Drífa segir stuð og baráttu fram undan Sighvatur Arnmundsson skrifar 27. október 2018 08:30 Drífa Snædal var í gær kjörin nýr forseti Alþýðusambands Íslands. Hún segist spennt að takast á við verkefnin sem fram undan eru. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK „Ég er spennt að takast á við verkefnin sem fram undan eru, þau eru rosalega stór. Þingið okkar setur tóninn fyrir það sem koma skal næstu tvö árin,“ segir Drífa Snædal, nýkjörinn forseti ASÍ. 43. þingi ASÍ lauk í gær og á lokadeginum var kosið í embætti sambandsins og fjölmargar ályktanir samþykktar. Drífa fékk 192 atkvæði í forsetakjörinu eða tæp 66 prósent en Sverrir Mar Albertsson, mótframbjóðandi hennar, fékk 100 atkvæði eða rúm 34 prósent. „Veturinn leggst vel í mig. Þetta verður stuð og þetta verður barátta. Við þurfum á allri okkar samstöðu að halda. Við þurfum að hugsa í lausnum og vera svolítið skapandi til að þetta gangi eftir. Vonandi munum við á vormánuðum standa uppi með betri kjör og betra samfélag,“ sagði Drífa um þau verkefni sem fram undan eru en kjaraviðræður hefjast á næstunni. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, var kosinn 1. varaforseti en hann hafði betur í kosningu gegn Guðbrandi Einarssyni, formanni Landssambands íslenskra verslunarmanna. Hlaut Vilhjálmur 171 atkvæði eða um 60 prósent en Guðbrandur 115 eða um 40 prósent. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, var sjálfkjörinn í embætti 2. varaforseta. Samstarfið við varaforsetana tvo leggst vel í Drífu. „Ég þekki þá báða að góðu einu. Þeir eru ólíkir og báðir ólíkir mér þannig að þetta er ágætis breidd.“ Aðspurð segir Drífa að hennar fyrsta verk verði að kalla saman forystuna og lesa og fara yfir ályktanir þingsins. Vilhjálmur segist þakklátur fyrir stuðninginn og að sér sýnist ASÍ nú vera að fá nýja ásýnd sem félagsmenn hafi kallað eftir. „Ég hef verið að gagnrýna forystu Alþýðusambandsins í gegnum tíðina og ég held að kjör mitt endurspegli dálítið þessar breytingar sem nú eru að eiga sér stað í íslenskri verkalýðshreyfingu. Verkefni okkar nú er að standa undir þessari áskorun sem er fólgin í því að takast af festu, krafti og dugnaði á við það að bæta kjör og réttindi okkar félagsmanna.“ Hann telur ASÍ nú í góðri stöðu gagnvart sínum viðsemjendum. „Við erum með 120 þúsund manna samtök á bak við okkur. Ef maður horfir á það hvernig lobbíistar hinna efnahagslegu forréttindahópa hafa verið í sinni hagsmunagæslu, þá á ASÍ að sjálfsögðu að vera þarna í broddi fylkingar með þau mál sem lúta að réttindum íslenskrar alþýðu og heimila.“ Vilhjálmur segir að hann hefði getað tekið þann pól í hæðina að skríða undir borð þegar tækifærið gafst, haldið áfram að gagnrýna og verið leiðinlegur. „Ég er bara ekki þannig gerður. Nú fékk ég tækifæri til þess að reyna að sýna og sanna að það sé hægt að gera betur og það verður mitt hlutverk að taka þátt í því með nýrri forystu.“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, dró framboð sitt til 1. varaformanns til baka.FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINKRagnar Þór segir viðsemjendur mega vara sig Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, ákvað á þinginu að draga framboð sitt til 1. varaformanns ASÍ til baka. Gerði hann það í því skyni að auka samstöðu á þinginu en hann studdi Vilhjálm Birgisson gegn Guðbrandi Einarssyni, sem er formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna. Upphaflega voru bæði Ragnar Þór og Vilhjálmur í framboði í sitt hvort varaforsetaembættið en þeir töldu á endanum betra að fulltrúi iðnaðarmanna kæmi inn í forystusveitina. „Ég tel mikilvægt að á vettvangi ASÍ komi fleiri raddir að borðinu. Við erum í orðræðustríði, ekki bara við okkar viðsemjendur, heldur líka lobbíista ákveðinna stétta og hagsmunaafla. Okkur veitir ekki af liðsauka í að svara þeirri orðræðu.“ Hann segist ekki hafa áhyggjur af því að rödd VR heyrist ekki þótt hann sé ekki í forystusveit ASÍ. „Ég er gríðarlega stoltur af hreyfingunni í dag. Hún tók ákallinu um breytingar með kjörinu á þessari forystu.“ Ragnar Þór segir að þungu fargi sé af sér létt. „Ég held að allt launafólk og allir félagsmenn stéttarfélaga geti andað léttar og verið bjartsýnir. Samningsstaða okkar hefur styrkst alveg gríðarlega með því að forystan er að fara óklofin til leiks. Nú mega viðsemjendur okkar fara að vara sig.“ Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Kjaramál Tengdar fréttir Drífa Snædal forseti ASÍ fyrst kvenna Kosið var um nýjan forseta á þingi sambandsins nú í morgun. 26. október 2018 11:15 Nú þarf að bretta upp ermarnar segir Drífa Snædal Nýkjörinn forseti Alþýðusambandsins segir tíma til kominn að bretta upp ermarnar því gríðarleg verkefni bíði verkalýðshreyfingarinnar í komandi kjaraviðræðum. 26. október 2018 19:00 Vilhjálmur kjörinn 1. varaforseti ASÍ Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, var í dag kjörinn 1. varaforseti ASÍ. 26. október 2018 13:29 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Sjá meira
„Ég er spennt að takast á við verkefnin sem fram undan eru, þau eru rosalega stór. Þingið okkar setur tóninn fyrir það sem koma skal næstu tvö árin,“ segir Drífa Snædal, nýkjörinn forseti ASÍ. 43. þingi ASÍ lauk í gær og á lokadeginum var kosið í embætti sambandsins og fjölmargar ályktanir samþykktar. Drífa fékk 192 atkvæði í forsetakjörinu eða tæp 66 prósent en Sverrir Mar Albertsson, mótframbjóðandi hennar, fékk 100 atkvæði eða rúm 34 prósent. „Veturinn leggst vel í mig. Þetta verður stuð og þetta verður barátta. Við þurfum á allri okkar samstöðu að halda. Við þurfum að hugsa í lausnum og vera svolítið skapandi til að þetta gangi eftir. Vonandi munum við á vormánuðum standa uppi með betri kjör og betra samfélag,“ sagði Drífa um þau verkefni sem fram undan eru en kjaraviðræður hefjast á næstunni. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, var kosinn 1. varaforseti en hann hafði betur í kosningu gegn Guðbrandi Einarssyni, formanni Landssambands íslenskra verslunarmanna. Hlaut Vilhjálmur 171 atkvæði eða um 60 prósent en Guðbrandur 115 eða um 40 prósent. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, var sjálfkjörinn í embætti 2. varaforseta. Samstarfið við varaforsetana tvo leggst vel í Drífu. „Ég þekki þá báða að góðu einu. Þeir eru ólíkir og báðir ólíkir mér þannig að þetta er ágætis breidd.“ Aðspurð segir Drífa að hennar fyrsta verk verði að kalla saman forystuna og lesa og fara yfir ályktanir þingsins. Vilhjálmur segist þakklátur fyrir stuðninginn og að sér sýnist ASÍ nú vera að fá nýja ásýnd sem félagsmenn hafi kallað eftir. „Ég hef verið að gagnrýna forystu Alþýðusambandsins í gegnum tíðina og ég held að kjör mitt endurspegli dálítið þessar breytingar sem nú eru að eiga sér stað í íslenskri verkalýðshreyfingu. Verkefni okkar nú er að standa undir þessari áskorun sem er fólgin í því að takast af festu, krafti og dugnaði á við það að bæta kjör og réttindi okkar félagsmanna.“ Hann telur ASÍ nú í góðri stöðu gagnvart sínum viðsemjendum. „Við erum með 120 þúsund manna samtök á bak við okkur. Ef maður horfir á það hvernig lobbíistar hinna efnahagslegu forréttindahópa hafa verið í sinni hagsmunagæslu, þá á ASÍ að sjálfsögðu að vera þarna í broddi fylkingar með þau mál sem lúta að réttindum íslenskrar alþýðu og heimila.“ Vilhjálmur segir að hann hefði getað tekið þann pól í hæðina að skríða undir borð þegar tækifærið gafst, haldið áfram að gagnrýna og verið leiðinlegur. „Ég er bara ekki þannig gerður. Nú fékk ég tækifæri til þess að reyna að sýna og sanna að það sé hægt að gera betur og það verður mitt hlutverk að taka þátt í því með nýrri forystu.“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, dró framboð sitt til 1. varaformanns til baka.FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINKRagnar Þór segir viðsemjendur mega vara sig Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, ákvað á þinginu að draga framboð sitt til 1. varaformanns ASÍ til baka. Gerði hann það í því skyni að auka samstöðu á þinginu en hann studdi Vilhjálm Birgisson gegn Guðbrandi Einarssyni, sem er formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna. Upphaflega voru bæði Ragnar Þór og Vilhjálmur í framboði í sitt hvort varaforsetaembættið en þeir töldu á endanum betra að fulltrúi iðnaðarmanna kæmi inn í forystusveitina. „Ég tel mikilvægt að á vettvangi ASÍ komi fleiri raddir að borðinu. Við erum í orðræðustríði, ekki bara við okkar viðsemjendur, heldur líka lobbíista ákveðinna stétta og hagsmunaafla. Okkur veitir ekki af liðsauka í að svara þeirri orðræðu.“ Hann segist ekki hafa áhyggjur af því að rödd VR heyrist ekki þótt hann sé ekki í forystusveit ASÍ. „Ég er gríðarlega stoltur af hreyfingunni í dag. Hún tók ákallinu um breytingar með kjörinu á þessari forystu.“ Ragnar Þór segir að þungu fargi sé af sér létt. „Ég held að allt launafólk og allir félagsmenn stéttarfélaga geti andað léttar og verið bjartsýnir. Samningsstaða okkar hefur styrkst alveg gríðarlega með því að forystan er að fara óklofin til leiks. Nú mega viðsemjendur okkar fara að vara sig.“
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Kjaramál Tengdar fréttir Drífa Snædal forseti ASÍ fyrst kvenna Kosið var um nýjan forseta á þingi sambandsins nú í morgun. 26. október 2018 11:15 Nú þarf að bretta upp ermarnar segir Drífa Snædal Nýkjörinn forseti Alþýðusambandsins segir tíma til kominn að bretta upp ermarnar því gríðarleg verkefni bíði verkalýðshreyfingarinnar í komandi kjaraviðræðum. 26. október 2018 19:00 Vilhjálmur kjörinn 1. varaforseti ASÍ Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, var í dag kjörinn 1. varaforseti ASÍ. 26. október 2018 13:29 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Sjá meira
Drífa Snædal forseti ASÍ fyrst kvenna Kosið var um nýjan forseta á þingi sambandsins nú í morgun. 26. október 2018 11:15
Nú þarf að bretta upp ermarnar segir Drífa Snædal Nýkjörinn forseti Alþýðusambandsins segir tíma til kominn að bretta upp ermarnar því gríðarleg verkefni bíði verkalýðshreyfingarinnar í komandi kjaraviðræðum. 26. október 2018 19:00
Vilhjálmur kjörinn 1. varaforseti ASÍ Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, var í dag kjörinn 1. varaforseti ASÍ. 26. október 2018 13:29