Makedónska þingið samþykkir að breyta nafni landsins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. október 2018 17:53 Zoran Zaev, forsætisráðherra Makedóníu, ræðir við fjölmiðla eftir atkvæðagreiðslu þingsins í gær. Vísir/AP Makedónska þingið samþykkti í gær að breyta nafni landsins, sem heitir nú formlega lýðveldið Makedónía. Gangi nafnabreytingin í gegn mun ríkið heita Norður-Makedónía. Með nafnabreytingunni vonast Makedóníumenn til þess að binda enda á áratugalangar deilur milli Makedóníu og Grikklands, en Grikkir hafa haldið því fram að í nafni Makedóníu felist tilkall til landsvæðis sem liggur innan landamæra Grikklands. Þá mun Makedónía færast nær markmiði sínu um að gerast aðildarríki Evrópusambandsins og Atlantshafsbandalagsins, en Grikkir hafa hingað til hindrað allar tilraunir Makedóníumanna til inngöngu í samböndin einmitt vegna áðurnefndrar nafnadeilu. Þrátt fyrir að þingið hafi samþykkt nafnabreytinguna, sem felur í sér breytingu á stjórnarskrá landsins, er enn nokkuð langt í að breytingin nái fram að ganga. Kjósa þarf nokkrum sinnum um breytinguna og var atkvæðagreiðsla þingsins sú fyrsta sem fram hefur farið um málið. Þó eru makedónskir ráðamenn nokkuð bjartsýnir um að nafnabreytingin verði að veruleika. „Í dag er sögulegur dagur fyrir landið okkar,“ sagði forsætisráðherra Makedóníu, Zoran Zaev. „Makedónía verður hluti af Evrópufjölskyldunni og draumar okkar um betra líf í betra landi verða loks að veruleika.“ Erlent Evrópusambandið Grikkland Norður-Makedónía Tengdar fréttir Náðu ekki að breyta nafninu í Norður-Makedónía Of lítil kjörsókn var í þjóðaratkvæðagreiðslu Makedóna um að breyta nafni ríkisins í Norður-Makedónía til að atkvæðagreiðslan teljist bindandi. 1. október 2018 07:00 Makedónskir þingmenn greiða atkvæði um nýtt nafn á landinu Makedónska þingið mun í dag greiða atkvæði um stjórnarskrárbreytingu sem felur í sér að Makedónía skipti um nafn og verði þekkt undir nafninu Norður-Makedónía. 15. október 2018 09:56 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Makedónska þingið samþykkti í gær að breyta nafni landsins, sem heitir nú formlega lýðveldið Makedónía. Gangi nafnabreytingin í gegn mun ríkið heita Norður-Makedónía. Með nafnabreytingunni vonast Makedóníumenn til þess að binda enda á áratugalangar deilur milli Makedóníu og Grikklands, en Grikkir hafa haldið því fram að í nafni Makedóníu felist tilkall til landsvæðis sem liggur innan landamæra Grikklands. Þá mun Makedónía færast nær markmiði sínu um að gerast aðildarríki Evrópusambandsins og Atlantshafsbandalagsins, en Grikkir hafa hingað til hindrað allar tilraunir Makedóníumanna til inngöngu í samböndin einmitt vegna áðurnefndrar nafnadeilu. Þrátt fyrir að þingið hafi samþykkt nafnabreytinguna, sem felur í sér breytingu á stjórnarskrá landsins, er enn nokkuð langt í að breytingin nái fram að ganga. Kjósa þarf nokkrum sinnum um breytinguna og var atkvæðagreiðsla þingsins sú fyrsta sem fram hefur farið um málið. Þó eru makedónskir ráðamenn nokkuð bjartsýnir um að nafnabreytingin verði að veruleika. „Í dag er sögulegur dagur fyrir landið okkar,“ sagði forsætisráðherra Makedóníu, Zoran Zaev. „Makedónía verður hluti af Evrópufjölskyldunni og draumar okkar um betra líf í betra landi verða loks að veruleika.“
Erlent Evrópusambandið Grikkland Norður-Makedónía Tengdar fréttir Náðu ekki að breyta nafninu í Norður-Makedónía Of lítil kjörsókn var í þjóðaratkvæðagreiðslu Makedóna um að breyta nafni ríkisins í Norður-Makedónía til að atkvæðagreiðslan teljist bindandi. 1. október 2018 07:00 Makedónskir þingmenn greiða atkvæði um nýtt nafn á landinu Makedónska þingið mun í dag greiða atkvæði um stjórnarskrárbreytingu sem felur í sér að Makedónía skipti um nafn og verði þekkt undir nafninu Norður-Makedónía. 15. október 2018 09:56 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Náðu ekki að breyta nafninu í Norður-Makedónía Of lítil kjörsókn var í þjóðaratkvæðagreiðslu Makedóna um að breyta nafni ríkisins í Norður-Makedónía til að atkvæðagreiðslan teljist bindandi. 1. október 2018 07:00
Makedónskir þingmenn greiða atkvæði um nýtt nafn á landinu Makedónska þingið mun í dag greiða atkvæði um stjórnarskrárbreytingu sem felur í sér að Makedónía skipti um nafn og verði þekkt undir nafninu Norður-Makedónía. 15. október 2018 09:56