Þín innri manneskja og IKEA Sigríður Jónsdóttir skrifar 12. október 2018 19:00 Hann nær áhorfendum strax á sitt band, segir gagnrýnandi um frammistöðu Jörundar. Nýfrjálshyggja, tómleiki kapítalismans og dauðleikinn mætast í sálartetri manneskjunnar á meðan hún gerir heiðarlega en örvæntingarfulla tilraun til að finna smekklega mublu í IKEA sem hæfir persónuleika hennar. Þessi setning er bæði sönn og fínasta lýsing á nýja leikritinu Griðastaður eftir Matthías Tryggva Haraldsson sem er nú til sýninga í Tjarnarbíói. Lárus býr einn, kærastan er farin frá honum og móðir hans berst við ótilgreindan sjúkdóm á spítala. Hans griðastaður frá amstri hins daglega lífsins er IKEA þar sem hann dvelur löngum stundum og íhugar tilgang lífsins, þá helst hreyfingarlaus í uppáhalds baðherbergisinnréttingunni sinni. Griðastaður er fyrsta verk á atvinnusviði eftir Matthías sem útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands síðasta vor. Mattías er með frambærilegan stíl og afgerandi tón í texta sínum, persónuleg blæbrigði og liggur mikið á hjarta. Einnig geymir leikverkið marga tilfinningalega fleti sem snerta á einmanaleika, samviskubiti, umhverfisvænum vörum, og gegndarlausri vörudýrkun sem hljóma óþægilega kunnuglega. Eiginleikar af þessu tagi eru sjaldgæfir hjá leikskáldum sem eru að stíga sín fyrstu skref. Nýir höfundar eiga þó yfirleitt enn þá eftir að temja sér aga og fellur Matthías stundum í þá gryfju að nota öll verkfærin í kassanum frekar en vel valin. Jörundur Ragnarson hefur verið að koma sterkur til leiks á þessu ári og hér tekur hann enn eitt framfaraskrefið. Hann nær áhorfendum strax á sitt band með lúpulegum leikrænum tilburðum Lárusar þegar hann er að æfa sig fyrir stóran kynningarfund. Einmanaleiki Lárusar er næstum því áþreifanlegur, sérstaklega þegar tilgangsleysið þyrmir yfir hann. En hann er líka smellinn í framsögn og finnur algjörlega rétta tóninn til að koma þessum týnda manni til skila. Matthías leikstýrir sömuleiðis sem er kannski skiljanleg ákvörðun fyrir fyrsta sviðsverk en er vanköntum háð. Óvænta viðbótin við einleikinn undir lokin var til dæmis of mikið af því góða. Þar hefði glöggt auga og reynsluríkara sviðslistafólk dregið línu í sandinn. Leikverkið og sýningin þurfa ekkert skraut. Leikmyndin ber alla þá kosti sem leikstjórinn hefði mátt temja sér. Þar er hver leikmunur vel valinn. Stundaglösin minna á hverfulleika tímans, speglarnir á leitina að sjálfinu og Billy-hillurnar á lífsins endalausu endurtekningar, svo ekki sé minnst á ófrumleika hversdagsins. Tónlist Ingibjargar Skarphéðinsdóttur kurrar laglega undir sýningunni þar sem léttir raftónar í bland við drungalegri skugga lita hljóðmyndina. Svipað verk vinna þeir Egill Ingibergsson og Hafliði Emil Barðason með ljósahönnunina. Allt er gert til að láta textann og Jörund njóta sín. Óþægileg birta mætir Lárusi í byrjun en það dregur úr henni eftir því sem á líður. Griðastaður hefur að geyma fagurfræðilega heila mynd þar sem margar hugmyndir Matthíasar finna frjóa jörð þó að sumum þeirra sé ofaukið. Nú er lag að hvetja áhorfendur til að styðja við bæði íslenska leikritun og þá sem eru að stíga sín fyrstu skref sem leikskáld. Matthías hefur margt fram að færa á íslensku leiksviði, sömuleiðis Jörundur, og forvitnilegt verður að fylgjast með þeim báðum á næstu misserum.Niðurstaða: Frambærilegt fyrsta leikrit og fantagóður leikur hjá Jörundi. Menning Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Nýfrjálshyggja, tómleiki kapítalismans og dauðleikinn mætast í sálartetri manneskjunnar á meðan hún gerir heiðarlega en örvæntingarfulla tilraun til að finna smekklega mublu í IKEA sem hæfir persónuleika hennar. Þessi setning er bæði sönn og fínasta lýsing á nýja leikritinu Griðastaður eftir Matthías Tryggva Haraldsson sem er nú til sýninga í Tjarnarbíói. Lárus býr einn, kærastan er farin frá honum og móðir hans berst við ótilgreindan sjúkdóm á spítala. Hans griðastaður frá amstri hins daglega lífsins er IKEA þar sem hann dvelur löngum stundum og íhugar tilgang lífsins, þá helst hreyfingarlaus í uppáhalds baðherbergisinnréttingunni sinni. Griðastaður er fyrsta verk á atvinnusviði eftir Matthías sem útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands síðasta vor. Mattías er með frambærilegan stíl og afgerandi tón í texta sínum, persónuleg blæbrigði og liggur mikið á hjarta. Einnig geymir leikverkið marga tilfinningalega fleti sem snerta á einmanaleika, samviskubiti, umhverfisvænum vörum, og gegndarlausri vörudýrkun sem hljóma óþægilega kunnuglega. Eiginleikar af þessu tagi eru sjaldgæfir hjá leikskáldum sem eru að stíga sín fyrstu skref. Nýir höfundar eiga þó yfirleitt enn þá eftir að temja sér aga og fellur Matthías stundum í þá gryfju að nota öll verkfærin í kassanum frekar en vel valin. Jörundur Ragnarson hefur verið að koma sterkur til leiks á þessu ári og hér tekur hann enn eitt framfaraskrefið. Hann nær áhorfendum strax á sitt band með lúpulegum leikrænum tilburðum Lárusar þegar hann er að æfa sig fyrir stóran kynningarfund. Einmanaleiki Lárusar er næstum því áþreifanlegur, sérstaklega þegar tilgangsleysið þyrmir yfir hann. En hann er líka smellinn í framsögn og finnur algjörlega rétta tóninn til að koma þessum týnda manni til skila. Matthías leikstýrir sömuleiðis sem er kannski skiljanleg ákvörðun fyrir fyrsta sviðsverk en er vanköntum háð. Óvænta viðbótin við einleikinn undir lokin var til dæmis of mikið af því góða. Þar hefði glöggt auga og reynsluríkara sviðslistafólk dregið línu í sandinn. Leikverkið og sýningin þurfa ekkert skraut. Leikmyndin ber alla þá kosti sem leikstjórinn hefði mátt temja sér. Þar er hver leikmunur vel valinn. Stundaglösin minna á hverfulleika tímans, speglarnir á leitina að sjálfinu og Billy-hillurnar á lífsins endalausu endurtekningar, svo ekki sé minnst á ófrumleika hversdagsins. Tónlist Ingibjargar Skarphéðinsdóttur kurrar laglega undir sýningunni þar sem léttir raftónar í bland við drungalegri skugga lita hljóðmyndina. Svipað verk vinna þeir Egill Ingibergsson og Hafliði Emil Barðason með ljósahönnunina. Allt er gert til að láta textann og Jörund njóta sín. Óþægileg birta mætir Lárusi í byrjun en það dregur úr henni eftir því sem á líður. Griðastaður hefur að geyma fagurfræðilega heila mynd þar sem margar hugmyndir Matthíasar finna frjóa jörð þó að sumum þeirra sé ofaukið. Nú er lag að hvetja áhorfendur til að styðja við bæði íslenska leikritun og þá sem eru að stíga sín fyrstu skref sem leikskáld. Matthías hefur margt fram að færa á íslensku leiksviði, sömuleiðis Jörundur, og forvitnilegt verður að fylgjast með þeim báðum á næstu misserum.Niðurstaða: Frambærilegt fyrsta leikrit og fantagóður leikur hjá Jörundi.
Menning Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira