Samstaða og barátta í sextíu ár Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 23. október 2018 07:00 Í dag eru nákvæmlega 60 ár liðin frá stofnun Bandalags háskólamanna. Stofnfundurinn var haldinn í Háskóla Íslands 23. október 1958. Tilgangurinn með stofnun bandalagsins var einkum að efla samheldni háskólamenntaðs fólks á Íslandi og gæta hagsmuna þess gagnvart innlendum og erlendum aðilum. Óhætt er að segja að tilgangur bandalagsins sé enn sá sami og í upphafi, þótt markmið okkar og viðfangsefni séu fleiri og fjölbreyttari nú en þau voru fyrir 60 árum. Á fyrstu áratugunum eftir stofnun BHM fór mikið púður í baráttuna fyrir samningsrétti og verkfallsrétti aðildarfélaga bandalagsins. Samningsrétturinn fékkst árið 1973 og takmarkaður verkfallsréttur árið 1986. Þegar þessum réttindum hafði verið náð gátu stéttarfélögin loks beitt sér af fullum þunga í kjara- og réttindabaráttunni. Á þeim vettvangi hafa ýmsir sigrar náðst á þessum 60 árum. Oft hafa aðildarfélög BHM þurft að hafa mikið fyrir því að sækja kjara- og réttindabætur og ekki hafa allir slagir unnist. Heilt á litið getum við þó verið stolt af þeim árangri sem starf okkar hefur skilað. Segja má að BHM hafi verið stofnað í öðrum heimi en þeim sem við nú lifum í. Þá var háskólanám forréttindi fárra, oftast karla, og námsframboð fábreytt hér á landi. Á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar hófst sókn kvenna inn á vinnumarkaðinn og til mennta. Sú hljóðláta bylting gjörbreytti stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Námslán hafa einnig gert það að verkum að háskólanám er flestum aðgengilegt. Önnur hljóðlát en áhrifarík bylting gengur nú yfir heiminn. Hún kallast fjórða iðnbyltingin. Nú sem fyrr þarf háskólafólk að standa í fararbroddi tækniframfara og nýsköpunar og sjá til þess að þær nýtist samfélaginu öllu til góðs. BHM mun sem fyrr standa vörð um grundvallarréttindi launafólks á vinnumarkaði og á sama tíma brýna stjórnvöld til þess að virkja þekkingu, mannauð og hugvit til framfara fyrir landsmenn alla. Ég óska aðildarfélögum BHM og félagsmönnum þeirra til hamingju með 60 ára afmæli BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Skoðun Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Sjá meira
Í dag eru nákvæmlega 60 ár liðin frá stofnun Bandalags háskólamanna. Stofnfundurinn var haldinn í Háskóla Íslands 23. október 1958. Tilgangurinn með stofnun bandalagsins var einkum að efla samheldni háskólamenntaðs fólks á Íslandi og gæta hagsmuna þess gagnvart innlendum og erlendum aðilum. Óhætt er að segja að tilgangur bandalagsins sé enn sá sami og í upphafi, þótt markmið okkar og viðfangsefni séu fleiri og fjölbreyttari nú en þau voru fyrir 60 árum. Á fyrstu áratugunum eftir stofnun BHM fór mikið púður í baráttuna fyrir samningsrétti og verkfallsrétti aðildarfélaga bandalagsins. Samningsrétturinn fékkst árið 1973 og takmarkaður verkfallsréttur árið 1986. Þegar þessum réttindum hafði verið náð gátu stéttarfélögin loks beitt sér af fullum þunga í kjara- og réttindabaráttunni. Á þeim vettvangi hafa ýmsir sigrar náðst á þessum 60 árum. Oft hafa aðildarfélög BHM þurft að hafa mikið fyrir því að sækja kjara- og réttindabætur og ekki hafa allir slagir unnist. Heilt á litið getum við þó verið stolt af þeim árangri sem starf okkar hefur skilað. Segja má að BHM hafi verið stofnað í öðrum heimi en þeim sem við nú lifum í. Þá var háskólanám forréttindi fárra, oftast karla, og námsframboð fábreytt hér á landi. Á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar hófst sókn kvenna inn á vinnumarkaðinn og til mennta. Sú hljóðláta bylting gjörbreytti stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Námslán hafa einnig gert það að verkum að háskólanám er flestum aðgengilegt. Önnur hljóðlát en áhrifarík bylting gengur nú yfir heiminn. Hún kallast fjórða iðnbyltingin. Nú sem fyrr þarf háskólafólk að standa í fararbroddi tækniframfara og nýsköpunar og sjá til þess að þær nýtist samfélaginu öllu til góðs. BHM mun sem fyrr standa vörð um grundvallarréttindi launafólks á vinnumarkaði og á sama tíma brýna stjórnvöld til þess að virkja þekkingu, mannauð og hugvit til framfara fyrir landsmenn alla. Ég óska aðildarfélögum BHM og félagsmönnum þeirra til hamingju með 60 ára afmæli BHM.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun