Enski boltinn

Sheffield United með gott for­skot í umspili Championship

Haraldur Örn Haraldsson skrifar
Sheffield United eru með þriggja marka forskot fyrir seinni leikinn
Sheffield United eru með þriggja marka forskot fyrir seinni leikinn Getty/Harry Trump

Sheffield United vann í kvöld Bristol City 3-0 í fyrri leik liðanna í undanúrslitum umspilsins í Championship deildinni

Robert Dickie varnarmaður Bristol fékk á sig rautt spjald í uppbótartíma fyrri hálfleiks og gaf í leiðinni vítaspyrnu.

Harrison Burrows skoraði úr spyrnunni og Sheffield því komnir í 1-0, Bristol manni færri og þannig endaði fyrri hálfleikurinn.

Sheffield hélt áfram að auka forskot sitt í seinni hálfleik þar sem Andre Brooks skoraði á 73. mínútu og Andre O'Hare á 79. mínútu.

Sheffield er því komið í ansi vænlega stöðu í einvíginu en seinni leikurinn verður spilaður á mánudaginn næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×