Höfðu áhuga á að flytja skíðamenn með þyrlu frá Vigur í friðlandið Birgir Olgeirsson skrifar 26. október 2018 10:41 Eyjan Vigur í Ísafjarðardjúpi. Vísir Kanadískt fyrirtæki hafði augastað á eyjunni Vigur í Ísafjarðardjúpi með það í huga að gera út þyrlur þaðan sem færu með skíðamenn í friðlandið á Hornströndum. Það hafi hins vegar strandað á því að þyrluflug í friðlandinu er takmörkunum háð samkvæmt reglum. Þetta segir Davíð Ólafsson, fasteignasali hjá Borg, sem sér um söluna á eyjunni. Margir hafa sýnt eyjunni áhuga frá því hún var auglýst til sölu fyrr í ár. Davíð segir að ekki verði farið undir 300 milljónir króna þegar talið berst að kaupverði eyjunnar. Vigur skipar stóran sess í ferðaþjónustu Vestfirðinga en um tíu til ellefu þúsund manns fara til eyjunnar á ári hverju. Nú þegar er búið að selja ferðir árið 2019 og yrði væntanlegur kaupandi skuldbundinn til að halda gildandi samninga vegna þeirra ferða. Davíð segir mikinn áhuga á eyjunni erlendis frá, þá aðallega frá bandarískum og kanadískum aðilum og þá hafi aðilar frá Asíu sýnt Vigur áhuga. Eyjan er eftir sem áður enn á sölu en eins og áður sagði höfðu kanadískir aðilar áhuga á að vera með þyrluferðir þaðan á Hornstrandir. Það er þó takmörkunum háð því svæðið er friðlýst og hafa bæjaryfirvöld Ísafjarðarbæjar, sem hefur yfirráð með svæðinu, lýst sig alfarið mótfallin þyrluflugi á svæðinu nema um neyðartilvik sé að ræða. Hornstrandir Tengdar fréttir Drottning Vestfjarða í söluferli Hin sögufræga eyja Vigur er kominn í söluferli. Bóndinn ætlar að bregða búi en hann hefur búið þar í rúm 40 ár. Súðavíkurhreppur gæti átt forkaupsrétt en sveitarstjórinn þar segir eyjuna fallegasta stað Vestfjarða og er af nægu að taka. 5. júní 2018 06:00 Áfall fyrir ferðaþjónustuna ef nýr eigandi Vigurs myndi loka eyjunni Tæplega ellefu þúsund ferðamenn heimsækja eyjuna yfir sumarmánuðina. 9. júlí 2018 13:37 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Sjá meira
Kanadískt fyrirtæki hafði augastað á eyjunni Vigur í Ísafjarðardjúpi með það í huga að gera út þyrlur þaðan sem færu með skíðamenn í friðlandið á Hornströndum. Það hafi hins vegar strandað á því að þyrluflug í friðlandinu er takmörkunum háð samkvæmt reglum. Þetta segir Davíð Ólafsson, fasteignasali hjá Borg, sem sér um söluna á eyjunni. Margir hafa sýnt eyjunni áhuga frá því hún var auglýst til sölu fyrr í ár. Davíð segir að ekki verði farið undir 300 milljónir króna þegar talið berst að kaupverði eyjunnar. Vigur skipar stóran sess í ferðaþjónustu Vestfirðinga en um tíu til ellefu þúsund manns fara til eyjunnar á ári hverju. Nú þegar er búið að selja ferðir árið 2019 og yrði væntanlegur kaupandi skuldbundinn til að halda gildandi samninga vegna þeirra ferða. Davíð segir mikinn áhuga á eyjunni erlendis frá, þá aðallega frá bandarískum og kanadískum aðilum og þá hafi aðilar frá Asíu sýnt Vigur áhuga. Eyjan er eftir sem áður enn á sölu en eins og áður sagði höfðu kanadískir aðilar áhuga á að vera með þyrluferðir þaðan á Hornstrandir. Það er þó takmörkunum háð því svæðið er friðlýst og hafa bæjaryfirvöld Ísafjarðarbæjar, sem hefur yfirráð með svæðinu, lýst sig alfarið mótfallin þyrluflugi á svæðinu nema um neyðartilvik sé að ræða.
Hornstrandir Tengdar fréttir Drottning Vestfjarða í söluferli Hin sögufræga eyja Vigur er kominn í söluferli. Bóndinn ætlar að bregða búi en hann hefur búið þar í rúm 40 ár. Súðavíkurhreppur gæti átt forkaupsrétt en sveitarstjórinn þar segir eyjuna fallegasta stað Vestfjarða og er af nægu að taka. 5. júní 2018 06:00 Áfall fyrir ferðaþjónustuna ef nýr eigandi Vigurs myndi loka eyjunni Tæplega ellefu þúsund ferðamenn heimsækja eyjuna yfir sumarmánuðina. 9. júlí 2018 13:37 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Sjá meira
Drottning Vestfjarða í söluferli Hin sögufræga eyja Vigur er kominn í söluferli. Bóndinn ætlar að bregða búi en hann hefur búið þar í rúm 40 ár. Súðavíkurhreppur gæti átt forkaupsrétt en sveitarstjórinn þar segir eyjuna fallegasta stað Vestfjarða og er af nægu að taka. 5. júní 2018 06:00
Áfall fyrir ferðaþjónustuna ef nýr eigandi Vigurs myndi loka eyjunni Tæplega ellefu þúsund ferðamenn heimsækja eyjuna yfir sumarmánuðina. 9. júlí 2018 13:37