Börn eða braggi? Davíð Þorláksson skrifar 10. október 2018 07:00 Sjálfstæðismenn í borgarstjórn leggja til að börn í Reykjavík fái sama greitt með sér óháð því hvort leik- eða grunnskólinn sem þau eru í sé sjálfstæður eða borgarrekinn. Í dag greiðir borgin lögbundið lágmark sem er 70-75% á meðan Garðabær t.d. greiðir 100%. Um 4,9% grunnskólabarna í Reykjavík eru í sjálfstæðum skólum, en 12% í Danmörku og 15% í Svíþjóð. Rannsóknir OECD sýna að námsárangur nemenda er betri og auðveldara er að fá hæfa kennara í krefjandi bekki þar sem stjórnendur hafa meira svigrúm til að semja um ábyrgð, vinnuskilyrði og laun kennara. Slíkt svigrúm er mun meira í sjálfstæðum skólum. Lágt hlutfall barna í sjálfstæðum skólum á Íslandi gæti verið ein skýringin á lökum árangri grunnskólans. Meirihlutinn fann þessari tillögu ýmislegt til foráttu, meðal annars að kostnaðurinn yrði, miðað við óbreyttan fjölda, um 290 milljónir króna í grunnskólum og 110 milljónir í leikskólum, alls 400 milljónir. Á sama borgarstjórnarfundi var rætt um bragga nokkurn sem borgin lét gera upp fyrir svipaða fjárhæð, 415 milljónir. Það er of algengt að lögbundin verkefni sveitarfélaga sitji á hakanum á meðan fé er dælt í gæluverkefni. Leik- og grunnskólar eru auðvitað meðal lögbundinna verkefna en endurbætur á bröggum ekki. Tillögunni var vísað til borgarráðs. Það er þekkt trikk þegar meirihlutinn vill losna við mál án þess að þurfa að taka umræðu. Ég mæli alltént ekki með að þau rúmlega 700 börn sem eru í sjálfstæðum skólum í Reykjavík haldi niðri í sér andanum á meðan þau bíða eftir þessu sjálfsagða réttlætismáli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Skoðun Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Sjá meira
Sjálfstæðismenn í borgarstjórn leggja til að börn í Reykjavík fái sama greitt með sér óháð því hvort leik- eða grunnskólinn sem þau eru í sé sjálfstæður eða borgarrekinn. Í dag greiðir borgin lögbundið lágmark sem er 70-75% á meðan Garðabær t.d. greiðir 100%. Um 4,9% grunnskólabarna í Reykjavík eru í sjálfstæðum skólum, en 12% í Danmörku og 15% í Svíþjóð. Rannsóknir OECD sýna að námsárangur nemenda er betri og auðveldara er að fá hæfa kennara í krefjandi bekki þar sem stjórnendur hafa meira svigrúm til að semja um ábyrgð, vinnuskilyrði og laun kennara. Slíkt svigrúm er mun meira í sjálfstæðum skólum. Lágt hlutfall barna í sjálfstæðum skólum á Íslandi gæti verið ein skýringin á lökum árangri grunnskólans. Meirihlutinn fann þessari tillögu ýmislegt til foráttu, meðal annars að kostnaðurinn yrði, miðað við óbreyttan fjölda, um 290 milljónir króna í grunnskólum og 110 milljónir í leikskólum, alls 400 milljónir. Á sama borgarstjórnarfundi var rætt um bragga nokkurn sem borgin lét gera upp fyrir svipaða fjárhæð, 415 milljónir. Það er of algengt að lögbundin verkefni sveitarfélaga sitji á hakanum á meðan fé er dælt í gæluverkefni. Leik- og grunnskólar eru auðvitað meðal lögbundinna verkefna en endurbætur á bröggum ekki. Tillögunni var vísað til borgarráðs. Það er þekkt trikk þegar meirihlutinn vill losna við mál án þess að þurfa að taka umræðu. Ég mæli alltént ekki með að þau rúmlega 700 börn sem eru í sjálfstæðum skólum í Reykjavík haldi niðri í sér andanum á meðan þau bíða eftir þessu sjálfsagða réttlætismáli.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun