem hafa óskað eftir vist fyrir barn sitt í sérskólaúrræði eins og Klettaskóla hafa orðið frá að víkja ef fyrirsjáanlegt er að barnið nær ekki þeim viðmiðunum, stundum naumlega, sem inntökuskilyrðin gera ráð fyrir. Eðli málsins samkvæmt er því enginn biðlisti í Klettaskóla að heitið geti. Nemendur með miðlungs eða væga þroskahömlun stunda öllu jafnan nám í almennum bekk, sum með stuðning og í sérkennslu. Einn þátttökubekkur er rekinn í tengslum við Klettaskóla. Hann var settur á fót 2013 og eru sömu inntökuskilyrðin í hann og Klettaskóla.Vaxandi vanlíðanÍ ljósi vaxandi vanlíðunar barna, aukins sjálfsskaða og aukinnar tíðni sjálfsvígshugsana samkvæmt niðurstöðu sem birtist í nýlegri skýrslu Embættis landlæknis er hér um alvarlegan hlut að ræða í skólakerfi Reykjavíkur. Skóli án aðgreiningar er sú stefna sem Reykjavíkurborg rekur í skólamálum. Ef skóli án aðgreiningar á að vera fyrir öll börn þarf að fylgja honum fullnægjandi fjármagn til að hægt sé að bjóða börnum með væga og miðlungs þroskahömlun og börnum með aðrar sérþarfir þjónustu við hæfi. Um er að ræða þjónustu þroskaþjálfa, iðjuþjálfa, aðgengi að sálfræðingi, sérkennara, sjúkraþjálfara, hjúkrunarfræðinga og náms-og félagsráðgjafa. Þetta er ekki raunveruleikinn í skólakerfi Reykjavíkurborgar. Í Reykjavík er ekki nægjanlega hlúð að börnum með þroskahömlun í skóla án aðgreiningar. Börn með væga og miðlungs þroskahömlun eru mörg sett í ólíðandi skólaaðstæður í boði borgarinnar. Mörg eru einangruð, einmana og finna sig ekki í aðstæðunum þar sem þau geta ekki það sama og hin börnin. Þeim finnst þau vera öðruvísi og eignast ekki vini á jafningjagrunni.Hvað segja foreldrar barna með þroskahömlun?Kannanir hafa verið gerðar hjá Reykjavíkurborg en í engri þeirra koma fram skoðanir foreldra þroskahamlaðra barna. Rætt er um sérþarfir í könnunum sem er mjög vítt hugtak og getur vísað til alls mögulegs s.s. lesblindu, málþroskaröskun, ADHD en ekki endilega til þroskahamlana á borð við vitsmunaþroskaskerðingu. Börn með þroskahömlun og foreldrar þeirra eru viðkvæmur hópur. Þetta er ekki háværasti hópurinn í samfélaginu. Allir foreldrar vilja það besta fyrir börn sín, að þau fái þjónustu við hæfi og séu í aðstæðum þar sem þau geta notið sín í undirbúningnum undir lífið. Margir foreldra barna með þroskahömlun bera kvíðboga fyrir börnum sínum nú og til framtíðar og svíður að hafa ekki val um skóla- og námsúrræði sem hentar þeim betur.Hvert er stefnt?Borgarmeirihlutinn hefur staðfest að ekki verði sett á laggirnar fleiri sérskólaúrræði með því að fella tillögur þess efnis sem lagðar voru fram í borgarstjórn. Tillögurnar voru felldar á þeim grundvelli að ekki sé þörf fyrir fleiri og fjölbreyttari sérúrræð fyrir nemendur með þroskahömlun. Þetta samræmist ekki því sem foreldrar barna með miðlungs eða væga þroskahömlun segja. Ný tillaga hefur verið lögð fram í Skóla- og frístundaráði um að rýmka inntökureglur í þátttökubekki. Til stóð upphaflega að bekkirnir yrðu fjórir en í dag er aðeins einn slíkur bekkur og er hann fullsetinn. Með því að bæta við þátttökubekk og rýmka inntökuskilyrðin svo þau nái utan um börn með væga og miðlungs þroskahömlun mun koma í ljós hver hin raunverulega þörf er. Fjölgi umsóknum í „þátttökubekk“ ætti síðan að vera í lófa lagið að fjölga þeim eftir þörfum. Hættum að þjösnast áfram í þessum málum og rembast við að steypa öll börn í sama mót. Skóli án aðgreiningar er rekinn af vanefnum í Reykjavík og er því ekki í þágu allra barna. Segja má að tvennt standi til boða að gera, annars vegar að gera skóla án aðgreiningar fullnægjandi fyrir öll börn eða fjölga sérúrræðum. Það er réttur hvers barns að fá skólaúrræði við hæfi þar sem því líður vel, þar sem námsefnið er við hæfi og þar sem félagslegum þörfum þess er mætt.Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Inntökuskilyrði í Klettaskóla eru of ströng. Í skólanum eru 130 nemendur en upphaflega var gert ráð fyrir að þar stunduðu innan við hundrað nemendur nám. Foreldrar sem hafa óskað eftir vist fyrir barn sitt í sérskólaúrræði eins og Klettaskóla hafa orðið frá að víkja ef fyrirsjáanlegt er að barnið nær ekki þeim viðmiðunum, stundum naumlega, sem inntökuskilyrðin gera ráð fyrir. Eðli málsins samkvæmt er því enginn biðlisti í Klettaskóla að heitið geti. Nemendur með miðlungs eða væga þroskahömlun stunda öllu jafnan nám í almennum bekk, sum með stuðning og í sérkennslu. Einn þátttökubekkur er rekinn í tengslum við Klettaskóla. Hann var settur á fót 2013 og eru sömu inntökuskilyrðin í hann og Klettaskóla.Vaxandi vanlíðanÍ ljósi vaxandi vanlíðunar barna, aukins sjálfsskaða og aukinnar tíðni sjálfsvígshugsana samkvæmt niðurstöðu sem birtist í nýlegri skýrslu Embættis landlæknis er hér um alvarlegan hlut að ræða í skólakerfi Reykjavíkur. Skóli án aðgreiningar er sú stefna sem Reykjavíkurborg rekur í skólamálum. Ef skóli án aðgreiningar á að vera fyrir öll börn þarf að fylgja honum fullnægjandi fjármagn til að hægt sé að bjóða börnum með væga og miðlungs þroskahömlun og börnum með aðrar sérþarfir þjónustu við hæfi. Um er að ræða þjónustu þroskaþjálfa, iðjuþjálfa, aðgengi að sálfræðingi, sérkennara, sjúkraþjálfara, hjúkrunarfræðinga og náms-og félagsráðgjafa. Þetta er ekki raunveruleikinn í skólakerfi Reykjavíkurborgar. Í Reykjavík er ekki nægjanlega hlúð að börnum með þroskahömlun í skóla án aðgreiningar. Börn með væga og miðlungs þroskahömlun eru mörg sett í ólíðandi skólaaðstæður í boði borgarinnar. Mörg eru einangruð, einmana og finna sig ekki í aðstæðunum þar sem þau geta ekki það sama og hin börnin. Þeim finnst þau vera öðruvísi og eignast ekki vini á jafningjagrunni.Hvað segja foreldrar barna með þroskahömlun?Kannanir hafa verið gerðar hjá Reykjavíkurborg en í engri þeirra koma fram skoðanir foreldra þroskahamlaðra barna. Rætt er um sérþarfir í könnunum sem er mjög vítt hugtak og getur vísað til alls mögulegs s.s. lesblindu, málþroskaröskun, ADHD en ekki endilega til þroskahamlana á borð við vitsmunaþroskaskerðingu. Börn með þroskahömlun og foreldrar þeirra eru viðkvæmur hópur. Þetta er ekki háværasti hópurinn í samfélaginu. Allir foreldrar vilja það besta fyrir börn sín, að þau fái þjónustu við hæfi og séu í aðstæðum þar sem þau geta notið sín í undirbúningnum undir lífið. Margir foreldra barna með þroskahömlun bera kvíðboga fyrir börnum sínum nú og til framtíðar og svíður að hafa ekki val um skóla- og námsúrræði sem hentar þeim betur.Hvert er stefnt?Borgarmeirihlutinn hefur staðfest að ekki verði sett á laggirnar fleiri sérskólaúrræði með því að fella tillögur þess efnis sem lagðar voru fram í borgarstjórn. Tillögurnar voru felldar á þeim grundvelli að ekki sé þörf fyrir fleiri og fjölbreyttari sérúrræð fyrir nemendur með þroskahömlun. Þetta samræmist ekki því sem foreldrar barna með miðlungs eða væga þroskahömlun segja. Ný tillaga hefur verið lögð fram í Skóla- og frístundaráði um að rýmka inntökureglur í þátttökubekki. Til stóð upphaflega að bekkirnir yrðu fjórir en í dag er aðeins einn slíkur bekkur og er hann fullsetinn. Með því að bæta við þátttökubekk og rýmka inntökuskilyrðin svo þau nái utan um börn með væga og miðlungs þroskahömlun mun koma í ljós hver hin raunverulega þörf er. Fjölgi umsóknum í „þátttökubekk“ ætti síðan að vera í lófa lagið að fjölga þeim eftir þörfum. Hættum að þjösnast áfram í þessum málum og rembast við að steypa öll börn í sama mót. Skóli án aðgreiningar er rekinn af vanefnum í Reykjavík og er því ekki í þágu allra barna. Segja má að tvennt standi til boða að gera, annars vegar að gera skóla án aðgreiningar fullnægjandi fyrir öll börn eða fjölga sérúrræðum. Það er réttur hvers barns að fá skólaúrræði við hæfi þar sem því líður vel, þar sem námsefnið er við hæfi og þar sem félagslegum þörfum þess er mætt.Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun