Eyþór Arnalds um braggann: „Sjaldan er ein báran stök“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. október 2018 19:00 Reykjavíkurborg mun ekki eyða krónu í viðbót í braggann í Nauthólsvík að sögn forseta borgarstjórnar. Þá undrast formaður skipulags- og samgönguráðs að verkefnið hafi á sínum tíma ekki verið á borði umhverfis- og skipulagssviðs. Óþarfa verkefni sem kostaði allt of mikið segir oddviti Sjálfstæðisflokksins. Borgarfulltrúar Pírata fóru í vettvangsferð að bragganum ásamt verkefnastjóra eignaumsýslu hjá borginni í dag til að kynna sér stöðuna en líkt og kunnugt er fóru framkvæmdir langt fram úr kostnaðaráætlun. Fjölmiðlar voru með í för en voru beðnir að bíða fyrir utan á meðan borgarfulltrúar fengu kynningu. „Bara svo það sé sagt þá hefur öllum framkvæmdum hér við braggann verið hætt. Það var stoppað um leið og þetta mál komst upp þannig borgin mun ekki greiða krónu í viðbót við þetta verkefni hér,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata og forseti borgarstjórnar. Það sé nú alfarið í höndum Háskólans í Reykjavík. Ekki hefur allt verið klárað en frágangi við náðhúsið svokallaða við hlið braggans er til að mynda ólokið. Vettvangsferðin var bæði góð og gagnleg að sögn Dóru sem vill velta við hverjum steini við skoðun málsins. Mörgum spurningum sé enn ósvarað. „Það mætti alveg skoða af hverju verkefnið átti sér allt stað á sviði eigna- og atvinnuþróunar en ekki á umhverfis- og skipulagssviði,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. „Af því alla jafna eru stærstu framkvæmdir í borginni, vegaframkvæmdir og byggingar á því sviði.“ Borgarfulltrúar Pírata fóru í vettvangsferð og skoðuðu braggann og nærliggjandi hús í dag.Vísir/VilhelmMálið var einnig til umfjöllunar á fundi borgarráðs í morgun. Aðspurð segir Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, að málið sé einstakt og sambærileg framúrkeyrsla eigi líkast til ekki við um önnur verkefni. „Ég skil vel að fólki líði þannig en þetta er mjög sérstök framkvæmd. Þarna er verið að gera upp gamlar fornminjar sem voru friðaðar í deiliskipulagi og hönnunin fer fram svolítið samhliða því að það er verið að gera við og breyta og það er mjög sjaldgæft,“ segir Heiða Björg, sem áréttar þó að hún vilji komast til botns í málinu. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, er ósammála því að um einsdæmi sé að ræða. „Sjaldan er ein báran stök og þannig er það í þessu máli. Við höfum séð framúrkeyrslu víða og það versta er náttúrlega að það eru ekki til peningar fyrir þessu, það er tekið lán fyrir þessum framkvæmdum. Bragginn var fjármagnaður með lánum og þetta er algjört óþarfa verkefni,“ segir Eyþór. Braggamálið Tengdar fréttir Stráin í stæðum á Íslandi Plöntulífeðlisfræðingur segir ótrúlegt að sækja stráin sem gróðursett voru fyrir utan braggann í Nauthólsvík til Danmerkur. 11. október 2018 07:30 Vildu strandstemningu með stráunum rándýru Landslagsarkitektinn sem kom að því að velja stráin sem gróðursett voru við braggann í Nauthólsvík segir að hugmyndin hafi verið að skapa strandstemningu. Kostnaður við kaupin og gróðursetningu nemur 1,1 milljón króna. 11. október 2018 06:30 Ekki króna í viðbót frá Reykjavík í braggann Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar telur að kjörnir fulltrúar þurfi að svo stöddu ekki að sæta ábyrgð vegna framúrkeyrslu við endurgerð braggans í Nauthólsvík. 11. október 2018 14:37 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira
Reykjavíkurborg mun ekki eyða krónu í viðbót í braggann í Nauthólsvík að sögn forseta borgarstjórnar. Þá undrast formaður skipulags- og samgönguráðs að verkefnið hafi á sínum tíma ekki verið á borði umhverfis- og skipulagssviðs. Óþarfa verkefni sem kostaði allt of mikið segir oddviti Sjálfstæðisflokksins. Borgarfulltrúar Pírata fóru í vettvangsferð að bragganum ásamt verkefnastjóra eignaumsýslu hjá borginni í dag til að kynna sér stöðuna en líkt og kunnugt er fóru framkvæmdir langt fram úr kostnaðaráætlun. Fjölmiðlar voru með í för en voru beðnir að bíða fyrir utan á meðan borgarfulltrúar fengu kynningu. „Bara svo það sé sagt þá hefur öllum framkvæmdum hér við braggann verið hætt. Það var stoppað um leið og þetta mál komst upp þannig borgin mun ekki greiða krónu í viðbót við þetta verkefni hér,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata og forseti borgarstjórnar. Það sé nú alfarið í höndum Háskólans í Reykjavík. Ekki hefur allt verið klárað en frágangi við náðhúsið svokallaða við hlið braggans er til að mynda ólokið. Vettvangsferðin var bæði góð og gagnleg að sögn Dóru sem vill velta við hverjum steini við skoðun málsins. Mörgum spurningum sé enn ósvarað. „Það mætti alveg skoða af hverju verkefnið átti sér allt stað á sviði eigna- og atvinnuþróunar en ekki á umhverfis- og skipulagssviði,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. „Af því alla jafna eru stærstu framkvæmdir í borginni, vegaframkvæmdir og byggingar á því sviði.“ Borgarfulltrúar Pírata fóru í vettvangsferð og skoðuðu braggann og nærliggjandi hús í dag.Vísir/VilhelmMálið var einnig til umfjöllunar á fundi borgarráðs í morgun. Aðspurð segir Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, að málið sé einstakt og sambærileg framúrkeyrsla eigi líkast til ekki við um önnur verkefni. „Ég skil vel að fólki líði þannig en þetta er mjög sérstök framkvæmd. Þarna er verið að gera upp gamlar fornminjar sem voru friðaðar í deiliskipulagi og hönnunin fer fram svolítið samhliða því að það er verið að gera við og breyta og það er mjög sjaldgæft,“ segir Heiða Björg, sem áréttar þó að hún vilji komast til botns í málinu. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, er ósammála því að um einsdæmi sé að ræða. „Sjaldan er ein báran stök og þannig er það í þessu máli. Við höfum séð framúrkeyrslu víða og það versta er náttúrlega að það eru ekki til peningar fyrir þessu, það er tekið lán fyrir þessum framkvæmdum. Bragginn var fjármagnaður með lánum og þetta er algjört óþarfa verkefni,“ segir Eyþór.
Braggamálið Tengdar fréttir Stráin í stæðum á Íslandi Plöntulífeðlisfræðingur segir ótrúlegt að sækja stráin sem gróðursett voru fyrir utan braggann í Nauthólsvík til Danmerkur. 11. október 2018 07:30 Vildu strandstemningu með stráunum rándýru Landslagsarkitektinn sem kom að því að velja stráin sem gróðursett voru við braggann í Nauthólsvík segir að hugmyndin hafi verið að skapa strandstemningu. Kostnaður við kaupin og gróðursetningu nemur 1,1 milljón króna. 11. október 2018 06:30 Ekki króna í viðbót frá Reykjavík í braggann Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar telur að kjörnir fulltrúar þurfi að svo stöddu ekki að sæta ábyrgð vegna framúrkeyrslu við endurgerð braggans í Nauthólsvík. 11. október 2018 14:37 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira
Stráin í stæðum á Íslandi Plöntulífeðlisfræðingur segir ótrúlegt að sækja stráin sem gróðursett voru fyrir utan braggann í Nauthólsvík til Danmerkur. 11. október 2018 07:30
Vildu strandstemningu með stráunum rándýru Landslagsarkitektinn sem kom að því að velja stráin sem gróðursett voru við braggann í Nauthólsvík segir að hugmyndin hafi verið að skapa strandstemningu. Kostnaður við kaupin og gróðursetningu nemur 1,1 milljón króna. 11. október 2018 06:30
Ekki króna í viðbót frá Reykjavík í braggann Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar telur að kjörnir fulltrúar þurfi að svo stöddu ekki að sæta ábyrgð vegna framúrkeyrslu við endurgerð braggans í Nauthólsvík. 11. október 2018 14:37