„Já við vorum mjög nálægt því að jafna leikinn í lokin en það eru nokkrar sekúndur þar sem við missum einbeitinguna og fáum á okkur þessi tvö mörk sem var dýrkeypt“, sagði Arnór Ingvi Traustason eftir leik þegar hann var spurður út í hversu nálægt Ísland hafi verið að jafna leikinn á móti Sviss í kvöld.
„Þetta eru ákveðin smáatriði sem eru að klikka hjá okkur og það kostar okkur leikinn í dag. En við spiluðum þokkalega vel í fyrri hálfleik og gáfum ekki mörg færi á okkur svo kemur þessi kafli í seinni hálfleik þar sem þeir skora tvö mörk og það kostar okkur leikinn“.
„Þetta eru ákveðin smáatriði sem eru að klikka hjá okkur og það kostar okkur leikinn í dag. En við spiluðum þokkalega vel í fyrri hálfleik og gáfum ekki mörg færi á okkur svo kemur þessi kafli í seinni hálfleik þar sem þeir skora tvö mörk og það kostar okkur leikinn“.
Tveir undanfarnir leikir eru framför frá fyrra landsleikjahléi og var Arnór beðinn um að leggja mat á stöðu liðsins í dag.
„Mér finnst hún vera þokkalega góð. Eftir skellinn í seinasta verkefni þá hefur verið stígandi í okkar leik og á móti Frökkum sýndum við að við getum staðið í hverjum sem er. Það var alveg eins í kvöld en það er smá kafli í kvöld sem var erfiður en það er margt sem hægt er að byggja á og tekið með inn í næsta verkefni og næstu undankeppni“.
Að lokum var Arnór spurður út í eigin frammistöðu og þá staðreynd að hann virðist njóta trausts hjá Erik Hamrén enda hefur Arnór verið í byrjunarliðinu í tveimur leikjum í röð.
„Ég hef alveg verið betri. Það voru kaflar þarna sem ég var þokkalegur en aftur á móti hef ég gert betur. Það er svo alltaf gaman að byrja og þá sérstaklega með landsliðinu þannig að ég er mjög ánægður með það og þakklátur. Ég mun reyna að halda áfram að standa mig vel með Malmö og reyna að halda landsliðssætinu“.