Ingibjörg Sólrún furðar sig á ofsafenginni umræðu um braggamálið Jakob Bjarnar skrifar 18. október 2018 21:00 Ingibjörg Sólrún, fyrrverandi borgarstjóri, segir endurbyggingu braggans eiga fullan rétt á sér. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri, furðar sig á hinni hatrömu umræðu um „braggamálið“ svokallað. Hún skrifar stuttan pistil um málið á Facebooksíðu sína nú undir kvöld. „Ég verð að játa að ég er talsvert hugsi yfir umræðunni á net- og samfélagsmiðlum um „braggamálið“ s.k og stöðu Dags B. Eggertssonar. Það er augljóst að eitthvað hefur farið verulega úrskeiðis við endurbyggingu braggans og ég er viss um að innri endurskoðun Reykjavíkurborgar á eftir að skila skýrslu sem varpar ljósi á málið,“ skrifar Ingibjörg Sólrún.Mikil óþreyja að koma höggi á Dag Hún segir jafnframt að það verði næg tækifæri til að ræða ábyrgð allra þeirra sem að málinu komu, líka borgarstjóra.En eins og oft áður virðist meiri áhugi á því að skjóta fyrst og spyrja svo. Ákveðnir einstaklingar eru haldnir mikilli óþreyju að koma höggi á Dag B. Eggertsson og geta hreinlega ekki af sér borið meðan hann er í veikindaleyfi. Ingibjörg Sólrún þekkir það vel af eigin raun að þurfa að hverfa frá miklu ati af vettvangi stjórnmálanna vegna veikinda, þá er hún gegndi embætti utanríkisráðherra og var formaður Samfylkingarinnar. Hún segir það svo og því miður að lausatök við endurbygging braggans skuli varpa skugga á þessa annars ágætu framkvæmd. Skilningsleysi Sjálfstæðismanna á mikilvægi menningarminja „Braggar settu svip sinn á Reykavík um langt árabil og voru lengi búsetuúrræði fátæks fólks,“ segir Ingibjörg Sólrún og bendir á að því miður hafi enginn íbúðabraggi varðveist í Reykjavík og ... „ástæða til að rifja það upp að ég flutti um það tillögu í borgarstjórn einhvern tímann á níunda áratug síðustu aldar (!) að reynt yrði að varðveita einsog einn íbúðabragga og var ég þá helst með Laugarnesið í huga. Þá var enginn skilningur á varðveislu húsa hjá Sjálfstæðismeirihlutanum í Borgarstjórn Reykjavíkur og því fór sem fór; síðustu íbúðabraggarnir fuku með Fjalarkettinum í Aðalstræti, SS húsinu, Eimskipafélags skemmunni og Völundarhúsinu við Skúlagötu og fleiri fallegum húsum.“ Ingibjörg Sólrún segir braggann við Nauthólsvík eiga fyllilega rétt á sér sem menningarminjar en einhvers staðar hafa menn farið offari í endurbyggingunni. „Það er miður,“ segir Ingibjörg Sólrún. Braggamálið Tengdar fréttir „Þetta er ljótt. Þetta er ógeðslegt“ Mikil heift á báða bóga vegna veikinda Dags og braggamálsins. 17. október 2018 23:00 Dönsku stráin, náðhúsið og allt heila braggaklabbið Vísir birtir alla reikninga sem snúa að byggingu braggans í Nauthólsvík. 17. október 2018 14:30 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri, furðar sig á hinni hatrömu umræðu um „braggamálið“ svokallað. Hún skrifar stuttan pistil um málið á Facebooksíðu sína nú undir kvöld. „Ég verð að játa að ég er talsvert hugsi yfir umræðunni á net- og samfélagsmiðlum um „braggamálið“ s.k og stöðu Dags B. Eggertssonar. Það er augljóst að eitthvað hefur farið verulega úrskeiðis við endurbyggingu braggans og ég er viss um að innri endurskoðun Reykjavíkurborgar á eftir að skila skýrslu sem varpar ljósi á málið,“ skrifar Ingibjörg Sólrún.Mikil óþreyja að koma höggi á Dag Hún segir jafnframt að það verði næg tækifæri til að ræða ábyrgð allra þeirra sem að málinu komu, líka borgarstjóra.En eins og oft áður virðist meiri áhugi á því að skjóta fyrst og spyrja svo. Ákveðnir einstaklingar eru haldnir mikilli óþreyju að koma höggi á Dag B. Eggertsson og geta hreinlega ekki af sér borið meðan hann er í veikindaleyfi. Ingibjörg Sólrún þekkir það vel af eigin raun að þurfa að hverfa frá miklu ati af vettvangi stjórnmálanna vegna veikinda, þá er hún gegndi embætti utanríkisráðherra og var formaður Samfylkingarinnar. Hún segir það svo og því miður að lausatök við endurbygging braggans skuli varpa skugga á þessa annars ágætu framkvæmd. Skilningsleysi Sjálfstæðismanna á mikilvægi menningarminja „Braggar settu svip sinn á Reykavík um langt árabil og voru lengi búsetuúrræði fátæks fólks,“ segir Ingibjörg Sólrún og bendir á að því miður hafi enginn íbúðabraggi varðveist í Reykjavík og ... „ástæða til að rifja það upp að ég flutti um það tillögu í borgarstjórn einhvern tímann á níunda áratug síðustu aldar (!) að reynt yrði að varðveita einsog einn íbúðabragga og var ég þá helst með Laugarnesið í huga. Þá var enginn skilningur á varðveislu húsa hjá Sjálfstæðismeirihlutanum í Borgarstjórn Reykjavíkur og því fór sem fór; síðustu íbúðabraggarnir fuku með Fjalarkettinum í Aðalstræti, SS húsinu, Eimskipafélags skemmunni og Völundarhúsinu við Skúlagötu og fleiri fallegum húsum.“ Ingibjörg Sólrún segir braggann við Nauthólsvík eiga fyllilega rétt á sér sem menningarminjar en einhvers staðar hafa menn farið offari í endurbyggingunni. „Það er miður,“ segir Ingibjörg Sólrún.
Braggamálið Tengdar fréttir „Þetta er ljótt. Þetta er ógeðslegt“ Mikil heift á báða bóga vegna veikinda Dags og braggamálsins. 17. október 2018 23:00 Dönsku stráin, náðhúsið og allt heila braggaklabbið Vísir birtir alla reikninga sem snúa að byggingu braggans í Nauthólsvík. 17. október 2018 14:30 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
„Þetta er ljótt. Þetta er ógeðslegt“ Mikil heift á báða bóga vegna veikinda Dags og braggamálsins. 17. október 2018 23:00
Dönsku stráin, náðhúsið og allt heila braggaklabbið Vísir birtir alla reikninga sem snúa að byggingu braggans í Nauthólsvík. 17. október 2018 14:30