Hið opinbera komi til móts við kostnað vegna GDPR Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. nóvember 2018 14:48 Ný reglugerð Evrópusambandsins um persónuvernd, General Data Protection Regulation, tók gildi á þessu ári. Getty/nicoelnino Viðskiptaráð Íslands skorar á stjórnvöld að draga úr opinberum álögum á fyrirtæki svo þau séu betur í stakk búinn til að standa straum af þeim kostnaði sem kominn er til vegna innleiðingar fyrirtækjanna á GDPR, nýju persónuverndarlögunum. Ráðið áætlar að kostnaður fyrirtækjanna muni nema um 1,3 milljörðum á ári auk þeirra „hundruð milljóna“ sem fyrirtækin vörðu í sjálfa innleiðinguna. Kostnaðurinn er áætlaður út frá könnun sem Viðskiptaráð lagði fyrir aðildarfélög sín, en rétt er þó að taka fram að úrtakið er ekki nema 80 fyrirtæki - „og langt frá því að telja öll fyrirtæki á Íslandi,“ eins og Viðskiptaráð gengst við í frétt á vef sínum. Persónuverndarreglugerðin leggur auknar skyldur á íslensk fyrirtæki sem vinna með persónuupplýsingar, en ein þerra er skipun á persónuverndarfulltrúa. Kostnaður fyrirtækjanna sem svöruðu könnuninni um kostnað við ráðningu persónuverndarfulltrúanna er áætlaður um 230 milljónir árlega og annar kostnaður vegna reglnanna ríflega 100 milljónir.Hér ber að líta áætlun Viðskiptaráðs á kostnaðinum sem atvinnulífið mun bera vegna GDPR.Viðskiptaráð„Árlegur kostnaður íslenskra fyrirtækja af GDPR til frambúðar er því 1,3 milljarðar króna þegar kostnaður fyrirtækjanna sem svöruðu könnuninni er uppreiknaður yfir á íslenskt atvinnulíf.“ Með sömu aðferðafræði áætlar Viðskiptaráð að íslenskt atvinnulíf hafi alls varið um 160 þúsund vinnustundum við innleiðingu GDPR, samanlagt á áttunda tug starfsára. Þannig sé áætlað að stóru bankarnir þrír muni á næstu sex árum verja um milljarði króna í innleiðingu og ráðningu persónuverndarfulltrúa. Viðskiptaráð segir að þessum tíma og peningum hefði mátt verja með öðrum hætti, til að mynda í að þjónusta viðskiptavini, vöruþróun eða aðra verðmætasköpun. Þetta sé þannig ekki til þess fallið að auðvelda íslenskum fyrirtækjum að lækka verð til neytenda eða standa í samkeppni á alþjóðlegum vettvangi. Þó svo að Viðskiptaráð segist vera fyllilega fylgjandi persónuvernd þykir því ekki rétt að viðskiptalífið beri eitt straum af þessum kostnaði. „Álögur hins opinbera á íslensk fyrirtæki sníða þeim nú þegar þröngan kost í innlendri og sérstaklega í alþjóðlegri samkeppni, samkeppni sem mun ráða úrslitum um lífskjör á Íslandi til frambúðar. Í ljósi þessa skorar Viðskiptaráð á stjórnvöld að taka höndum saman við viðskiptalífið í þessum mikilvægu verkefnum, það er að tryggja persónuvernd án þess að rýra samkeppnishæfni, og draga úr opinberum álögum sem nemur þessum kostnaði. Því mætti til dæmis ná fram með meiri lækkun tryggingagjaldsins en þegar hefur verið boðuð eða með lækkun tekjuskatts.“ Tækni Tengdar fréttir Segir ekki kjöraðstæður að fást við nýja persónuverndarlöggjöf vegna mikils álags Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir að ekki séu kjöraðstæður hjá stofnuninni til að takast á við þann mikla málafjölda sem gera má ráð fyrir að fylgi nýrri persónuverndarlöggjöf sem tekur gildi á sunnudag. 11. júlí 2018 09:00 Persónuvernd of fáliðuð til að takast á við breytingarnar "Það má búast við að einhverjir hnökrar verði í byrjun, þannig hefur það verið annars staðar í Evrópu,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. 16. júlí 2018 06:00 Mest lesið Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Viðskipti innlent „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Viðskipti innlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Sjá meira
Viðskiptaráð Íslands skorar á stjórnvöld að draga úr opinberum álögum á fyrirtæki svo þau séu betur í stakk búinn til að standa straum af þeim kostnaði sem kominn er til vegna innleiðingar fyrirtækjanna á GDPR, nýju persónuverndarlögunum. Ráðið áætlar að kostnaður fyrirtækjanna muni nema um 1,3 milljörðum á ári auk þeirra „hundruð milljóna“ sem fyrirtækin vörðu í sjálfa innleiðinguna. Kostnaðurinn er áætlaður út frá könnun sem Viðskiptaráð lagði fyrir aðildarfélög sín, en rétt er þó að taka fram að úrtakið er ekki nema 80 fyrirtæki - „og langt frá því að telja öll fyrirtæki á Íslandi,“ eins og Viðskiptaráð gengst við í frétt á vef sínum. Persónuverndarreglugerðin leggur auknar skyldur á íslensk fyrirtæki sem vinna með persónuupplýsingar, en ein þerra er skipun á persónuverndarfulltrúa. Kostnaður fyrirtækjanna sem svöruðu könnuninni um kostnað við ráðningu persónuverndarfulltrúanna er áætlaður um 230 milljónir árlega og annar kostnaður vegna reglnanna ríflega 100 milljónir.Hér ber að líta áætlun Viðskiptaráðs á kostnaðinum sem atvinnulífið mun bera vegna GDPR.Viðskiptaráð„Árlegur kostnaður íslenskra fyrirtækja af GDPR til frambúðar er því 1,3 milljarðar króna þegar kostnaður fyrirtækjanna sem svöruðu könnuninni er uppreiknaður yfir á íslenskt atvinnulíf.“ Með sömu aðferðafræði áætlar Viðskiptaráð að íslenskt atvinnulíf hafi alls varið um 160 þúsund vinnustundum við innleiðingu GDPR, samanlagt á áttunda tug starfsára. Þannig sé áætlað að stóru bankarnir þrír muni á næstu sex árum verja um milljarði króna í innleiðingu og ráðningu persónuverndarfulltrúa. Viðskiptaráð segir að þessum tíma og peningum hefði mátt verja með öðrum hætti, til að mynda í að þjónusta viðskiptavini, vöruþróun eða aðra verðmætasköpun. Þetta sé þannig ekki til þess fallið að auðvelda íslenskum fyrirtækjum að lækka verð til neytenda eða standa í samkeppni á alþjóðlegum vettvangi. Þó svo að Viðskiptaráð segist vera fyllilega fylgjandi persónuvernd þykir því ekki rétt að viðskiptalífið beri eitt straum af þessum kostnaði. „Álögur hins opinbera á íslensk fyrirtæki sníða þeim nú þegar þröngan kost í innlendri og sérstaklega í alþjóðlegri samkeppni, samkeppni sem mun ráða úrslitum um lífskjör á Íslandi til frambúðar. Í ljósi þessa skorar Viðskiptaráð á stjórnvöld að taka höndum saman við viðskiptalífið í þessum mikilvægu verkefnum, það er að tryggja persónuvernd án þess að rýra samkeppnishæfni, og draga úr opinberum álögum sem nemur þessum kostnaði. Því mætti til dæmis ná fram með meiri lækkun tryggingagjaldsins en þegar hefur verið boðuð eða með lækkun tekjuskatts.“
Tækni Tengdar fréttir Segir ekki kjöraðstæður að fást við nýja persónuverndarlöggjöf vegna mikils álags Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir að ekki séu kjöraðstæður hjá stofnuninni til að takast á við þann mikla málafjölda sem gera má ráð fyrir að fylgi nýrri persónuverndarlöggjöf sem tekur gildi á sunnudag. 11. júlí 2018 09:00 Persónuvernd of fáliðuð til að takast á við breytingarnar "Það má búast við að einhverjir hnökrar verði í byrjun, þannig hefur það verið annars staðar í Evrópu,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. 16. júlí 2018 06:00 Mest lesið Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Viðskipti innlent „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Viðskipti innlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Sjá meira
Segir ekki kjöraðstæður að fást við nýja persónuverndarlöggjöf vegna mikils álags Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir að ekki séu kjöraðstæður hjá stofnuninni til að takast á við þann mikla málafjölda sem gera má ráð fyrir að fylgi nýrri persónuverndarlöggjöf sem tekur gildi á sunnudag. 11. júlí 2018 09:00
Persónuvernd of fáliðuð til að takast á við breytingarnar "Það má búast við að einhverjir hnökrar verði í byrjun, þannig hefur það verið annars staðar í Evrópu,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. 16. júlí 2018 06:00