Óska eftir formlegri undanþágu frá lánaskilmálum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. október 2018 23:16 Í dag gaf Icelandair umboðsmanni skuldabréfaeigenda fyrirmæli um að hefja skriflegt ferli þar sem óskað verður eftir formlegri undanþágu. Vísir/Vilhelm Icelandair hefur óskað eftir undanþágu frá fjárhagslegum skilyrðum svokallaðra „NO skuldabréfa“ til 30. nóvember næstkomandi í því skyni að öðlast svigrúm til að finna langtímalausn á málinu. Skuldabréfin nema um 190 milljónum Bandaríkjadala eða sem nemur um 23 milljörðum íslenskra króna. Í tilkynningu frá Icelandair kemur fram að hin tímabundna undanþága njóti nú þegar stuðnings meirihluta NO skuldabréfaeigenda eða um 85% þeirra. Félagið birti í dag uppgjör þriðja ársfjórðungs sem staðfesti að fjárhagsleg skilyrði voru ekki uppfyllt.Hefja skriflegt ferli og óska eftir undanþágu Í dag gaf Icelandair umboðsmanni skuldabréfaeigenda, Nordic Trustee & Agency AB, fyrirmæli um að hefja skriflegt ferli þar sem óskað verður eftir formlegri undanþágu. Félagið hefur einnig hafið viðræður við eigendur IS skuldabréfanna og gerir ráð fyrir að komist verði að samkomulagi með sams konar langtímalausn vegna bréfanna. Nema þau 24 milljónum dala eða um þremur milljörðum íslenskra króna. Þrátt fyrir brot á fjárhagslegum kvöðum er fjárhagsstaða Icelandair Group sterk en handbært fé og markaðsverðbréf félagsins námu 184 milljónum Bandaríkjadala, rúmlega 22 milljörðum króna, hinn 30. september. Hagnaður á þriðja ársfjórðungi nam 62 milljónum Bandaríkjadala eða um sjö milljörðum íslenskra króna. Eigið fé nam 575 milljónum Bandaríkjadala, um 69 milljörðum íslenskra króna, og eiginfjárhlutfall félagsins var 36%.Lakari sætanýting „Afkoma þriðja ársfjórðungs lækkar milli ára en er í samræmi við afkomuspá sem gefin var út í lok ágúst. EBITDA nam alls 115 milljónum USD, 41 milljón USD lægri en á þriðja ársfjórðungi 2017. Hækkun olíuverðs, lág meðalfargjöld og lakari sætanýting eru helstu skýringar á verri afkomu,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. „Gripið hefur verið til fjölmargra aðgerða til að bæta samkeppnishæfni félagsins og vega upp á móti kostnaðarhækkunum, ekki síst vegna hækkunar á eldsneytisverði. Í maí 2019 hefst flug í nýjum tengibanka á Íslandi meðfram núverandi tengibanka leiðakerfisins með það að markmiði að skapa félaginu ný tækifæri til vaxtar, bæta þjónustu við farþega og auka sveigjanleika. Misvægi í sætaframboði milli N-Ameríku og Evrópu hefur verið leiðrétt í flugáætlun næsta árs. Sölu- og markaðsstarf félagsins hefur verið endurskipulagt. Áhersla er lögð á að styrkja tekjustýringu félagsins og er innleiðing á nýju tekjustýringarkerfi vel á veg komin. Sjálfvirknivæðing ferla, notkun stafrænna lausna ásamt eflingu viðbótartekna er í forgangi. Þá er betri nýting starfsfólks og allra rekstrarþátta lykilatriði í framtíðarekstri félagsins. Verkefni okkar er skýrt, það snýst um að bæta rekstrarafkomu félagsins á heilsársgrunni. Þar eru fjölmörg tækifæri til staðar bæði hvað varðar tekjur og gjöld. Við erum sannfærð um að þær aðgerðir sem gripið hefur verið til og framundan eru muni skila sér í bættri afkomu Icelandair Group til framtíðar.“ Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Líkur á að Icelandair semji Icelandair gæti þurft að sækja sér fjármagn takist ekki að semja við skuldabréfaeigendur um undanþágur frá lánaskilmálum. Líklegra er þó að samkomulag náist að mati hagfræðings hjá Landsbankanum. 4. október 2018 07:00 „Erum ekki að fara að biðja um nýtt fjármagn“ Starfandi forstjóri Icelandair fer yfir viðræður við fulltrúa eigendur skuldabréfa í flugfélaginu. 3. október 2018 13:38 Icelandair hefur viðræður við lánardrottna Icelandair Group hefur í dag viðræður við þá lánardrottna sína sem ráða yfir meira en 50 prósent af útgefnum óverðtryggðum skuldabréfum félagsins. 3. október 2018 08:20 Mest lesið „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Icelandair hefur óskað eftir undanþágu frá fjárhagslegum skilyrðum svokallaðra „NO skuldabréfa“ til 30. nóvember næstkomandi í því skyni að öðlast svigrúm til að finna langtímalausn á málinu. Skuldabréfin nema um 190 milljónum Bandaríkjadala eða sem nemur um 23 milljörðum íslenskra króna. Í tilkynningu frá Icelandair kemur fram að hin tímabundna undanþága njóti nú þegar stuðnings meirihluta NO skuldabréfaeigenda eða um 85% þeirra. Félagið birti í dag uppgjör þriðja ársfjórðungs sem staðfesti að fjárhagsleg skilyrði voru ekki uppfyllt.Hefja skriflegt ferli og óska eftir undanþágu Í dag gaf Icelandair umboðsmanni skuldabréfaeigenda, Nordic Trustee & Agency AB, fyrirmæli um að hefja skriflegt ferli þar sem óskað verður eftir formlegri undanþágu. Félagið hefur einnig hafið viðræður við eigendur IS skuldabréfanna og gerir ráð fyrir að komist verði að samkomulagi með sams konar langtímalausn vegna bréfanna. Nema þau 24 milljónum dala eða um þremur milljörðum íslenskra króna. Þrátt fyrir brot á fjárhagslegum kvöðum er fjárhagsstaða Icelandair Group sterk en handbært fé og markaðsverðbréf félagsins námu 184 milljónum Bandaríkjadala, rúmlega 22 milljörðum króna, hinn 30. september. Hagnaður á þriðja ársfjórðungi nam 62 milljónum Bandaríkjadala eða um sjö milljörðum íslenskra króna. Eigið fé nam 575 milljónum Bandaríkjadala, um 69 milljörðum íslenskra króna, og eiginfjárhlutfall félagsins var 36%.Lakari sætanýting „Afkoma þriðja ársfjórðungs lækkar milli ára en er í samræmi við afkomuspá sem gefin var út í lok ágúst. EBITDA nam alls 115 milljónum USD, 41 milljón USD lægri en á þriðja ársfjórðungi 2017. Hækkun olíuverðs, lág meðalfargjöld og lakari sætanýting eru helstu skýringar á verri afkomu,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. „Gripið hefur verið til fjölmargra aðgerða til að bæta samkeppnishæfni félagsins og vega upp á móti kostnaðarhækkunum, ekki síst vegna hækkunar á eldsneytisverði. Í maí 2019 hefst flug í nýjum tengibanka á Íslandi meðfram núverandi tengibanka leiðakerfisins með það að markmiði að skapa félaginu ný tækifæri til vaxtar, bæta þjónustu við farþega og auka sveigjanleika. Misvægi í sætaframboði milli N-Ameríku og Evrópu hefur verið leiðrétt í flugáætlun næsta árs. Sölu- og markaðsstarf félagsins hefur verið endurskipulagt. Áhersla er lögð á að styrkja tekjustýringu félagsins og er innleiðing á nýju tekjustýringarkerfi vel á veg komin. Sjálfvirknivæðing ferla, notkun stafrænna lausna ásamt eflingu viðbótartekna er í forgangi. Þá er betri nýting starfsfólks og allra rekstrarþátta lykilatriði í framtíðarekstri félagsins. Verkefni okkar er skýrt, það snýst um að bæta rekstrarafkomu félagsins á heilsársgrunni. Þar eru fjölmörg tækifæri til staðar bæði hvað varðar tekjur og gjöld. Við erum sannfærð um að þær aðgerðir sem gripið hefur verið til og framundan eru muni skila sér í bættri afkomu Icelandair Group til framtíðar.“
Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Líkur á að Icelandair semji Icelandair gæti þurft að sækja sér fjármagn takist ekki að semja við skuldabréfaeigendur um undanþágur frá lánaskilmálum. Líklegra er þó að samkomulag náist að mati hagfræðings hjá Landsbankanum. 4. október 2018 07:00 „Erum ekki að fara að biðja um nýtt fjármagn“ Starfandi forstjóri Icelandair fer yfir viðræður við fulltrúa eigendur skuldabréfa í flugfélaginu. 3. október 2018 13:38 Icelandair hefur viðræður við lánardrottna Icelandair Group hefur í dag viðræður við þá lánardrottna sína sem ráða yfir meira en 50 prósent af útgefnum óverðtryggðum skuldabréfum félagsins. 3. október 2018 08:20 Mest lesið „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Líkur á að Icelandair semji Icelandair gæti þurft að sækja sér fjármagn takist ekki að semja við skuldabréfaeigendur um undanþágur frá lánaskilmálum. Líklegra er þó að samkomulag náist að mati hagfræðings hjá Landsbankanum. 4. október 2018 07:00
„Erum ekki að fara að biðja um nýtt fjármagn“ Starfandi forstjóri Icelandair fer yfir viðræður við fulltrúa eigendur skuldabréfa í flugfélaginu. 3. október 2018 13:38
Icelandair hefur viðræður við lánardrottna Icelandair Group hefur í dag viðræður við þá lánardrottna sína sem ráða yfir meira en 50 prósent af útgefnum óverðtryggðum skuldabréfum félagsins. 3. október 2018 08:20