Hafa fundið brak og ökuskírteini en ekki flugvélina Samúel Karl Ólason skrifar 29. október 2018 07:41 Brak sem leitarmenn hafa fundið. AP/BNPB Flugvél Lion Air í Indónesíu brotlenti í sjóinn skömmu eftir flugtak frá Jakarta í nótt. 189 manns voru um borð og hefur enginn þeirra fundist á lífi. Brak úr flugvélinni hefur fundist á floti en ekki er vitað hvar flugvélin er. Ástæða brotlendingarinnar liggur ekki fyrir en um nýja flugvél af gerðinni Boeing 737 MAX 8 var að ræða. Þrettán mínútur eftir flugtak slitnaði sambandið við flugvélina og samkvæmt miðlum í Indónesíu hafði flugstjórinn beðið um að fá að snúa við til Jakarta. Sjórinn þar sem flugvélin brotlenti er samkvæmt BBC 30 til 40 metra djúpt. Meðal þess sem hefur fundist eru ökuskírteini og aðrir einkamunir farþega. Kafarar reyna nú að finna flugvélina á svæðinu þar sem talið er að hún hafi hrapað og þar sem brak hefur fundist.„Við vitum ekki hvort það eru einhverjir á lífi,“ sagði Muhmmad Syaugi, sem er yfir leitinni. Hann sagði björgunaraðila þó halda í vonina. Forstjóri Lion Air segir að „tæknilegt vandamál“ hafi komið upp í síðasta flugi flugvélarinnar en það hefði verið lagað að fullu. Hann sagðist þó ekki vita hvað hefði komið upp þegar hann var spurður. Flugstjóri flugvélarinnar var með rúmlega sex þúsund klukkustunda reynslu og flugmaðurinn með rúmlega fimm þúsund klukkustunda reynslu. Indónesískum flugfélögum var bannað árið 2007 að fljúga til Evrópu vegna þess hve tíð flugslys eru þar. Nokkur flugfélög fengu undantekningar og var bannið fellt niður að fullu í júní. Bandaríkin felldu niður sambærilegt bann árið 2016 eftir að hafa ekki hleypt flugfélögunum til Bandaríkjanna í tíu ár. WATCH: Debris from #LionAir flight #JT610 floating in the sea off Java, after it crashed shortly after take off from Jakarta (BNPB Indonesia) https://t.co/4jVWZli7ag pic.twitter.com/A8v34SYC85— Channel NewsAsia (@ChannelNewsAsia) October 29, 2018 Some debris from #JT610 that reported has crashed this morning. pic.twitter.com/sWRSdGgG8n— Taz Imansyah (@KaitouTaz) October 29, 2018 Asía Fréttir af flugi Indónesía Tengdar fréttir Óttast um afdrif 189 farþega Lion Air Flugmálayfirvöld staðfesta að vélin sé horfin og að 189 hafi verið um borð 29. október 2018 03:46 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Flugvél Lion Air í Indónesíu brotlenti í sjóinn skömmu eftir flugtak frá Jakarta í nótt. 189 manns voru um borð og hefur enginn þeirra fundist á lífi. Brak úr flugvélinni hefur fundist á floti en ekki er vitað hvar flugvélin er. Ástæða brotlendingarinnar liggur ekki fyrir en um nýja flugvél af gerðinni Boeing 737 MAX 8 var að ræða. Þrettán mínútur eftir flugtak slitnaði sambandið við flugvélina og samkvæmt miðlum í Indónesíu hafði flugstjórinn beðið um að fá að snúa við til Jakarta. Sjórinn þar sem flugvélin brotlenti er samkvæmt BBC 30 til 40 metra djúpt. Meðal þess sem hefur fundist eru ökuskírteini og aðrir einkamunir farþega. Kafarar reyna nú að finna flugvélina á svæðinu þar sem talið er að hún hafi hrapað og þar sem brak hefur fundist.„Við vitum ekki hvort það eru einhverjir á lífi,“ sagði Muhmmad Syaugi, sem er yfir leitinni. Hann sagði björgunaraðila þó halda í vonina. Forstjóri Lion Air segir að „tæknilegt vandamál“ hafi komið upp í síðasta flugi flugvélarinnar en það hefði verið lagað að fullu. Hann sagðist þó ekki vita hvað hefði komið upp þegar hann var spurður. Flugstjóri flugvélarinnar var með rúmlega sex þúsund klukkustunda reynslu og flugmaðurinn með rúmlega fimm þúsund klukkustunda reynslu. Indónesískum flugfélögum var bannað árið 2007 að fljúga til Evrópu vegna þess hve tíð flugslys eru þar. Nokkur flugfélög fengu undantekningar og var bannið fellt niður að fullu í júní. Bandaríkin felldu niður sambærilegt bann árið 2016 eftir að hafa ekki hleypt flugfélögunum til Bandaríkjanna í tíu ár. WATCH: Debris from #LionAir flight #JT610 floating in the sea off Java, after it crashed shortly after take off from Jakarta (BNPB Indonesia) https://t.co/4jVWZli7ag pic.twitter.com/A8v34SYC85— Channel NewsAsia (@ChannelNewsAsia) October 29, 2018 Some debris from #JT610 that reported has crashed this morning. pic.twitter.com/sWRSdGgG8n— Taz Imansyah (@KaitouTaz) October 29, 2018
Asía Fréttir af flugi Indónesía Tengdar fréttir Óttast um afdrif 189 farþega Lion Air Flugmálayfirvöld staðfesta að vélin sé horfin og að 189 hafi verið um borð 29. október 2018 03:46 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Óttast um afdrif 189 farþega Lion Air Flugmálayfirvöld staðfesta að vélin sé horfin og að 189 hafi verið um borð 29. október 2018 03:46