Bannar dóttur sinni að horfa á Öskubusku og Litlu hafmeyjuna Birgir Olgeirsson skrifar 18. október 2018 22:00 Leikkonan Keira Knightley. Vísir/Getty Breska leikkonan Keira Knightley bannar þriggja ára dóttur sinni að horfa á kvikmyndir frá Disney ef hún er ósátt við þá mynd sem er dregin upp af konum í þeim myndum.Greint er frá þessu á vef BBC en þar segir að Öskubuska og Litla hafmeyjan séu á meðal mynda sem eru á bannlista leikkonunnar. Hún sagði þetta í spjallþætti Ellen DeGeneres. Þar sagði hún til að mynda Öskubusku, eins og hún var túlkuð á sjötta áratug síðustu aldar, bíða eftir einhverjum auðugum manni sem á að koma henni til bjarga. „Ekki bíða! Bjargaðu sjálfri þér. Augljóslega.“ Leikkonan bætti þó við að hún elskaði Litlu hafmeyjuna og því reyndist það henni erfitt að banna þriggja ára dóttur sinni að horfa á hana. „Lögin eru frábær, en ekki gefa röddina þína eftir fyrir karlmann. Halló!“Sjálf hefur Knightley leikið í Disney-myndum, þar á með Pirates of the Caribbean, en hún sagði að ekki væru allar myndir frá þessu fyrirtæki slæmar. Leitin að Dóru, eða Finding Dory, er í miklu uppáhaldi sem og Frozen og Mona. Knightley er á ferð og flugi þessar mundir til að kynna nýjustu mynd sína um Hnotubrjótinn sem Disney framleiðir.BBC segir Knightley ekki fyrstu leikkonuna til að gagnrýna Disney vegna þess hvernig konur birtast í myndum fyrirtækisins. Kristen Bell, sem talsetti eina af aðalpersónum Frozen, sagði Mjallhvíti senda börnum slæm skilaboð um samþykki. Segist hún hafa rætt við dætur sínar og spurt þær hvort þeim finnist ekki skrýtið að Mjallhvít hafi ekki spurt nornina hvers vegna hún þurfti að borða eplið eða hvaðan nornin fékk eplið? Þá spurði hún líka dætur sínar hvort þeim þætti það ekki skrýtið að prinsinn kyssi Mjallhvíti án hennar leyfis? „Þú mátt nefnilega ekki kyssa einhvern ef hann er sofandi,“ sagðist Bell hafa ítrekað fyrir dætrum sínum. Disney Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira
Breska leikkonan Keira Knightley bannar þriggja ára dóttur sinni að horfa á kvikmyndir frá Disney ef hún er ósátt við þá mynd sem er dregin upp af konum í þeim myndum.Greint er frá þessu á vef BBC en þar segir að Öskubuska og Litla hafmeyjan séu á meðal mynda sem eru á bannlista leikkonunnar. Hún sagði þetta í spjallþætti Ellen DeGeneres. Þar sagði hún til að mynda Öskubusku, eins og hún var túlkuð á sjötta áratug síðustu aldar, bíða eftir einhverjum auðugum manni sem á að koma henni til bjarga. „Ekki bíða! Bjargaðu sjálfri þér. Augljóslega.“ Leikkonan bætti þó við að hún elskaði Litlu hafmeyjuna og því reyndist það henni erfitt að banna þriggja ára dóttur sinni að horfa á hana. „Lögin eru frábær, en ekki gefa röddina þína eftir fyrir karlmann. Halló!“Sjálf hefur Knightley leikið í Disney-myndum, þar á með Pirates of the Caribbean, en hún sagði að ekki væru allar myndir frá þessu fyrirtæki slæmar. Leitin að Dóru, eða Finding Dory, er í miklu uppáhaldi sem og Frozen og Mona. Knightley er á ferð og flugi þessar mundir til að kynna nýjustu mynd sína um Hnotubrjótinn sem Disney framleiðir.BBC segir Knightley ekki fyrstu leikkonuna til að gagnrýna Disney vegna þess hvernig konur birtast í myndum fyrirtækisins. Kristen Bell, sem talsetti eina af aðalpersónum Frozen, sagði Mjallhvíti senda börnum slæm skilaboð um samþykki. Segist hún hafa rætt við dætur sínar og spurt þær hvort þeim finnist ekki skrýtið að Mjallhvít hafi ekki spurt nornina hvers vegna hún þurfti að borða eplið eða hvaðan nornin fékk eplið? Þá spurði hún líka dætur sínar hvort þeim þætti það ekki skrýtið að prinsinn kyssi Mjallhvíti án hennar leyfis? „Þú mátt nefnilega ekki kyssa einhvern ef hann er sofandi,“ sagðist Bell hafa ítrekað fyrir dætrum sínum.
Disney Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira