Theresa May og Katrín Jakobsdóttir funduðu Heimir Már Pétursson skrifar 30. október 2018 21:24 Þing Norðurlandaráðs var sett í Osló í Noregi í dag. Theresa May forsætisráðherra Bretlands sótti fundinn og átti Katrín Jakobsdóttir tvíhliða fund með henni síðdegis. Theresa May sækir þing Norðurlandaráðs á miklum óvissutímum í Bretlandi en eftir aðeins fimm mánuði eiga Bretar að ganga úr Evrópusambandinu. Enn er enginn útgöngusamningur í sjónmáli en Bretar leggja mikla áherslu á að undirbúa vel samskipti við aðrar þjóðir fyrir útgönguna, ekki síst við Norðurlöndin. May minntist sérstaklega á samskiptin við Ísland í ávarpi sínu á þinginu í dag. „Á hverju ári ferðast 320 þúsund Bretar til Íslands. Það er tala sem er ekki fjarri heildaríbúafjölda landsins.“ Síðdegis í dag átti Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tvíhliða fund með breska forsætisráðherranum þar sem þær ræddu sameiginlega hagsmuni þjóðanna.Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, á þingi Norðurlandaráðs í dag.Vísir/Stöð 2„Við ræddum að sjálfsögðu Brexit og það sem kom í fyrsta lagi fram sem er mjög mikið fagnaðarefni, það var skýr vilji beggja ríkja til þess að tryggja réttindi bæði Íslendinga á Bretlandseyjum og Breta á Íslandi, það er að segja réttindi þeirra verða áfram þau sömu þrátt fyrir Brexit þannig að þessi skýri vilji birtist. Það verður unnið að einhvers konar samningi milli landanna um það og það er auðvitað stórmál en það liggur fyrir að Bretland er auðvitað mikilvægur aðili fyrir okkur til að mynda þegar kemur að viðskiptum hvað varðar út-og innflutning og það skiptir auðvitað máli að við þurfum að setjast niður með Bretum. Við höfum verið að undirbúa okkur fyrir það á vettvangi stjórnvalda, það er búið að vinna mikla undirbúningsvinnu þannig að við ættum að vera algjörlega tilbúin þegar að þessu kemur,“ segir Katrín. Brexit Tengdar fréttir May ávarpar Norðurlandaráð Þing Norðurlandaráðs hefst í Ósló í dag. Þar verður sjónum sérstaklega beint að ógnum við lýðræðið, frjálsa för á Norðurlöndunum og norrænt löggjafarsamstarf. 30. október 2018 07:45 Auður Ava hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs Auður Ava hlýtur verðlaunin fyrir verk, sem að mati dómnefndar, einkennist af útsmognum húmor og leiftrandi fjörugu tungumáli en spyr jafnframt spurninga um lífið og dauðann. 30. október 2018 20:05 Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira
Þing Norðurlandaráðs var sett í Osló í Noregi í dag. Theresa May forsætisráðherra Bretlands sótti fundinn og átti Katrín Jakobsdóttir tvíhliða fund með henni síðdegis. Theresa May sækir þing Norðurlandaráðs á miklum óvissutímum í Bretlandi en eftir aðeins fimm mánuði eiga Bretar að ganga úr Evrópusambandinu. Enn er enginn útgöngusamningur í sjónmáli en Bretar leggja mikla áherslu á að undirbúa vel samskipti við aðrar þjóðir fyrir útgönguna, ekki síst við Norðurlöndin. May minntist sérstaklega á samskiptin við Ísland í ávarpi sínu á þinginu í dag. „Á hverju ári ferðast 320 þúsund Bretar til Íslands. Það er tala sem er ekki fjarri heildaríbúafjölda landsins.“ Síðdegis í dag átti Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tvíhliða fund með breska forsætisráðherranum þar sem þær ræddu sameiginlega hagsmuni þjóðanna.Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, á þingi Norðurlandaráðs í dag.Vísir/Stöð 2„Við ræddum að sjálfsögðu Brexit og það sem kom í fyrsta lagi fram sem er mjög mikið fagnaðarefni, það var skýr vilji beggja ríkja til þess að tryggja réttindi bæði Íslendinga á Bretlandseyjum og Breta á Íslandi, það er að segja réttindi þeirra verða áfram þau sömu þrátt fyrir Brexit þannig að þessi skýri vilji birtist. Það verður unnið að einhvers konar samningi milli landanna um það og það er auðvitað stórmál en það liggur fyrir að Bretland er auðvitað mikilvægur aðili fyrir okkur til að mynda þegar kemur að viðskiptum hvað varðar út-og innflutning og það skiptir auðvitað máli að við þurfum að setjast niður með Bretum. Við höfum verið að undirbúa okkur fyrir það á vettvangi stjórnvalda, það er búið að vinna mikla undirbúningsvinnu þannig að við ættum að vera algjörlega tilbúin þegar að þessu kemur,“ segir Katrín.
Brexit Tengdar fréttir May ávarpar Norðurlandaráð Þing Norðurlandaráðs hefst í Ósló í dag. Þar verður sjónum sérstaklega beint að ógnum við lýðræðið, frjálsa för á Norðurlöndunum og norrænt löggjafarsamstarf. 30. október 2018 07:45 Auður Ava hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs Auður Ava hlýtur verðlaunin fyrir verk, sem að mati dómnefndar, einkennist af útsmognum húmor og leiftrandi fjörugu tungumáli en spyr jafnframt spurninga um lífið og dauðann. 30. október 2018 20:05 Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira
May ávarpar Norðurlandaráð Þing Norðurlandaráðs hefst í Ósló í dag. Þar verður sjónum sérstaklega beint að ógnum við lýðræðið, frjálsa för á Norðurlöndunum og norrænt löggjafarsamstarf. 30. október 2018 07:45
Auður Ava hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs Auður Ava hlýtur verðlaunin fyrir verk, sem að mati dómnefndar, einkennist af útsmognum húmor og leiftrandi fjörugu tungumáli en spyr jafnframt spurninga um lífið og dauðann. 30. október 2018 20:05