Evrópusambandið

Fréttamynd

Full­yrðir að að­eins Trump hefði getað komið á friðar­við­ræðum

Fulltrúar Bandaríkjanna og Rússlands hafa ákveðið að koma aftur á diplómatísku sambandi, skipa sendiherra í ríkjunum og koma á fót samninganefnd sem verður falið að eiga í viðræðum um endalok stríðsins í Úkraínu. Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands greindu frá þessu að loknum fundi sem þeir áttu um Úkraínu, án fulltrúa frá Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

Evrópa standi á kross­götum

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir Evrópu standa á krossgötum. Evrópa sé samstíga í því að tryggja það að Pútín verði ekki „sterki maðurinn í heiminum.“ Hópur evrópskra þjóðhöfðingja hittist á fundi sem Emmanuel Macron Frakklandsforseti boðaði til með skömmum fyrirvara í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Bókun 35, 38 og tæki­færi fyrir ungt fólk í Brussel

Bókun 35 tryggir að EES-lög hafi forgang í löggjöf EFTA-ríkjanna og er ætlað að tryggja samræmingu á sameiginlegum réttindum íbúa innan Evrópu. Bókun 38 kveður á um fjárframlög EFTA-ríkjanna til að draga úr efnahagslegum og félagslegum ójöfnuði í Evrópu, þessum fjárframlögum er stýrt í gegnum Uppbyggingarsjóð EES (e. EEA and Norway Grants). Þessar bókanir eru hluti af samningnum um evrópska efnahagssvæðið (EES) sem tryggir Íslendingum ferða- og viðskipafrelsi innan Evrópu.

Skoðun
Fréttamynd

Tappareglurnar inn­siglaðar með lögum

Frumvarpi hefur verið útbýtt á Alþingi sem snýr að því að ljúka innleiðingu á Evrópureglum um áfasta tappa á drykkjarvörum hvers konar. Landsmenn ættu þó ekki að finna fyrir miklum breytingum nái frumvarpið fram að ganga enda hafa reglurnar að miklu leyti þegar verið innleiddar hér á landi, við mismikla hrifningu neytenda. Markmiðið með frumvarpinu er að skýra með lögum hvaða drykkjaríláta vara falla undir reglurnar.

Neytendur
Fréttamynd

Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjald­gæfa málma

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segist hafa sagt ráðherrum sínum að skrifa ekki undir samning við Bandaríkjamenn um að veita þeim síðarnefndu aðgang að umfangsmikilli námuvinnslu í Úkraínu. Hann segir samkomulagið eingöngu snúa að hag Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Kallar eftir evrópskum her

Úkraínumenn munu ekki framfylgja samkomulagi sem þeir hafa enga aðkomu að. Þetta sagði Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, í ræðu á öryggisráðstefnunni í München í dag og var hann greinilega að senda Donald Trump, forseta Bandaríkjanna skilaboð.

Erlent
Fréttamynd

Svar við rang­færslum Fé­lags at­vinnu­rek­enda um tolla­mál

Fyrr í dag birtist grein á heimasíðu Félags atvinnurekenda (FA) þar sem fjallað er um tollflokkun pizza osts. Nú eins og oft áður byggir umfjöllun FA á rangfærslum þar sem ítarleg grein er gerð fyrir sjónarmiðum félagsins en horft framhjá staðreyndum málsins sem liggja þó fyrir opinberlega enda hefur Danól ehf., félagsmaður FA, tapað dómsmálum fyrir héraðsdómi og Landsrétti en heldur samt áfram að þrýsta á stjórnvöld um að breyta tollflokkun pizzaosts í andstöðu við niðurstöður íslenskra dómstóla. Verður nú rakið enn og aftur hverjar staðreyndir málsins eru enda verður þeim ekki breytt.

Skoðun
Fréttamynd

Við þurfum að ræða um Evrópu­sam­bandið

Ríkisstjórnin er búin að setja aðild að Evrópusambandinu (ESB) á dagskrá og leggur til að þjóðin fái að kjósa um hvort að taka eigi upp og ljúka samningaviðræðum Íslands við ESB og því mikilvægt að sem flestir byrji að kynna sér kosti og galla við inngöngu Íslands í ESB.

Skoðun
Fréttamynd

Húðskammaði ráða­menn í Evrópu

JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, hellti sér yfir leiðtoga Evrópu á öryggisráðstefnu í München í Þýskalandi í dag. Menningarátök voru Vance efst í huga og talaði hann lítið um öryggi á öryggisráðstefnunni.

Erlent
Fréttamynd

Ís­land komið í skammar­krókinn vegna osts

Evrópusambandið hefur í fyrsta sinn sett Ísland á lista yfir viðskiptahindranir, sem útflutningsfyrirtæki í Evrópusambandsríkjum eru beitt í ríkjum utan sambandsins. Ástæðan er ákvörðun Skattsins árið 2020 að breyta tollflokkun á pitsuosti með íblandaðri jurtaolíu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Neituðu að skrifa undir yfir­lýsingu um gervi­greind

Erindrekar og embættismenn frá Bretlandi og Bandaríkjunum neituðu að skrifa undir fjölþjóðlega yfirlýsingu um þróun gervigreindar. Yfirlýsingin, sem samin var á leiðtogafundi í París, snýst meðal annars um að heita opnu og siðferðilegu ferli við þróun gervigreindartækni.

Erlent
Fréttamynd

Í­trekar að honum er al­vara um Kanada

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað að honum sé alvara um að hann vilji að Kanada verði hluti af Bandaríkjunum. Kanadamönnum væri betur borgið innan Bandaríkjanna og hélt hann því fram Bandaríkjamenn „niðurgreiddu“ Kanada.

Erlent
Fréttamynd

Tugmilljarða hags­munir í húfi

Samtök Iðnaðarins segja Evrópumarkað vera mikilvægasta markað Íslands en útflutningur fyrir tugi milljarða á ári sé einnig til Bandaríkjanna og fari vaxandi. Það sé því mikilvægt að Ísland gæti hagsmuna sinna bæði gagnvart ESB og Bandaríkjunum, enda miklir hagsmunir í húfi fyrir íslenskan útflutning og þar með hagkerfið og samfélagið allt.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hvað gengur Trump til með tollum?

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill beita Kanada, Mexíkó og Kína umfangsmiklum tollum og segir tolla gegn Evrópu væntanlega á næstunni. Viðbrögð markaða hafa að mestu verið á einn veg, þar sem flest ljós loga rauð í kauphöllum heimsins.

Erlent
Fréttamynd

Ís­lendingar fá leið­beiningar um við­brögð við stríði

Stefnt er að því að almannavarnadeild ríkislögreglustjóra gefi út leiðbeiningar til þjóðarinnar brjótist út stríðsátök eða í tilfelli stóráfalla. Utanríkisráðherra segir ekki verið að mála skrattann á vegginn en undirstrikar mikilvægi þess að vera viðbúinn.

Innlent
Fréttamynd

Norska stjórnin gæti sprungið í dag

Líklegt er talið að samsteypustjórn Verkamannaflokksins og Miðflokksins í Noregi springi jafnvel strax í dag. Þrátefli er sagt uppi á milli flokkanna um hvort innleiða eigi Evróputilskipanir sem eru hluti af svonefndum fjórða orkupakka Evrópusambandsins.

Erlent
Fréttamynd

Hvers vegna Evrópu­sinni?

„Hvers vegna í ósköpunum ert þú svona hlynntur því að við göngum í þetta samband?“ Ég var spurður þessarar spurningar ekki alls fyrir löngu af góðum kunningja sem furðaði sig á þeirri afstöðu minni að við Íslendingar ættum að ganga í Evrópusambandið.

Skoðun
Fréttamynd

Láta af óheimilli ríkis­að­stoð við Sorpu

Íslensk stjórnvöld hafa fallist á að tryggja að hagnaðardrifin starfsemi Sorpu verði færð í hlutafélag sem er tekjuskattsskylt. Þannig hefur ríkið skuldbundið sig til þess að hætta ríkisaðstoð við Sorpu, sem er óheimil samkvæmt EES-samningnum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Segir Rússa hafa ætlað að ráða fleiri iðnaðarleiðtoga af dögum

Einn forsvarsmanna Atlantshafsbandalagsins staðfesti í dag að Rússar hafi lagt á ráðin með að myrða Armin Papperger, framkvæmdastjóra þýska hergagnaframleiðandans Rheinmetall. Rússneskir útsendarar hefðu staðið að baki fjölmörgum skemmdarverkum og tilraunum til skemmdarverka í Evrópu á undanförnum árum, auk fleiri banatilræða.

Erlent
Fréttamynd

„Vegna fjar­lægðar frá evru­svæðinu“

Talsvert hefur verið rætt um það hvort krónan hafi bjargað Íslandi í kjölfar falls stóru viðskiptabankanna þriggja haustið 2008 með því að gera landinu fært að aðlagast breyttum efnahagslegum aðstæðum og ná sér í kjölfarið fljótt á strik á ný.

Umræðan
Fréttamynd

Spurningar og svör um Evrópu­mál

EES-SAMNINGURINN var á sínum tíma gerður á milli EFTA-ríkjanna sex (Finnland, Svíþjóð, Noregur, Ísland og Alparíkin Sviss og Austurríki, - Liechtenstein bættist seinna í hópinn) og Evrópubandalagsins/Evrópusambandsins. Samningurinn var um aðild EFTA-ríkjanna að innri markaði Evrópusambandsins (ESB). Hann var undirritaður 2.maí, 1992 en gekk í gildi í ársbyrjun 1994. Hann er því 30 ára á þessu ári.Hér á eftir er reynt að leggja mat á árangurinn, kosti og galla. Samningurinn var frá upphafi afar umdeildur.

Skoðun
Fréttamynd

Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tóm­hentur frá Strass­borg

Íslenska ríkið var í dag sýknað af öllum kröfum Birkis Kristinssonar, fyrrverandi knattspyrnumanns og viðskiptastjóra hjá einkabankaþjónustu Glitnis, í BK-44 málinu svokallaða fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta bankans, fer hins vegar ekki tómhentur frá Strassborg.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Við­reisn, Sjálf­stæðis­flokkurinn og fá­tæka fólkið

Eins og flestir vita var Viðreisn stofnuð þegar evrópusinnaðir Sjálfstæðismenn yfirgáfu flokkinn sökum einarðar andstöðu hans við ESB – og auðvitað þá staðreynd að sá flokkur hefur aldrei og mun aldrei hlusta á þjóðarvilja, hvað þá taka mark á þjóðaratkvæðisgreiðslum.

Skoðun