Rannsókn á akstursgreiðslum í ferli hjá forsætisnefnd þingsins Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 9. nóvember 2018 08:00 Forsætisnefnd Alþingis mun ræða beiðni um rannsókn á akstursgreiðslum á næsta fundi sínum. Fréttablaðið/Stefán Nýtt erindi Björns Leví Gunnarssonar til forsætisnefndar Alþingis um rannsókn á endurgreiðslum á aksturskostnaði þingmanna er komið í ferli innan forsætisnefndar þingsins og verður til umræðu á fundi nefndarinnar næsta mánudag. Þetta staðfestir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. Í erindi til forsætisnefndar endurtekur Björn fyrri ósk sína um rannsókn á akstursgreiðslum þingmanna, en greiðslurnar komust í hámæli snemma á árinu í kjölfar svars forseta þingsins við fyrirspurn Björns þar að lútandi. Svörin sýndu gríðarlega háar fjárhæðir sem þingmenn hafa fengið vegna aksturs. Þar sem fyrri beiðni þingmannsins um rannsókn strandaði á því að ekki hafi verið óskað eftir rannsókn á meintum brotum tiltekinna þingmanna, óskar hann nú eftir rannsókn á endurgreiðslum til allra þingmanna sem þegið hafa endurgreiðslur á aksturskostnaði en til vara á endurgreiðslum til Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. „Hann er með langhæsta aksturskostnaðinn og það sem er mikilvægara, fólk sem hann hefur „fundað með“ hefur haft samband við mig og vefengt að þeir fundir eigi að geta talist sem endurgreiðanlegur starfskostnaður,“ segir Björn á Facebook-síðu sinni um ástæðu þess að Ásmundur er einn þingmanna sérstaklega tilgreindur í erindinu til forsætisnefndar. „Ég hef aldrei brotið neitt af mér, mér vitandi,“ segir Ásmundur Friðriksson aðspurður um beiðni Björns. Ásmundur kveðst orðinn mjög þreyttur á málinu; allir sem komið hafi að athugun þess hafi lýst því yfir að ekkert væri athugavert við hans endurgreiðslur. „Forseti þingsins hefur gefið út að það sé ekkert að, skrifstofa þingsins sömuleiðis að ekkert hafi verið að,“ segir hann. Í erindi Björns er óskað eftir því að rannsakað verði hvort siðareglur, hátternisreglur eða lög hafi verið brotin og hvort vísa þurfi málinu til þar til bærra yfirvalda. Óskar Björn eftir því að fram fari rannsókn á því hvort samræmi sé milli reikninga og endurgreiðslna sem inntar hafa verið af hendi og hvort skýringar í akstursdagbók um fundarboð teljist nægilegar samkvæmt reglum um endurgreiðslu ferðakostnaðar. Óskar Björn eftir því að rannsóknin nái nægilega langt aftur í tímann til að ná til mögulegra hegningarlagabrota sem ekki eru þegar fyrnd. Jón Þór Ólason, sérfræðingur í refsirétti, sagði í viðtali við Fréttablaðið í vor að röng skráning í akstursdagbók geti falið í sér fjársvik og er í erindi þingmannsins til forsætisnefndar vísað til þessarar fréttar blaðsins. Aðspurður um ástæður þess að hann vísi málinu ekki beint til lögreglu telji hann þingmenn hafa brotið hegningarlög segir Björn það vera hlutverk forsætisnefndar að vísa málinu til þar til bærra yfirvalda vakni grunur um refsivert athæfi við skoðun málsins. Þess vegna beini hann erindi sínu til forsætisnefndar. Fréttablaðið spurðist fyrir hjá embættum lögreglu og héraðssaksóknara um feril mála af þessum toga og fékk þau svör að lögregla geti hafið rannsókn á málum að eigin frumkvæði telji hún ástæðu til, hins vegar sé eðlilegt að stofnanir nýti eigin eftirlitsferla fyrst og vísi málum svo áfram til lögreglu sé talin ástæða til. Vísir/ernir Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Sjá meira
Nýtt erindi Björns Leví Gunnarssonar til forsætisnefndar Alþingis um rannsókn á endurgreiðslum á aksturskostnaði þingmanna er komið í ferli innan forsætisnefndar þingsins og verður til umræðu á fundi nefndarinnar næsta mánudag. Þetta staðfestir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. Í erindi til forsætisnefndar endurtekur Björn fyrri ósk sína um rannsókn á akstursgreiðslum þingmanna, en greiðslurnar komust í hámæli snemma á árinu í kjölfar svars forseta þingsins við fyrirspurn Björns þar að lútandi. Svörin sýndu gríðarlega háar fjárhæðir sem þingmenn hafa fengið vegna aksturs. Þar sem fyrri beiðni þingmannsins um rannsókn strandaði á því að ekki hafi verið óskað eftir rannsókn á meintum brotum tiltekinna þingmanna, óskar hann nú eftir rannsókn á endurgreiðslum til allra þingmanna sem þegið hafa endurgreiðslur á aksturskostnaði en til vara á endurgreiðslum til Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. „Hann er með langhæsta aksturskostnaðinn og það sem er mikilvægara, fólk sem hann hefur „fundað með“ hefur haft samband við mig og vefengt að þeir fundir eigi að geta talist sem endurgreiðanlegur starfskostnaður,“ segir Björn á Facebook-síðu sinni um ástæðu þess að Ásmundur er einn þingmanna sérstaklega tilgreindur í erindinu til forsætisnefndar. „Ég hef aldrei brotið neitt af mér, mér vitandi,“ segir Ásmundur Friðriksson aðspurður um beiðni Björns. Ásmundur kveðst orðinn mjög þreyttur á málinu; allir sem komið hafi að athugun þess hafi lýst því yfir að ekkert væri athugavert við hans endurgreiðslur. „Forseti þingsins hefur gefið út að það sé ekkert að, skrifstofa þingsins sömuleiðis að ekkert hafi verið að,“ segir hann. Í erindi Björns er óskað eftir því að rannsakað verði hvort siðareglur, hátternisreglur eða lög hafi verið brotin og hvort vísa þurfi málinu til þar til bærra yfirvalda. Óskar Björn eftir því að fram fari rannsókn á því hvort samræmi sé milli reikninga og endurgreiðslna sem inntar hafa verið af hendi og hvort skýringar í akstursdagbók um fundarboð teljist nægilegar samkvæmt reglum um endurgreiðslu ferðakostnaðar. Óskar Björn eftir því að rannsóknin nái nægilega langt aftur í tímann til að ná til mögulegra hegningarlagabrota sem ekki eru þegar fyrnd. Jón Þór Ólason, sérfræðingur í refsirétti, sagði í viðtali við Fréttablaðið í vor að röng skráning í akstursdagbók geti falið í sér fjársvik og er í erindi þingmannsins til forsætisnefndar vísað til þessarar fréttar blaðsins. Aðspurður um ástæður þess að hann vísi málinu ekki beint til lögreglu telji hann þingmenn hafa brotið hegningarlög segir Björn það vera hlutverk forsætisnefndar að vísa málinu til þar til bærra yfirvalda vakni grunur um refsivert athæfi við skoðun málsins. Þess vegna beini hann erindi sínu til forsætisnefndar. Fréttablaðið spurðist fyrir hjá embættum lögreglu og héraðssaksóknara um feril mála af þessum toga og fékk þau svör að lögregla geti hafið rannsókn á málum að eigin frumkvæði telji hún ástæðu til, hins vegar sé eðlilegt að stofnanir nýti eigin eftirlitsferla fyrst og vísi málum svo áfram til lögreglu sé talin ástæða til. Vísir/ernir
Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Sjá meira