Segir að málað hafi verið á ræðisskrifstofu Sáda Kjartan Kjartansson skrifar 16. október 2018 11:15 Orð Tyrklandsforseta benda til þess að reynt hafi verið að fela verksummerki á ræðisskrifstofunni þar sem Khashoggi á að hafa verið myrtur. Vísir/EPA Recep Erdogan, forseti Tyrklands, segir að merki séu um að málað hafi verið yfir hluti á ræðismannskrifstofu Sádí-Arabíu í Istanbúl þar sem talið er að Jamal Khashoggi, blaða- og andófsmaður, hafi verið myrtur fyrir tveimur vikum. Tyrkneska lögreglan fékk loks að fara inn á skrifstofuna í gær. Síðast spurðist til Khashoggi þegar hann fór inn á ræðismannsskrifstofuna. Tyrknesk stjórnvöld hafa sagst hafa upptöku sem bendi til þess að hann hafi verið pyntaður og myrtur þar. Lík hans hafi jafnvel verið bútað niður í flutt af skrifstofunni. Sádar hafa þvertekið fyrir það en nýjustu fregnir herma að þeir undirbúi nú skýrslu þar sem komi fram að Khashoggi hafi látist við yfirheyrslu. Ætlunin hafi verið að taka hann höndum og flytja til Sádí-Arabíu. Erdogan segist vonast til þess að niðurstöður rannsóknarinnar á ræðismannsskrifstofunni liggi fyrir sem fyrst. Rannsóknin beinist meðal annars að eiturefnum og hlutum sem hafi verið látnir hverfa með því að mála yfir þá, að því er segir í frétt Reuters. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fundar með konungi Sádí-Arabíu vegna hvarfs Khashoggi í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti ræddi við konunginn í síma í gær og sagði eftir símtalið að konungurinn hefði neitað því algerlega að Sádar hefðu komið nálægt því. Ýjaði Trump að því að einhvers konar stigamenn hefðu getað ráðið Khashoggi bana. Khashoggi var í sjálfskipaðri útlegð í Bandaríkjunum þar sem hann var með dvalarleyfi. Þar skrifaði hann pistla fyrir Washington Post þar sem hann lýsti gagnrýni á stefnu stjórnvalda í Sádí-Arabíu. Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Tyrkir segja upptökur sanna að sádiarabíski blaðamaðurinn hafi verið myrtur Hljóðupptakan er sögð sýna fram á að hópur sádiarabískra útsendara hafi pyntað og myrt blaðamanninn Jamal Khashoggi. 12. október 2018 08:26 Gerðu rassíu saman vegna Khashoggi Hópur rannsakenda fór í gær inn í ræðismannsskrifstofu Sádi-Araba í tyrknesku borginni Istanbúl 16. október 2018 07:30 Pompeo fundar með Sádum vegna Khashoggi Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun síðar í dag hitta konung Sádí Arabíu, vegna Khashoggi málsins svokallaða 16. október 2018 07:20 Sádar hafna hótunum vegna hvarfs blaðamannsins Bandaríkjaforseti hafði talað um strangar refsingar ef í ljós kemur að Sádar beri ábyrgð á hvarfi sádiarabísks blaða- og andófsmanns. 14. október 2018 14:23 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Recep Erdogan, forseti Tyrklands, segir að merki séu um að málað hafi verið yfir hluti á ræðismannskrifstofu Sádí-Arabíu í Istanbúl þar sem talið er að Jamal Khashoggi, blaða- og andófsmaður, hafi verið myrtur fyrir tveimur vikum. Tyrkneska lögreglan fékk loks að fara inn á skrifstofuna í gær. Síðast spurðist til Khashoggi þegar hann fór inn á ræðismannsskrifstofuna. Tyrknesk stjórnvöld hafa sagst hafa upptöku sem bendi til þess að hann hafi verið pyntaður og myrtur þar. Lík hans hafi jafnvel verið bútað niður í flutt af skrifstofunni. Sádar hafa þvertekið fyrir það en nýjustu fregnir herma að þeir undirbúi nú skýrslu þar sem komi fram að Khashoggi hafi látist við yfirheyrslu. Ætlunin hafi verið að taka hann höndum og flytja til Sádí-Arabíu. Erdogan segist vonast til þess að niðurstöður rannsóknarinnar á ræðismannsskrifstofunni liggi fyrir sem fyrst. Rannsóknin beinist meðal annars að eiturefnum og hlutum sem hafi verið látnir hverfa með því að mála yfir þá, að því er segir í frétt Reuters. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fundar með konungi Sádí-Arabíu vegna hvarfs Khashoggi í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti ræddi við konunginn í síma í gær og sagði eftir símtalið að konungurinn hefði neitað því algerlega að Sádar hefðu komið nálægt því. Ýjaði Trump að því að einhvers konar stigamenn hefðu getað ráðið Khashoggi bana. Khashoggi var í sjálfskipaðri útlegð í Bandaríkjunum þar sem hann var með dvalarleyfi. Þar skrifaði hann pistla fyrir Washington Post þar sem hann lýsti gagnrýni á stefnu stjórnvalda í Sádí-Arabíu.
Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Tyrkir segja upptökur sanna að sádiarabíski blaðamaðurinn hafi verið myrtur Hljóðupptakan er sögð sýna fram á að hópur sádiarabískra útsendara hafi pyntað og myrt blaðamanninn Jamal Khashoggi. 12. október 2018 08:26 Gerðu rassíu saman vegna Khashoggi Hópur rannsakenda fór í gær inn í ræðismannsskrifstofu Sádi-Araba í tyrknesku borginni Istanbúl 16. október 2018 07:30 Pompeo fundar með Sádum vegna Khashoggi Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun síðar í dag hitta konung Sádí Arabíu, vegna Khashoggi málsins svokallaða 16. október 2018 07:20 Sádar hafna hótunum vegna hvarfs blaðamannsins Bandaríkjaforseti hafði talað um strangar refsingar ef í ljós kemur að Sádar beri ábyrgð á hvarfi sádiarabísks blaða- og andófsmanns. 14. október 2018 14:23 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Tyrkir segja upptökur sanna að sádiarabíski blaðamaðurinn hafi verið myrtur Hljóðupptakan er sögð sýna fram á að hópur sádiarabískra útsendara hafi pyntað og myrt blaðamanninn Jamal Khashoggi. 12. október 2018 08:26
Gerðu rassíu saman vegna Khashoggi Hópur rannsakenda fór í gær inn í ræðismannsskrifstofu Sádi-Araba í tyrknesku borginni Istanbúl 16. október 2018 07:30
Pompeo fundar með Sádum vegna Khashoggi Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun síðar í dag hitta konung Sádí Arabíu, vegna Khashoggi málsins svokallaða 16. október 2018 07:20
Sádar hafna hótunum vegna hvarfs blaðamannsins Bandaríkjaforseti hafði talað um strangar refsingar ef í ljós kemur að Sádar beri ábyrgð á hvarfi sádiarabísks blaða- og andófsmanns. 14. október 2018 14:23