Stefnir í að Hareide lúti í lægra haldi og norska stjórnin haldi Atli Ísleifsson skrifar 30. október 2018 10:00 Óljóst er hvort að Knut Arild Hareide verði stætt í embætti eftir landsfundinn. EPA/Lisa Aserud Allt stefnir nú í að Kristilegi þjóðarflokkurinn í Noregi verði áfram hluti af bláu blokkinni í norskum stjórnmálum. Formaðurinn Knut Arild Hareide hefur talað fyrir því að flokkurinn skipti um lið og hefji samstarf við rauðu flokkana sem nú eru í stjórnarandstöðu. Ákveði flokkurinn að slíta sig frá bláu flokkunum, mun ríkisstjórn Ernu Solberg forsætisráðherra falla þar sem Kristilegi þjóðarflokkurinn hefur varið stjórn Hægriflokksins, Framfaraflokksins og Venstre falli.Búa sig undir landsfund Kristilegi þjóðarflokkurinn býr sig nú undir aukalandsfund sem haldinn verður í byrjun nóvember. Norskir fjölmiðlar hafa fylgst grannt með því síðustu daga hvaða fulltrúa héraðssambönd flokksins velja til að taka sæti á þinginu, og þá hvort viðkomandi vilji vera hluti rauðu eða bláu blokkarinnar.NRK segir frá því að í gærkvöldi hafi 95 fulltrúar, sem flokka megi sem bláliða, verið valdir til að taka sæti á þinginu, en 96 þarf til að ná meirihluta. 87 rauðliðar hafa verið valdir og á enn eftir að velja nokkra til viðbótar. Alls taka 190 fulltrúar sæti á þinginu en þó kann svo að vera að 95 dugi þar sem einhverjir hafa sagst ætla að sitja hjá þegar fulltrúar munu kjósa hvaða leið skuli farin.Óánægja með FramfaraflokkinnFormaðurinn Hareide telur að bilið milli Kristilega þjóðarflokksins og hægripopúlistaflokksins Framfaraflokksins sé orðið of breitt og að flokkurinn eigi mun meira sameiginlegt með Miðflokknum sérstaklega. Hann segir að flokkur Solberg, Hægriflokkurinn, hafi ákveðið að feta ákveðna braut þegar hann ákvað að ganga til stjórnarsamstarfs með Framfaraflokknum.Erna Solberg er forsætisráðherra Noregs.Getty/Carlos TischlerMikill klofningur er innan Kristilega þjóðarflokksins þar sem varaformennirnir Kjell Ingolf Ropstad og Olaug Bollestad og leiðtogi ungliðahreyfingar flokksins eru allir ósammála formanni sínum. Óljóst er hvort að Hareide verði stætt í embætti eftir landsfundinn.Þurfa þá að treysta á stuðning SV Solberg hefur sagt að Kristilegi þjóðarflokkurinn standi frammi fyrir tveimur valkostum. „Annað hvort taka þátt í meirihlutasamstarfi með hægriflokkunum, eða þá mynda minnihlutastjórn með Verkamannaflokknum og Miðflokknum. „Þeir verða þá að treysta á stuðning Sósíalíska vinstriflokknum,“ segir Solberg sem bendir einnig á að Kristilegi þjóðarflokkurinn hafi á síðustu árum náð ýmsum stefnumálum sínum í gegn. Kristilegi þjóðarflokkurinn á átta þingmenn á norska þinginu. Norðurlönd Noregur Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Allt stefnir nú í að Kristilegi þjóðarflokkurinn í Noregi verði áfram hluti af bláu blokkinni í norskum stjórnmálum. Formaðurinn Knut Arild Hareide hefur talað fyrir því að flokkurinn skipti um lið og hefji samstarf við rauðu flokkana sem nú eru í stjórnarandstöðu. Ákveði flokkurinn að slíta sig frá bláu flokkunum, mun ríkisstjórn Ernu Solberg forsætisráðherra falla þar sem Kristilegi þjóðarflokkurinn hefur varið stjórn Hægriflokksins, Framfaraflokksins og Venstre falli.Búa sig undir landsfund Kristilegi þjóðarflokkurinn býr sig nú undir aukalandsfund sem haldinn verður í byrjun nóvember. Norskir fjölmiðlar hafa fylgst grannt með því síðustu daga hvaða fulltrúa héraðssambönd flokksins velja til að taka sæti á þinginu, og þá hvort viðkomandi vilji vera hluti rauðu eða bláu blokkarinnar.NRK segir frá því að í gærkvöldi hafi 95 fulltrúar, sem flokka megi sem bláliða, verið valdir til að taka sæti á þinginu, en 96 þarf til að ná meirihluta. 87 rauðliðar hafa verið valdir og á enn eftir að velja nokkra til viðbótar. Alls taka 190 fulltrúar sæti á þinginu en þó kann svo að vera að 95 dugi þar sem einhverjir hafa sagst ætla að sitja hjá þegar fulltrúar munu kjósa hvaða leið skuli farin.Óánægja með FramfaraflokkinnFormaðurinn Hareide telur að bilið milli Kristilega þjóðarflokksins og hægripopúlistaflokksins Framfaraflokksins sé orðið of breitt og að flokkurinn eigi mun meira sameiginlegt með Miðflokknum sérstaklega. Hann segir að flokkur Solberg, Hægriflokkurinn, hafi ákveðið að feta ákveðna braut þegar hann ákvað að ganga til stjórnarsamstarfs með Framfaraflokknum.Erna Solberg er forsætisráðherra Noregs.Getty/Carlos TischlerMikill klofningur er innan Kristilega þjóðarflokksins þar sem varaformennirnir Kjell Ingolf Ropstad og Olaug Bollestad og leiðtogi ungliðahreyfingar flokksins eru allir ósammála formanni sínum. Óljóst er hvort að Hareide verði stætt í embætti eftir landsfundinn.Þurfa þá að treysta á stuðning SV Solberg hefur sagt að Kristilegi þjóðarflokkurinn standi frammi fyrir tveimur valkostum. „Annað hvort taka þátt í meirihlutasamstarfi með hægriflokkunum, eða þá mynda minnihlutastjórn með Verkamannaflokknum og Miðflokknum. „Þeir verða þá að treysta á stuðning Sósíalíska vinstriflokknum,“ segir Solberg sem bendir einnig á að Kristilegi þjóðarflokkurinn hafi á síðustu árum náð ýmsum stefnumálum sínum í gegn. Kristilegi þjóðarflokkurinn á átta þingmenn á norska þinginu.
Norðurlönd Noregur Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira