Raunvextir enn lágir á Íslandi í sögulegu samhengi Þorbjörn Þórðarson skrifar 8. nóvember 2018 20:15 Már Guðmundsson seðlabankastjóri í pontu á peningamálafundi Viðskiptaráðs Íslands í morgun. Vísir/Einar Árnason Seðlabankastjóri segir raunvexti enn lága á Íslandi í sögulegu samhengi þrátt fyrir vaxtahækkunina í gær en þeir eru núna rúmlega eitt prósent miðað við forsendur sem Seðlabankinn styðst við. Könnun Seðlabankans meðal starfsmanna á fjármálamarkaði leiddi í ljós flestir þeirra bjuggust við vaxtahækkun. Sú ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands að hækka meginvexti Seðlabankans um 0,25 prósentur í 4,5% vakti mjög hörð viðbrögð hjá forystumönnum verkalýðshreyfingarinnar gær. „Við megum ekki gleyma því að raunvextir eru núna í sögulegu samhengi, sérstaklega langtímavextirnir, enn lágir á Íslandi. Hæpið er hins vegar að tæplega 1% raunvextir dugi til í þjóðarbúi sem er við fulla atvinnu og rúmlega það, verðbólga er þegar yfir markmiði en á leiðinni upp, spenna er enn til staðar og hagvöxtur er að nálgast jafnvægisvöxt en ofan frá,“ sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri í ræðu á peningamálafundi Viðskiptaráðs Íslands í morgun. Seðlabankinn kannar reglulega væntingar svokallaðra markaðsaðila til verðbólgu. Hér er í raun um að ræða starfsfólk fjármálafyrirtækja en þátttakendur eru rekstrarfélög, greiningardeildir, lífeyrissjóðir, verðbréfamiðlanir og eignastýringarfyrirtæki. „Ekki er hægt að segja að vaxtahækkunin hafi komið markaðsaðilum á óvart. Samkvæmt könnun á væntingum markaðsaðila sem Seðlabankinn birti á mánudaginn þá bjuggust þeir flestir við því að vextir yrðu hækkaðir um 0,25 prósentur fyrir áramót,“ sagði Már. Greint var frá niðurstöðum könnunarinnar á vef Seðlabankans á mánudag, daginn áður en peningastefnunefnd tók ákvörðun um vextina. Miðað við miðgildi svara í könnuninni bjuggust markaðsaðilar við að meginvextir Seðlabankans myndu hækka um 0,25 prósentur í 4,5%. Íslenska krónan Tengdar fréttir Gengi hinnar sveiflukenndu krónu vart haggast þrátt fyrir stórar fréttir úr viðskiptalífinu Sveiflur á gengi krónunnar í október voru miklar en gengið hefur verið stöðugt það sem af er nóvembermánuði. 8. nóvember 2018 16:00 Frekari vaxtahækkanir í kortunum Aðalhagfræðingur Kviku segir ekki ólíklegt að fleiri vaxtahækkanir fylgi í kjölfarið á vaxtahækkun Seðlabankans í gær. Forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins segir hækkunina til þess fallna að hraða kólnun hagkerfisins. 8. nóvember 2018 08:00 Formaður VR segir Seðlabankann lýsa yfir stríði við verkalýðshreyfinguna Miðstjórn Alþýðusambandsins lýsir yfir gríðarlegum vonbrigðum með ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans að hækka stýrivexti. 7. nóvember 2018 18:30 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Seðlabankastjóri segir raunvexti enn lága á Íslandi í sögulegu samhengi þrátt fyrir vaxtahækkunina í gær en þeir eru núna rúmlega eitt prósent miðað við forsendur sem Seðlabankinn styðst við. Könnun Seðlabankans meðal starfsmanna á fjármálamarkaði leiddi í ljós flestir þeirra bjuggust við vaxtahækkun. Sú ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands að hækka meginvexti Seðlabankans um 0,25 prósentur í 4,5% vakti mjög hörð viðbrögð hjá forystumönnum verkalýðshreyfingarinnar gær. „Við megum ekki gleyma því að raunvextir eru núna í sögulegu samhengi, sérstaklega langtímavextirnir, enn lágir á Íslandi. Hæpið er hins vegar að tæplega 1% raunvextir dugi til í þjóðarbúi sem er við fulla atvinnu og rúmlega það, verðbólga er þegar yfir markmiði en á leiðinni upp, spenna er enn til staðar og hagvöxtur er að nálgast jafnvægisvöxt en ofan frá,“ sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri í ræðu á peningamálafundi Viðskiptaráðs Íslands í morgun. Seðlabankinn kannar reglulega væntingar svokallaðra markaðsaðila til verðbólgu. Hér er í raun um að ræða starfsfólk fjármálafyrirtækja en þátttakendur eru rekstrarfélög, greiningardeildir, lífeyrissjóðir, verðbréfamiðlanir og eignastýringarfyrirtæki. „Ekki er hægt að segja að vaxtahækkunin hafi komið markaðsaðilum á óvart. Samkvæmt könnun á væntingum markaðsaðila sem Seðlabankinn birti á mánudaginn þá bjuggust þeir flestir við því að vextir yrðu hækkaðir um 0,25 prósentur fyrir áramót,“ sagði Már. Greint var frá niðurstöðum könnunarinnar á vef Seðlabankans á mánudag, daginn áður en peningastefnunefnd tók ákvörðun um vextina. Miðað við miðgildi svara í könnuninni bjuggust markaðsaðilar við að meginvextir Seðlabankans myndu hækka um 0,25 prósentur í 4,5%.
Íslenska krónan Tengdar fréttir Gengi hinnar sveiflukenndu krónu vart haggast þrátt fyrir stórar fréttir úr viðskiptalífinu Sveiflur á gengi krónunnar í október voru miklar en gengið hefur verið stöðugt það sem af er nóvembermánuði. 8. nóvember 2018 16:00 Frekari vaxtahækkanir í kortunum Aðalhagfræðingur Kviku segir ekki ólíklegt að fleiri vaxtahækkanir fylgi í kjölfarið á vaxtahækkun Seðlabankans í gær. Forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins segir hækkunina til þess fallna að hraða kólnun hagkerfisins. 8. nóvember 2018 08:00 Formaður VR segir Seðlabankann lýsa yfir stríði við verkalýðshreyfinguna Miðstjórn Alþýðusambandsins lýsir yfir gríðarlegum vonbrigðum með ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans að hækka stýrivexti. 7. nóvember 2018 18:30 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Gengi hinnar sveiflukenndu krónu vart haggast þrátt fyrir stórar fréttir úr viðskiptalífinu Sveiflur á gengi krónunnar í október voru miklar en gengið hefur verið stöðugt það sem af er nóvembermánuði. 8. nóvember 2018 16:00
Frekari vaxtahækkanir í kortunum Aðalhagfræðingur Kviku segir ekki ólíklegt að fleiri vaxtahækkanir fylgi í kjölfarið á vaxtahækkun Seðlabankans í gær. Forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins segir hækkunina til þess fallna að hraða kólnun hagkerfisins. 8. nóvember 2018 08:00
Formaður VR segir Seðlabankann lýsa yfir stríði við verkalýðshreyfinguna Miðstjórn Alþýðusambandsins lýsir yfir gríðarlegum vonbrigðum með ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans að hækka stýrivexti. 7. nóvember 2018 18:30