Tala látinna í Indónesíu hækkar enn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. október 2018 07:25 Þessi stúlka fannst á lífi í Palu í gær. vísir/epa Staðfest er að 844 hafi látist af völdum jarðskjálftans sem reið yfir Indónesíu á föstudag. Þetta kom fram á blaðamannafundi indónesískra yfirvalda sem hófst upp úr klukkan sjö að íslenskum tíma í morgun, en ljóst er að sú tala á eftir að hækka, þar sem óttast er hundruð séu grafnir í leðju og drullu á hamfarasvæðunum. Sutopo Purwo Nugroho, talsmaður yfirvalda, sagði að stórvirkar vinnuvélar væru nú komnar að þau svæði sem urðu hvað verst úti í skjálftanum en þær verða til að mynda notaðar í borginni Palu til þess að leita í rústum verslunarmiðstöðvar og hótels. Ekki hefur verið leitað í rústum bygginganna þar sem þær eru taldar óstöðugar þannig að ekki er óhætt fyrir björgunarfólk að fara þangað inn. Sutopo sagði að yfirvöld enn takmarkaðar upplýsingar um ástandið á þeim svæðum sem fóru verst út úr skjálftanum og þeirri gríðarmiklu flóðbylgju sem fylgdi í kjölfarið. Þá liggja rafmagns- og símalínur enn niðri í Palu, Donggala, Sigi og Parigi Moutong. Samkvæmt því sem kom fram á blaðamannafundinum voru 144 erlendir ríkisborgarar staddir í Palu og Donggala þegar jarðskjálftinn reið yfir. Indónesísk stjórnvöld hafa ákveðið að þiggja boð annarra ríkja um björgunaraðstoð en neyðaraðstoð hefur borist illa og seint til skjálftasvæðanna, bæði vegna vega sem eyðilögðust í hamförunum sem og vegna þess hversu seint yfirvöld í landinu tóku ákvörðun um að þiggja aðstoð. „Það hefur enginn hjálp borist. Við höfum misst allt,“ er haft eftir einum íbúa á skjálftasvæðunum. Indónesía Tengdar fréttir Skelfing greip um sig þegar flóðbylgjan skall á Um fjögur hundruð látnir. 29. september 2018 09:59 Grafa með höndunum einum saman í örvæntingarfullri leit að fólki á lífi Rúmlega 830 fórust í hamförunum í Indónesíu 30. september 2018 07:33 Tala látinna hækkar hratt Tala látinna hækkar hratt í Indónesíu eftir jarðskjálftann og flóðbylgjuna á föstudag og óttast yfirvöld að ástandið sé mun verra en búist hefur verið við. 30. september 2018 19:56 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Staðfest er að 844 hafi látist af völdum jarðskjálftans sem reið yfir Indónesíu á föstudag. Þetta kom fram á blaðamannafundi indónesískra yfirvalda sem hófst upp úr klukkan sjö að íslenskum tíma í morgun, en ljóst er að sú tala á eftir að hækka, þar sem óttast er hundruð séu grafnir í leðju og drullu á hamfarasvæðunum. Sutopo Purwo Nugroho, talsmaður yfirvalda, sagði að stórvirkar vinnuvélar væru nú komnar að þau svæði sem urðu hvað verst úti í skjálftanum en þær verða til að mynda notaðar í borginni Palu til þess að leita í rústum verslunarmiðstöðvar og hótels. Ekki hefur verið leitað í rústum bygginganna þar sem þær eru taldar óstöðugar þannig að ekki er óhætt fyrir björgunarfólk að fara þangað inn. Sutopo sagði að yfirvöld enn takmarkaðar upplýsingar um ástandið á þeim svæðum sem fóru verst út úr skjálftanum og þeirri gríðarmiklu flóðbylgju sem fylgdi í kjölfarið. Þá liggja rafmagns- og símalínur enn niðri í Palu, Donggala, Sigi og Parigi Moutong. Samkvæmt því sem kom fram á blaðamannafundinum voru 144 erlendir ríkisborgarar staddir í Palu og Donggala þegar jarðskjálftinn reið yfir. Indónesísk stjórnvöld hafa ákveðið að þiggja boð annarra ríkja um björgunaraðstoð en neyðaraðstoð hefur borist illa og seint til skjálftasvæðanna, bæði vegna vega sem eyðilögðust í hamförunum sem og vegna þess hversu seint yfirvöld í landinu tóku ákvörðun um að þiggja aðstoð. „Það hefur enginn hjálp borist. Við höfum misst allt,“ er haft eftir einum íbúa á skjálftasvæðunum.
Indónesía Tengdar fréttir Skelfing greip um sig þegar flóðbylgjan skall á Um fjögur hundruð látnir. 29. september 2018 09:59 Grafa með höndunum einum saman í örvæntingarfullri leit að fólki á lífi Rúmlega 830 fórust í hamförunum í Indónesíu 30. september 2018 07:33 Tala látinna hækkar hratt Tala látinna hækkar hratt í Indónesíu eftir jarðskjálftann og flóðbylgjuna á föstudag og óttast yfirvöld að ástandið sé mun verra en búist hefur verið við. 30. september 2018 19:56 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Grafa með höndunum einum saman í örvæntingarfullri leit að fólki á lífi Rúmlega 830 fórust í hamförunum í Indónesíu 30. september 2018 07:33
Tala látinna hækkar hratt Tala látinna hækkar hratt í Indónesíu eftir jarðskjálftann og flóðbylgjuna á föstudag og óttast yfirvöld að ástandið sé mun verra en búist hefur verið við. 30. september 2018 19:56