Ísland spilar nú við Sviss í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli en strákarnir okkar reyna að hefna fyrir ófarirnar gegn Sviss í fyrri leiknum er Ísland tapaði 6-0.
Sviss komst yfir eftir sjö mínútur í síðari hálfleik. Granit Xhaka sendi þá góða sendingu á Haris Seferovic sem hafði betur í skalla einvíginu gegn Herði Björgvini og boltinn í slána og í netið.
Markið má sjá hér að neðan.
Á 66. mínútu tvöfölduðu gestirnir forystuna. Eftir darraðdans í teignum barst boltinn á fjærstöngina þar Michael Lang kom boltanum í netið.
Annað mark Sviss má sjá hér að neðan.
Ísland minnkaði muninn á 81. mínútu og það mark var af dýrari gerðinni. Alfreð Finnbogason fékk boltann fyrir utan teiginn og hamraði boltanum í átt að marki Sviss.
Útkoman var frábær en boltinn í stöng og inn. Algjörlega stórbrotið mark en markið má sjá hér að neðan.
„Þetta er örugglega flottasta mark sem ég hef skorað á þessum velli," sagði Alfreð í leikslok.
Strákarnir okkar eru fallnir úr A-deild Þjóðadeildar UEFA eftir 1-2 tap gegn Sviss í kvöld. Það verður þó ekki tekið af okkar mönnum að þeir gáfu sig ekki fyrr en í fulla hnefana í kvöld.