Berst um Eystrasaltsbeltið í kvöld Kristinn Páll Teitsson skrifar 20. október 2018 09:00 Valgerður Guðsteinsdóttir eyddi tíma í undirbúningnum við æfingar í Svíþjóð með sænskum hnefaleikakonum sem eru í fremstu röð. Fréttablaðið/Anton Hnefaleikakonan Valgerður Guðsteinsdóttir, eina atvinnuhnefaleikakona Íslands, mætir hinni norsku Ingrid Egner í hringnum í Ósló í kvöld. Verður bardagi þeirra aðalbardagi kvöldsins á This is my House bardagakvöldinu í Ósló og fær sigurvegari kvöldsins Eystrasaltsbeltið (e. Baltic Boxing Union Title) að launum. Þetta er fyrsti bardagi Valgerðar síðan hún mætti Katarinu Thanderz í hringnum í mars í bardaga upp á heimsmeistaratitil þar sem Valgerður tapaði samkvæmt dómaraúrskurði. Fékk Valgerður aðeins rúma viku í undirbúning fyrir þann bardaga gegn hinni geysisterku Thanderz og upplifði sitt fyrsta tap. Andstæðingur Valgerðar í þetta skiptið er tífaldur Noregsmeistari í sínum þyngdarflokki. Egner er með yfir 150 áhugamannabardaga á ferilskránni. Valgerður kveðst vel undirbúin fyrir bardagann í kvöld. „Ég gerði hlutina aðeins öðruvísi fyrir þennan bardaga en vanalega. Annars vegar þá fór ég til Svíþjóðar í tíu daga og æfði þar með frábærum boxurum, þeirra á meðal Mikaelu Lauren sem er margfaldur heimsmeistari. Ég hef aldrei verið tilbúnari en akkúrat núna,“ segir Valgerður í fréttatilkynningu um bardagann. Þær Egner voru vigtaðar í gær. „Ég hitti hana áðan. Hún lítur út fyrir að vera almennileg stelpa. Engir stælar eða slíkt. Hún er bara metnaðarfull íþróttakona eins og ég. Hún er í hörkuformi og er með glæsilegan áhugamannaferil að baki, en hvað atvinnubox varðar þá hef ég meiri reynslu,“ segir Valgerður sem er full eftirvæntingar. „Box er mín ástríða og með því að fá að keppa á svona stórum viðburðum þá eru draumar mínir að rætast. Ég er búin að leggja hart að mér til að komast hingað og ég hlakka til að sýna enn og aftur að ég á fullt erindi á meðal þeirra bestu.“ Aðrar íþróttir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Sjá meira
Hnefaleikakonan Valgerður Guðsteinsdóttir, eina atvinnuhnefaleikakona Íslands, mætir hinni norsku Ingrid Egner í hringnum í Ósló í kvöld. Verður bardagi þeirra aðalbardagi kvöldsins á This is my House bardagakvöldinu í Ósló og fær sigurvegari kvöldsins Eystrasaltsbeltið (e. Baltic Boxing Union Title) að launum. Þetta er fyrsti bardagi Valgerðar síðan hún mætti Katarinu Thanderz í hringnum í mars í bardaga upp á heimsmeistaratitil þar sem Valgerður tapaði samkvæmt dómaraúrskurði. Fékk Valgerður aðeins rúma viku í undirbúning fyrir þann bardaga gegn hinni geysisterku Thanderz og upplifði sitt fyrsta tap. Andstæðingur Valgerðar í þetta skiptið er tífaldur Noregsmeistari í sínum þyngdarflokki. Egner er með yfir 150 áhugamannabardaga á ferilskránni. Valgerður kveðst vel undirbúin fyrir bardagann í kvöld. „Ég gerði hlutina aðeins öðruvísi fyrir þennan bardaga en vanalega. Annars vegar þá fór ég til Svíþjóðar í tíu daga og æfði þar með frábærum boxurum, þeirra á meðal Mikaelu Lauren sem er margfaldur heimsmeistari. Ég hef aldrei verið tilbúnari en akkúrat núna,“ segir Valgerður í fréttatilkynningu um bardagann. Þær Egner voru vigtaðar í gær. „Ég hitti hana áðan. Hún lítur út fyrir að vera almennileg stelpa. Engir stælar eða slíkt. Hún er bara metnaðarfull íþróttakona eins og ég. Hún er í hörkuformi og er með glæsilegan áhugamannaferil að baki, en hvað atvinnubox varðar þá hef ég meiri reynslu,“ segir Valgerður sem er full eftirvæntingar. „Box er mín ástríða og með því að fá að keppa á svona stórum viðburðum þá eru draumar mínir að rætast. Ég er búin að leggja hart að mér til að komast hingað og ég hlakka til að sýna enn og aftur að ég á fullt erindi á meðal þeirra bestu.“
Aðrar íþróttir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Sjá meira