Baldwin og Jenner eru á rúntinum í stiklunni, eins og venjan er í sambærilegum myndböndum á vegum Cordens. Jenner ber fyrst upp tiltlöulega auðveldar spurningar en innti Baldwin svo eftir því hvað unnusta þeirrar síðarnefndu, söngvaranum Justin Bieber, þætti um hana.
„Finnst Justin ég vera svöl?“ spurði Jennar. „Að sjálfsögðu!“ svaraði Baldwin að bragði. Lygamælirinn var þó á öðru máli, líkt og sjá má í stiklunni hér að neðan.
Í myndbandinu má sjá brot úr öðrum þáttum seríunnar en á meðal þeirra sem fara á rúntinn eru rapparinn Snoop Dogg og leikarinn Matthew McConaughey.