Khabib vill berjast við Mayweather Smári Jökull Jónsson skrifar 14. október 2018 19:00 Khabib í bardaganum gegn Conor McGregor. vísir/getty Það er nóg að gera hjá Khabib Nurmagomedov þessa dagana eftir bardagann sögulega við Conor McGregor um síðustu helgi. Í gær bárust fréttir af því að 50 Cent vildi fá hann til að berjast fyrir sig og nú hefur Rússinn skorað á hnefaleikakappann Floyd Mayweather. Khabib hefur hótað því að hætta hjá UFC ef félagi hans Zubaira Tukhugov verður settur í bann eftir þátttöku hans í slagsmálunum eftir bardaga þeirra Khabib og McGregor. Í framhaldinu skoraði rapparinn 50 Cent á Rússann að yfirgefa UFC og berjast fyrir annað bardagasamband. Nú hefur Khabib sjálfur stigið fram og skorað á hnefaleikakappann ósigraða, Floyd Mayweather, í bardaga með orðunum „Það er bara einn konungur í frumskóginum".Khabib segir þetta á myndbandi sem birtist á Instagram síðu Leonard Ellerbe sem er framkvæmdastjóri viðskiptaveldis Mayweather. „Keyrum þetta í gang Floyd, við verðum að berjast! 50-0 og 27-0, tveir sem aldrei tapa, af hverju ekki?" sagði Rússinn en bæði hann og Mayweather eru ósigraðir í hringnum, hvor í sinni íþróttinni. "Að sjálfsögðu er ég kóngurinn því hann gat ekki tekið McGregor niður en ég gerði það auðveldlega," bætti Khabib við en Mayweather vann McGregor á tæknilegu rothöggi í 10.lotu í þeirra bardaga en Írinn gafst upp í fjórðu lotu gegn Khabib. Það verður forvitnilegt að sjá hvað Mayweather segir við þessu útspili Khabib en hann hefur sjálfur staðfest að hann mun berjast við Manny Pacquiao áður en árið er á enda. View this post on Instagram Look who I ran into at tonight's fights in Russia. A post shared by Leonard Ellerbe (@leonardellerbe) on Oct 13, 2018 at 7:00pm PDT MMA Tengdar fréttir 50 Cent býður Khabib 2 milljónir dollara fyrir að yfirgefa UFC 50 Cent hefur óvænt blandað sér í umræðuna eftir bardaga Khabib Nurmagomedov og Conor McGregor í UFC um síðustu helgi þar sem allt varð vitlaust eins og frægt er orðið. 13. október 2018 19:00 Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Fleiri fréttir Sveinn spilar í fimmta landinu Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Dagskráin í dag: Hollywood-lið Wrexham, Körfuboltakvöld og margt fleira Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Chelsea skrapaði botninn með Southampton Elliði Snær frábær í góðum sigri Sjá meira
Það er nóg að gera hjá Khabib Nurmagomedov þessa dagana eftir bardagann sögulega við Conor McGregor um síðustu helgi. Í gær bárust fréttir af því að 50 Cent vildi fá hann til að berjast fyrir sig og nú hefur Rússinn skorað á hnefaleikakappann Floyd Mayweather. Khabib hefur hótað því að hætta hjá UFC ef félagi hans Zubaira Tukhugov verður settur í bann eftir þátttöku hans í slagsmálunum eftir bardaga þeirra Khabib og McGregor. Í framhaldinu skoraði rapparinn 50 Cent á Rússann að yfirgefa UFC og berjast fyrir annað bardagasamband. Nú hefur Khabib sjálfur stigið fram og skorað á hnefaleikakappann ósigraða, Floyd Mayweather, í bardaga með orðunum „Það er bara einn konungur í frumskóginum".Khabib segir þetta á myndbandi sem birtist á Instagram síðu Leonard Ellerbe sem er framkvæmdastjóri viðskiptaveldis Mayweather. „Keyrum þetta í gang Floyd, við verðum að berjast! 50-0 og 27-0, tveir sem aldrei tapa, af hverju ekki?" sagði Rússinn en bæði hann og Mayweather eru ósigraðir í hringnum, hvor í sinni íþróttinni. "Að sjálfsögðu er ég kóngurinn því hann gat ekki tekið McGregor niður en ég gerði það auðveldlega," bætti Khabib við en Mayweather vann McGregor á tæknilegu rothöggi í 10.lotu í þeirra bardaga en Írinn gafst upp í fjórðu lotu gegn Khabib. Það verður forvitnilegt að sjá hvað Mayweather segir við þessu útspili Khabib en hann hefur sjálfur staðfest að hann mun berjast við Manny Pacquiao áður en árið er á enda. View this post on Instagram Look who I ran into at tonight's fights in Russia. A post shared by Leonard Ellerbe (@leonardellerbe) on Oct 13, 2018 at 7:00pm PDT
MMA Tengdar fréttir 50 Cent býður Khabib 2 milljónir dollara fyrir að yfirgefa UFC 50 Cent hefur óvænt blandað sér í umræðuna eftir bardaga Khabib Nurmagomedov og Conor McGregor í UFC um síðustu helgi þar sem allt varð vitlaust eins og frægt er orðið. 13. október 2018 19:00 Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Fleiri fréttir Sveinn spilar í fimmta landinu Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Dagskráin í dag: Hollywood-lið Wrexham, Körfuboltakvöld og margt fleira Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Chelsea skrapaði botninn með Southampton Elliði Snær frábær í góðum sigri Sjá meira
50 Cent býður Khabib 2 milljónir dollara fyrir að yfirgefa UFC 50 Cent hefur óvænt blandað sér í umræðuna eftir bardaga Khabib Nurmagomedov og Conor McGregor í UFC um síðustu helgi þar sem allt varð vitlaust eins og frægt er orðið. 13. október 2018 19:00